— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Pistlingur - 5/12/04
Umbúðir án innihalds.

Þessi pistlingur á ekkert skylt við umbúðalaust. Eru bara svona nokkrar hugsanir sem ég glími við öðru hvoru. Mest svosem til gamans gert.

Eins og ávallt eru hjá mér ýmsar pælingar. Um daginn var ég að fara með bílinn minn í skoðun. Þetta var eftir næturvakt og var ég samviskusamlega að hlusta á XFM þar sem sannir rokkarar hlusta helst ekki á annað, nema ef ske kynni á meðan auglýsingar eru. Verst hvað góðar útvarpsstöðvar eru fljótar að leggja upp laupana. Þá varð ég nú að bregða mér úr bílnum meðan hann var skoðaður í bak og fyrir. Stór, feitur, rauðhærður maður sá um seremóníuna. Hann var svolítið rokklegur. En sjá, þegar ég kom aftur í bílinn var útvarpið stillt á Létt 96,7! Ég keyrði út af skoðunarstöðinni og var að teygja mig í takkan til að skipta um stöð þegar útvarpskonan náði að fanga athygli mína. Hún var nefnilega að tala um fegurðarsamkeppnir.
Nú er þetta alveg stórskrýtið og hlýtur að skýrast af of mikilli vöku eftir vikunæturvaktatörn - ég að hlusta á Létt FM og allt í einu með brennandi áhuga á fegurðarsamkeppnum. Ég sem hélt að mér væri alveg sama.
Í það minnsta var konan, Lísa Páls eða eitthvað álíka - kannski er hún á rás 2 og þetta var einhver allt önnur vemmileg létt kona - þessi kona var að glaðhlakkast yfir óförum annarra. Hún var að fá fólk til að hringja inn af því einhver stúlkukind hafði verið rekin úr svona keppni. Sú stúlka hafði ekki einungis dansað á súlustað heldur einnig setið fyrir léttklædd á myndum fyrir Bleikt og Blátt. En nú hafði stúlkan séð ljósið , séð að sér og tekin við betri tíð með blóm í haga. Núna var hún nefnilega komin í fegurðarsamkeppni. Því eins og við öll vitum er það miklu betra. Útvarpskonan fór mikinn í dómhörku sinni. Þetta að framan er ekkert það sem hún var að segja. Hún var bara ægilega ánægð með stjórnendur keppninnar að láta ekki svonadónastelpu komast upp með svona hegðun.
Hmm já. Talandi um grjótskriðu úr glerhöll!!! Ég vissi ekki betur en að þessar fegurðarsamkeppnir væru litlu skárri en nektardans. Þær koma fram á bikini eða nærfötum, spranga þar um og dilla sér. Ok, þær eru kannski í hóp en common! Þetta á ekkert skylt við sund þar sem maður stekkur í hnipri milli pottanna í kuldanum og skýlir sér með tiltækum örmum og börnum. Þetta er bara sprang og kroppasýning. Eða er kannski vandamálið að þessi stúlka hefur forskot á hinar? Hún er í æfingu. Hún kann þetta. Hún hefur unnið við þetta for crying outloud.
Við vitum öll hvaða stelpur enda í kláminu. Það eru þær sem hefur verið níðst á, barðar, nauðgað og þvingaðar áfram með öllum tiltækum ráðum. Hamingjusama hóran er goðsögn sem hugsandi fólki ber að útrýma. Vilji þessi stúlka fara fram í fegurðarsamkeppni, þá óska ég henni alls hins besta. Kannski er kominn tími til að forsprakkar keppninnar endurskoði reglurnar - fyrst þeir halda fram að þeir séu í leit að innri fegurð. Eða leggji þær niður alfarið þar sem þær eru niðurlægjandi kroppasýning - keppni á hæpnum forsendum um erfðalotterí og hefur lítt með persónuleika viðkomandi að gera eða þá að þær leiði til góðra tækifæra. Ungar stúlkur eru lokkaðar í þetta með loforð um miklu meira en nokkurn tíma er staðið við. En það er svo sem viðeigandi þar sem öll keppnin, sigurvegarinn og allt skrumið er umbúðir án innihalds.

   (18 af 29)  
5/12/04 03:01

Gvendur Skrítni

Ég held að ljótleika samkeppnir væru heilbrigðari fyrir samfélagið en fegurðarsamkeppnir.
Ljótasti keppandinn (þetta yrði að sjálfsögðu opinn flokkur kvk/kk/plebb) fengi síðan vegleg verðlaun og mikla umfjöllun fyrir að hafa hlotnast þessi eftirsóknarverði titill.

