— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Pistlingur - 5/12/05
Doktor Barbie??!!

Hvar er jafnréttið?

Ég var að skrá mig út úr hotmail.com netfanginu mínu um daginn eftir að hafa lesið póstinn minn. Eins og alltaf fer vafrinn sjálfkrafa á msn.com og þar eru blikkandi auglýsingar fyrir fræðslu ýmis konar og skemmtileg umfjöllunarefni (slúður).
Oft blaða ég í gegnum þessar greinar og hef gaman af. En í þetta sinn var því öðruvísi farið. Stundum er ferlega pirrandi að vera bara ,,venjuleg kona" og eiga ekki sína eigin fjölmiðla. Greinin sem greip mig í þetta sinn var um konur á framabraut og fallvallt gengi á stefnumótamarkaðinum.
Ég hafði sjálf á sínum tíma spáð mér afar slöppu gengi, einstæð móðir, 3 börn, margra ára háskólanám að baki og ábyrgðarfull staða....en slíkt gekk sko ekki eftir. En hins vegar eru margar af mínum vinkonum úr náminu lengi að finna sér mann og segja þá jafnan flýja eftir um 30 sek. af því að bjóða sér í glas og spyrja : ,, hvað gerir þú?". Margar voru farnar að vinna í Bónus/Hagkaup þegar þær voru í þessum sporum - svona ef ákveðnar kenndir létu á sér kræla.
Svo ég las yfir þessa grein. Hún var rituð af karlmanni með doktorsgráðu í sálfræði. Hans lausn var sko litlu skárri en Bónuslygin. Trikkið er víst þetta. Þegar þú ert spurð hvað þú gerir þá segir þú Jaaa.. ég er læknir /lögfræðingur /viðskiptafræðingur /bankastjóri /í Masternámi í ....... en svo STRAX á eftir byrjar þú að segja frá AFAR slæmum degi í vinnunni. Þannig er þinn árangur minni ógn fyrir karlmanninn.
Sumsé segðu þá bara: ,, Jú ég er lítil kona í karlastarfi en ég veld því engan vegin og fæ bara að vera svona súkkulaðikleina". Svo skaltu flissa, roðna og vera undirgefin á svipinn. [Mín túlkun á þessu dásamlega ráði]
Hvað er þetta eiginlega? Á hvaða öld lifum við? Viljum við ekki vera stoltar yfir því að hafa náð svona langt? Ég veit sko ekki með ykkur hinar en ég ætla ekki að afsaka mig neitt. Og gerði það ekki. Sá maður sem ekki höndlar það að ég vil ná langt hefur engan stað í mínu lífi. En þegar mér rann reiðin varð ég afar döpur. Það er mjög leitt að doktor í sálfræði skuli virkilega ná eyrum jafn margra kvenna og gefa þeim jafn ömurleg ráð og raun ber vitni. Sem betur fer eru ennþá til alvöru karlmenn þarna úti sem ekki stendur ógn af menntuðum konum. Við getum bara vonað að þeir verði í meirihluta í framtíðinni.

   (11 af 29)  
5/12/05 18:02

Hakuchi

Minnir mig á múrara sem ég var að vinna með þegar ég var í handlanginu. Honum leið skelfilega að konan hans, sem var hjúkka, var með hærri laun en hann. Þessi staðreynd nagaði hann inn að rótum. Hann nöldraði og nöldraði yfir þessu í kaffinu. Vann gríðarlega yfirvinnu til þess að ná að skríða amk. upp að henni í launum. Hann var skemmtilega aumkunarverður greyið.

5/12/05 18:02

Skabbi skrumari

Mein sem þetta er eitthvað sem þarf að laga... skemmtilegt félagsrit frá þér að vanda kæra Barbie... Salút.

5/12/05 18:02

Nermal

Ég ættla rétt að vona að ef að ég einhverntíma finn mér unnustu, þá sé hún betur launuð en ég. Það er nú bara vegna þess að mín laun eru skelfing.

5/12/05 18:02

Mosa frænka

Heyr heyr, Barbie. Vel skrifað og nauðsynlegt rit. Það er óttalega dapurlegt að lesa sálfræðaþvaður eftir leiðinlega karla eins og þú lýsir að ofan. Og varðandi karlmenn sem flýja um leið og þeir fatta að við erum greindar og lærðar, -tja. Ég var í námi í svo mörg ár að ég hef hreinlega ekki tíma eftir fyrir svona mannhunda.

5/12/05 18:02

Barbie

Nei, svona mannleysur eru algjör tímasóun. Hugsa sér að geta ekki samglaðst konu sinni Hakuchi, skemmtilegur aumingji atarna. Þetta hefur hins vegar brunnið á mér síðan ég las þessa grein. Leita því á náðir Baggalúts. Lifi sannleikurinn!

5/12/05 19:00

Vladimir Fuckov

Óskemmtilegt er þegar fólk festist í svona 'stereótýpum' (í þessu dæmi karlmönnum er ei vilja sjá menntaðar/greindar konur) og enn verra er þegar um er að ræða 'sjerfræðinga' á þessu sviði, sbr. umræddan sálfræðing.

Eigi má gleyma því að mennirnir (þ.e. karlmennirnir) eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Einhverjir vilja vissulega hafa þetta eins og Barbie lýsir (að forðast menntaðar konur), einhverjir síðan alveg öfugt (já, slíkt er til) og sumum er nákvæmlega sama - í því tilviki skiptir einfaldlega meira máli hverskonar manneskju er um að ræða.

