— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Pistlingur - 3/12/04
Umbúðalaust?

Umbúðapistill Vlads vakti mig til umhugsunar - af persónulegum glímum mínum við umbúðir...

Alltaf er nú gaman að fá gjafir eða kaupa sér eitthvað nýtt. En eins og Vlad benti á eru hinar nýju umbúðir oft til þess fallnar að eyðileggja hluta ánægjunnar eða hreinlega vöruna sjálfa. Hver skyldi vera ástæðan?
Við það að eyðileggja vöruna þegar hún er fjarlægð úr umbúðum (bara smá þannig að hún virki) er tryggt að líftími styttist um x langan tíma. Það eykur líkurnar á því að meðhöndlun þín, sama hversu mjúkhentur þú kannt að vera, muni á endanum ganga af vörunni dauðri. Setja má upp einfalt reiknilíkan og sanna þar með að allt hagkerfi okkar er tryggilega byggt á ómögulegum umbúðum.

Heppilegastar fyrir neytandann - og sú sem vekur mestan vöruæsing - eru rammgerðar gagnsæjar harðplastumbúðir. Gleði kaupandans yfir vörunni breytist fljótt í mikla gremju og jafnvel reiði þegar varan, loksins komin í hendur er jafnósnertanleg og krýningardjásn drottningarinnar í Lundúnaturni. Við þetta brjótast fram frumeðli og veiðináttúra og ráðist er á plastvirkið með hvaða beitta áhaldi sem hendi er næst. Þessar umbúðir valda miklum og snöggum æsingi, eru afar líklegar til að fólk missi stjórn á sér skyndilega og því ákaflega líklegar til að valda í það minnsta smátjóni á vörunni.

Aðrar skemmtilegar umbúðir: Pappakassar. Þessi skemmtilega týpa með glæru plasti. Aftur er varan vel sýnileg og ekkert tiltökumál að tæta sig gegnum smá pappa. Þar fyrir innan kemur í ljós að varan er í raun í að minnsta kosti 20 hlutum. Hver um sig er kyrfilega límdur, víraður og bundinn á sinn stað. Enginn hlutur er festur á færri en tvo mismunandi máta. Engir tveir hlutir deilda sömu festingunni. Í fyrstu fallast þér hendur og þú horfir dapur á sundurtættann pappakassann (ekki hægt að skila og svo er þetta yfirleitt barnadót). Þá bætist við spenntur eigandinn sem hoppar stanslaust og togar í pappavíravirkið meðan þú reynir að losa flækjuna. Þetta smátosast en þú finnur gremjuna byggjast upp innra með þér. Þessar umbúðir henta vel fyrir stigmagnandi skemmdarfýsn og er auðvelt að falla í þá freistni að henda þeim með hluta af vörunni í, hver á eftir að sakna þessa smádrasls hvort eð er.

Umbúðir nr. 3. Einkenna dýrari munaðarvöru. Yfirleitt er varan ekki sýnileg en oft eru glansmyndir utan á eða jafnvel engar myndir. Líta út fyrir að vera einfaldar, sbr. geisladiskahlustur en eiga það sammerkt að það þarf snöggt átak til að losa vöruna. Átak sem þú sem kaupandi ert síst tilbúinn að veita. Svo þú mjakast áfram með stigvaxandi þrýstingi (að innan sem utan) þar til þig langar ekki lengur í vöruna. Æææ og innsiglið rofið. Margar þessara umbúða eru einnig með innbyggt trix sem beita þarf til að opna þær og kemur hvergi fram hvað nákvæmlega gera skal. Best er að leita til töframanna eða láta gefanda opna umbúðirnar líka sé þetta gjöf (ef þú ert gefandinn, láttu þá þiggjandann opna þar sem þú losar þig þá við skaðabætur skemmist varan við opnunina). Líklegast er farsælast að láta þessar alveg eiga sig.

Umbúðir 4. Gömlu kókflöskurnar. Jæja, fæstir lentu víst í vandræðum með þessar. Bara við mæðgurnar. Man enn eftir ferð yfir í næsta hús til að leita af manni til að opna kókið. Og þarna sat það bara, ískalt og svalandi - og alltof sýnilegt. Væru þær umbúðir eyðilagðar er varan ónýt. Dapurlegt.

Umbúðir 5: Allt með barnalæsingu. Allt frá þrifnaðarvörum yfir í lyf, barnalæsing virkar betur á mig en börnin. Ætli þetta ýta og snúa samtímis sé ekki bara of flókið fyrir mig? Hvað þá kreista ýta snúa og kippa? Æææ. Leiðir yfirleitt til mikillar örvæntingar. Hér er varan ekki sýnileg en oft heyrist í henni ögra manni í skömm sinni. Hér brýst oft veiðieðlið fram og umbúðirnar eru tættar með eggvopni. Leiðir til mikilla innkaupa á sápum og handáburði eftir misheppnaðar glímur. Yfirleitt lifir þó varan árásina af en geymist ekki eins vel í rofnum umbúðum.

