— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Sálmur - 2/12/06
Bjargarlaus

Í tilefni að veru okkar hér í snjóríkinu mikla sendi ég ykkur þessa ljóðleysu. Annars erum við bara hress. Ljóð eru það almennt ekki...

Það snjóaði í nótt. Hvítur snjórinn lá nakinn og viðkvæmur yfir bílnum. Rétt þurfti að dusta honum af bílnum með kústinum. Auðvelt. Rifjaði þó upp barnæskuminningar og óbeit mína á snjó. Rassblautur snjógalli og snjóhröngl á vettlingum, kaldar kinnar og pissusprengur, alltof erfitt að komast úr öllum gallanum til að fara inn og hörmung að fara út aftur. Þar voru þau. Hin börnin. Og snjóhúsapólitík. Eins gott að þvælast ekki fyrir. Þá gat ég eins orðið undir snjómoksturgröfunni. Allir áttu sinn stað í haugnum. Óhugnalegur fyrirboði um það sem koma skal. Líkt og grafið í genin. Allir vildu ríkja yfir snjóhaugnum. Þó var best þegar við öll unnum saman. Gerðum snjógöng og risastórt snjóhús í ómannheldan skafl. Adrenalínkikk að skríða um gangana. Stöðug hræðsla við snjómoksturgröfuna sem gæti fyrirvaralaust bætt í skaflinn og fellt allt saman. Með okkur inni í göngunum. Bjargarlaus.

   (7 af 29)  
2/12/06 11:01

Lopi

Íslensku snjóhúsin voru einmitt svona holur í sköflum. Mig dreymdi um sem barn að búa til grænlenskt snjóhús. Sá draumur varð aldrei að veruleika.

2/12/06 11:01

Snabbi

Þessi allegóriska smásaga er snilld og segir allt sem segja þarf um nútímann

2/12/06 11:01

Offari

Sammála síðasta ræðumanni þótt ég skildi ekkert hvað hann var að segja.

2/12/06 11:01

Hakuchi

Glæsilegt og kunnuglegt.

Ég bið að heilsa.

2/12/06 11:02

Jóakim Aðalönd

Skemmtilegt. Skál!

2/12/06 12:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Hressilegt & gott.

2/12/06 12:01

Heiðglyrnir

[Gerir snjóengil] Hressandi...

2/12/06 13:00

Grágrímur

Flott saga

man eftir að frændi minn (móðurbróðir) hjálpaði mér og frænku minni að gera grænlenskt snjóhús...

2/12/06 13:00

krumpa

Flott saga.
Hef aldrei kunnað að gera snjókall hvað þá hús...

2/11/10 04:00

Urmull_Ergis

Skemmtilegt. Kunnugleg stemming.

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.