— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Saga - 1/12/11
Góðra manna ráð

Smásaga

,,Æ þú veist hvernig þetta er" segji ég við Heimsmeistarann og dreg djúpt andann. Finn hvernig orðin hrannast upp innra með mér. Allt sem ég þarf að segja frá. Bara að heyra upphátt og finnsa lækningamátt orðanna við að komast út í frelsið í stað þess að festast í kökkinum í hálsinum, þrýstast út um tárakirtlanna, festast í völundarhúsi hugans, vera kyngt ofan í sístækkandi magahnútinn eða hlaupa út í eirðarleysi útlimanna.

Ég er tilbúin.

Nú segji ég það.

ALLT.

Heimsmeistarinn þarf ekki að anda að sér. Heimmeistarinn grípur orðið og drekkjir mér í dramatík, öllu því smálega sem hann hefur hent. Vel æfðir frasar, tilbúinn prósi, handahreyfingar, smáatriði - allt þaulhugsað, æft og vart beðið viðbraga en heldur ótrauður í næstu trompsögu.

Og ég bjargarlaus í stórsjó orðanna, mínum og Heimsmeistarans.

Orðskýring: Heimsmeistari: hefur svar við öllu, hefur reynt allt og ávallt í meira mæli en viðmælandi.

   (4 af 29)  
1/12/11 12:00

Billi bilaði

Jamm. Hann heitir „Topper“ í Dilbert.

1/12/11 12:01

Barbie

Dilbert klikkar auðvitað ekki. Hef ekki lesið hann mikið en á Way of the Weazel. Hún er stórskemmtileg.

1/12/11 12:01

krossgata

Á Íslandi eru um það bil 300.000 heimsmeistarar.
[Pússar bikarinn]

1/12/11 12:01

Offari

Það er bara einn heimsmeistari. þótt margir af Hafralónsættini hafi nýtt sér velgengni Herbjarnar sér til framdráttar.

1/12/11 12:02

Herbjörn Hafralóns

Ég veit ekkert hvert Barbie er að fara með þessari smásögu. Ég er eini heimsmeistarinn hér.

1/12/11 12:02

Barbie

Herbjörn - er það ekki augljóst? Ég er bara að benda á að Heimsmeistarinn hefur svör við öllu. Hélt þú yrðir í skýjunum? Kannski hefði ég átt að koma inn á teningakastið.

1/12/11 12:02

Herbjörn Hafralóns

Nú já, svoleiðis. <Roðnar óstjórnlega.......fer svo upp í sjöunda himin>

1/12/11 12:02

Madam Escoffier

Dásamleg saga, Madaman þekkir nokkra svona heimsmeistara. Svo þekkir Madaman líka alvöru Heimsmeistar hann Hr. Hafralóns.

1/12/11 13:01

Huxi

Þetta er ekki satt. Þó ég viti allt best og kunni allt mest, hef ég aldrei verið kallaður heimsmeistari.

1/12/11 13:01

Regína

Úff, þekki svona fólk sem toppar jafnvel mig. Þá er nú mikið sagt.

1/12/11 13:01

Heimskautafroskur

Fínn prósi, takk.

1/12/11 13:02

Barbie

Þakka hrósið. [fer í sjöunda himin og sér að það er bara troðið hérna]

1/12/11 14:01

Urmull_Ergis

Skemmtilegt. Takk

1/12/11 18:01

Jarmi

Iss, það er nú ekkert. Einar frændi minn er tvöfaldur heimsmeistari í því að vera heimsmeistari.

1/12/11 19:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Kanski eru eyrunin hinir raunverulegu meistarar sem taka á móti orðagjöfinni og hampa eða skammast sín þeirrar vegna .
Orðinn geta drepið og byggt stórhýsi en orðinn eru máttlaus án hlustendans

1/12/11 20:00

Barbie

Já líkt og ritverk máttlaus án lesandans. Þetta tiltekna rit er tileinkað mikilvægi dialogsins og þeirra töfra þegar tungumálið tengir mann við aðra sál og gagnkvæmur skilningur myndast. Þá sérlega því þegar slíkt misheppnast alfarið - líkt og þegar rætt er við Heimsmeistara (ekki Herbjörn). Eyru þeirra eru eingöngu til skrauts.

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.