   (19 af 29)  
3/12/04 08:01

Frelsishetjan

Mér finnast umbúðirnar utan um drykkjaskyrið sérlega þægilegar. Lítið átak á hárréttum stað og þú ert búinn að opna.

3/12/04 08:01

Barbie

Já það er rétt, ég ræð líka við þær.

3/12/04 08:01

Frelsishetjan

En það má ekki gleyma einum umbúðunum enn. Ef þú kaupir líkan af bíl þá þarftu ávallt að vera með skrúfjárn við höndina. Hinsvegar lenti ég einu sinni í því að gefa stráknum mínum bílamódel sem var með allt annari gerð af skrúfjárni en ég átti. Þetta var svokölluð stjarna ekki stjarna fyrir stjörnuskrúfjárn heldur stjörnulaga form.

Þetta kostaði það að strákurinn var æstur yfir pabba sínum um að fá bílinn. Pabbinn greip til örþrifaráða og notaði öll tiltæk vopn til að opna gripinn en eyðilagði bara stjörnulaga formið í skrúfjárninu. Það endaði með því að það var gripið í töngina og loks þegar að ég náði að losa bílinn af plaststallnum þá var drengurinn sofnaður.

Og ég þurfti að mæta til vinnu eftir 4 tíma...

3/12/04 08:01

Júlía

Gömlu Prins Polo umbúðirnar voru til fyrirmyndar, það gat hvert smábarn ráðið við þær. Einfaldari umbúðir myndu auðvelda öllum lífið.

3/12/04 08:01

Barbie

Svona bíll á plaststalli? Já, þeir eru bara á færi sérfræðinga. Kunnulegt vandamál, átti sem betur fer réttan haus. Ætli leikfangaframleiðendur framleiði einnig verkfæralínur fyrir fullorðna? Ekki minnkar pirringurinn yfir: ,,Má ég fá bílinn pabbi? OOOOOoooooohhhhhHHH! Má ég fá bílinn? Ertu ekki að verða búinn? OOOOOooooohhhhHHHH! osfrv.

3/12/04 08:01

Frelsishetjan

Já þið gleymið náttúrulega því líka að þið konurnar megið alveg vera í handhægari umbúðum.

Ég man einu sinni eftir því þegar að ég náði í stelpu fór með henni heim og var að reyna að klæða hana úr en rankaði við með daginn eftir í fötunum. Þannig að ég hef líklegast sofnað við þetta.

Þetta verðið þið að passa. Maður er kannski búinn að vinna í átta klukkustundir og vaka samfellt í 21 þegar að maður fer heim með dömu og þá eru umbúðirnar hennar svo erfiðar að maður sofnar við þessa áreynslu.

3/12/04 08:01

Frelsishetjan

Tala nú ekki um þessar umbúðir utan um smokkana. Ég þarf alltaf að taka með mér karton á djammið. Því þegar að allt er reddí fyrir athöfnina þá tekur maður upp einn og bítur í umbúðirnar og rífur smokkinn í þeim hamagang vill maður sko ekki hætta við heldur grýpur þann næsta og hann fer á sömu leið. Svo heppnast þetta yfirleitt á seinasta eða næstseinasta smokknum.

3/12/04 08:01

Vladimir Fuckov

Frábær pistlingur og hlógum vjer mikið, aðallega því vjer könnumst við flest af þessu af eigin reynslu. Síðan má minna á að algengt er að leiðinda 'viðbótarvinna' fylgi í kjölfar þess að tekst að opna umbúðirnar, það getur þurft að þurrka af og/eða ryksuga sökum 'mylsnu' úr pappa, plasti o.fl. er verður til er umbúðirnar eru skornar, klipptar eða tættar (sje gremjan orðin mikil) í sundur.

3/12/04 09:01

Barbie

Þakka hrósið Vladimir. Þessi pistlingur var nú tileinkaður þér enda mynduðust þessar setningar út frá lestri þíns pistlings. Ryksugu er oftast þörf eftir langa glímu, sem betur fer sér Samúran Aragorn um þau mál enda ryksuguglaður með eindæmum.
Elsku Hetjan okkar (eða Frelli): er ekki kominn tími til að tengjast einhverri estrogen dís? Og nota þá aðrar getnaðarvarnir? Alveg óþolandi þessi smokkabið, heitustu kvennsur detta auðveldlega úr stuði við þetta, hvað þá ef þú tætir nokkur stykki. Iss, klaufabárður! Viljir þú halda þig við smokkinn eru flestar gerðir með smá rifu á umbúðunum, nokkurs konar ,,opnist hér" svæði. Það virkar ekki.

3/12/04 09:01

Órækja

"Opnist hér" rifur eru því miður illsjánalegar í því myrkri sem myrkarverk myrkarhöfðingjans eru framkvæmd. Konur mættu aftur á móti hafa fleiri "opnist hér" rifur.

3/12/04 10:01

Frelsishetjan

Sammála Órækju. Auk þess þarf ég að kaupa smokka í yfirstærð og þeir fást ekki með þessari rifu.

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.