Að lokum getum vjer sagt fyrir oss að í a.m.k. einu tilviki gætum vjer hugsanlega 'flúið' (eins og Mosa orðaði það) við að uppgötva að kona væri vel menntuð: Ef vjer kæmumst að því að hún hefði reynt að leyna því með því að þykjast vera önnur en hún er með lygum um að hún væri t.d. kassadama í Bónus. Annaðhvort erum vjer því stórskrítnir eða þá að bæði Bónuslygin og ráð sálfræðingsins eru vond...

5/12/05 19:00

Nornin

Gott rit. Nú ætla ég að taka fram að ég hef ekki fundið neinn mun á gengi mínu í karlamálum frá því að ég var að vinna í bónus og þar til ég fór að stunda nám í sögu og heimspeki, kannski stafar það af því að ég er enn í námi og launin eru sama sem engin.
En ég held að þessi tendens sé meira við lýði í BNA en hér á fróni, karlarnir okkar eru ekki eins aumkunarverðir og amerískir karlmenn, að þeir láti tekjur konu sinnar á sig fá.
Ég vona ekki amk.

5/12/05 19:00

Isak Dinesen

Það er nú óþarfi að vera að taka þetta alvarlega. Var þetta ekki í einhverju kvennariti á borð við Vikuna? Aldrei að marka svoleiðis vitleysu.

5/12/05 19:00

Tigra

Systir mín giftist manni sem þénaði ekki eins mikið og hún, enda er hún með doktorsgráðu í dýralækningum, en hún tók bara á það ráð að senda kallinn í skóla eða þannig.
Hann hóf að mennta sig meira og er kominn með fína starfsgráðu í dag, stofnaði eigið fyrirtæki og gengur mjög vel og þénar miklu meira en áður.
Núna þarf hann enga minnimáttarkennd að hafa.

5/12/05 19:01

krumpa

Gott rit. Held þetta tengist samt því sem ég var að tala um í riti um daginn - konur leyfa sér ekki að vera hugsandi/menntaðar - það er krúttlegra að vera kleina - því að samfélagið/karlar/aðrar konur vilja það.
Heittelskaður er annars að fara aftur í nám því að ég er komin með fínni gráðu en hann - veit ekki hvort ég er orðin ógnun (get ekki ímyndað mér það, flesta daga er ég að elda matinn/þrífa klósettið/skúra gólfin/skipta um rúmföt - úfin og sveitt í skítagallanum með gúmmíhanskana) en það er alla vega umhugsunarvert...

5/12/05 19:02

Hugi

Bitshin mín er með fýnt kaup. Ég þarf ekert að vinna.

5/12/05 19:02

Nermal

Kanski er ég bara svona skrítinn, en greindar konur heilla mig ótrúlega mikið.

5/12/05 21:02

ZiM

Hvurskonar samfélag er þetta ef að konur þurfa að fela velgengi sína? Kannski er ég svona svakalega einföld en ég hefði haldið að ef karlinn ætti að vera feginn að finna vellaunaða konu, þá geta báðir aðilar unnið minna án þess að verða staurblönk.
Þegar ég verð búin með námið þá verð ég stolt af árangri mínum, og kem ekki til með að ljúga því að ég vinni í t.d Bónus. Ég vil vera dæmd fyrir það hver ég er, ekki eftir því hvað ég vinn við.

Ég er líka stolt af þér fyrir að láta ekki bugast.

5/12/05 22:01

Barbie

Þakka þér. Því miður eru til íslenskir menn sem guggna á gáfuðum konum. Bekkjarsystur mínar kvörtuðu oftar en einu sinni vegna þess. Auðvitað var lítill hluti þeirra sem laug til um lífsviðurværi. Aðallega fannst mér ráðgjöf þessa hámenntaða manns ömurleg og ekki sæmandi doktor í sálfræði.

5/12/05 22:01

Gaz

Maður sem hefur ekki bein í sér að læra að þekkja sterka og framgangsríka konu af ótta við að vera veikari manneskjan í sambandinu er ekki maður. Hann er heigull, aumingji og drusla. Það að hann hleypur ætti að sjá sem góða gjöf, þar sem hann er greynilega ekki þíns tíma virði.

5/12/05 22:01

Jóakim Aðalönd

Ekki að ég sé að leita á kvennamarkaðinn frekar en fyrri daginn, en mér finnast gáfur og húmor mest aðlaðandi í fari kvenna. Reyndar karla líka, en aðlaðandi á annan hátt...

Ég skil ekki þá menn sem forða sér ef vel gefin kona í góðu starfi sýnir þeim áhuga. Það kalla ég bara alls ekki almenna skynsemi.

5/12/05 23:01

Vladimir Fuckov

Já, vjer tökum undir að gáfur og húmor saman heilla mjög. Ætti því við fyrstu sýn að vera hagstætt ýmsum Bagglýtingum að sem allra flestir aðhyllist viðhorf það er Barbie gagnrýnir. En svo er ekki, heildaráhrif þess yrðu afar neikvæð [Veltir fyrir sjer hvort þeir er 'hræðast' gáfaðar konur sjeu allir í felum eða hvort þeir sjeu ekki til hjer].

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.