5/12/04 03:01

Texi Everto

Nei heyrðu Gvendur, það þýðir ekkert að ætla að breyta reglunum sér í hag

5/12/04 03:01

Von Strandir

Þetta er allt saman húmbúkk og sýndarmennska. Vandlæting hjá fólki sem hefur ekki efni á henni, vegna þess að það ýtir undir sömu viðmið og stelpukindinni varð á að uppfylla með fyrirsetu í BB.

5/12/04 03:01

Nornin

Alltaf hittir þú naglann á höfuðið Barbie.
Og svo þegar maður dirfist að gagnrýna fegurðarsamkeppnir þá er það bara vegna þess að "þú ert ekki nógu grönn/falleg/hávaxin til að vera í slíkri keppni sjálf"!

Ó já, þetta hef ég heyrt sagt, ekki bara við mig, heldur hafa aðrar stelpur lent í þessu líka.
Hvað erum við hinar sem erum mótfallnar svona kroppasýningum?
Ljótar, feitar, dvergvaxnar jussur? ALLAR?!

Ég þekki eina unga stúlku sem tók þátt í ungfrú Ísland.is, hún er tæplega 180 cm og var þá um 70 kíló. Stælt og í góðu formi. Hún átti að létta sig um 15 kíló til að geta verið með í keppninni!
Rólegir á því að ýta undir anorexíu og lélega sjálfsmynd!

Sjáið þið fyrir ykkur stelpu sem er 180 cm að reyna að vera 55 kíló og líta vel út? Ekki ég, því miður. Það er bara orðið alltof horað.

Fínt hjá stelpunni að sitja bara fyrir í B&B.

5/12/04 03:01

Isak Dinesen

Hversu oft á að þurfa að segja ykkur mæta fólki að vera ekki að hlusta á fábjána.

5/12/04 03:01

Barbie

Þakka hrósið Norn. Því miður er vinkona þín ekki eina sorglega dæmið sem vitað er af um ofurkröfur sem gerðar eru á þessar stúlkur. Er ekkert sannfærð að stúlkan hafi verið of ánægð með að sitja fyrir sjálf, í það minnsta gaf hún til kynna að hún sæji eftir því. Til hvers þarf þá að vera að dæma hana meira og úthúða henni? Er ekki mannúðlegra að sýna smá skilning? Hver hefur ekki vaknað með móral eftir ærlegt fyllerí? Við hin erum bara flest svo heppinn að ekki sást til okkar eða náumst í það minnsta ekki á negatívur...

5/12/04 03:01

Isak Dinesen

Sú tíð er liðin þegar ekki náðist allt á filmu sem maður gerði heimskulegt.

5/12/04 03:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Er ekki tími til ti þess kominn að konur allra heima hætti vera þessum chauvinistísku svínum til lags.

5/12/04 03:01

Isak Dinesen

Ég furða mig stöðugt á þér GEH minn kæri. Ekki lærðirðu frönsku í lýðháskólanum þarna úti?

5/12/04 03:02

Skoffín

Það kom í kvöldfréttunum um daginn að dóttir Unnar Steinsson hefði náð langt í einhverri svona keppni og tekið var viðtal við alsælar mæðgur. Ég fékk svona samdráttarverki í magann; svona blanda af tíðaverkjum, magakveisu og viðbrögðum ebólaveirusýkingar. Ég held að ég sé að verða of bitur, hyggst ekki tjá mig frekar um fegurðarsamkeppnir eða Létt 96.7 í bili [andar djúpt að hætti skapofsafólks sem hefur leitað sér aðstoðar]

5/12/04 03:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Elsku Isak hvar ég hef verið í læri er ekki á dvölinni hérna heldur fjallar þettað umm önnur læri sem við dólgarnir slefum ifir og aumingja kindurnar (stúlku) neyðast til að bjóða okkur

5/12/04 04:00

feministi

Góður punktur mín kæra Barbie, til heljar með allar þessar gripasýningar.

5/12/04 04:01

Kókoshneta

Það þarf nú að hafa einhverja keppni fyrir þær yfirborðskenndu.
Ég sá þetta líka í fréttunum Skoffín. Hjá hverjum ætli mamma hennar hafi sofið hjá? Og svo eru það að gagnrýna stelpu sem hefu setið fyrir í BB. Fólk getur verið svo skrítið.

5/12/04 04:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Fyrirgef fávísi mína, en hvað er BB ?

5/12/04 05:01

Barbie

BB = Bleikt og Blátt. Orð að sönnu Kókoshneta, fólk er stórfurðulegt. Þakka góðar umræður.

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.