— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 3/12/06
Gamlingjavandamálið

Nóg komið!

Ég get ekki orða bundist. Gamlingjavandamálið er að verða óbærilegt. Ekki er nóg með að þessir sérlega óábyrgu þjóðfélagsþegnar megi stefna öllum í hættu í umferðinni með ótrúlega glannalegum hægakstri þá virðast hefðbundnar kurteisisvenjur þeirra vera nánast engar. Ég sótti stóran fund um daginn. Þar var mikið um virðulegt fólk enda rætt um mikilvæg málefni. Af einhverjum ástæðum virtist svo vera sem nokkur gamlingjagengi hafi ákveðið að fjölmenna á fundinn. Við hin reyndum að hemja okkur og láta sem ekkert væri. En þetta fólk gat ekki haldið aftur af sér. Flestir hafa fyrir löngu lært að umgangast uppfinninguna farsíma og lært að slökkva á þeim eða taka hljóðið af áður en þagnar er krafist samkvæmt hefðbundnum samfélagslegum viðmiðum. Jafnvel gelgjur virðast vera að ná þessu. Nei, síminn hringdi amk. fjórum sinnum hjá hverjum gamlingjanum á fætur öðrum. Einn þeirra skar sig þó úr. Síminn hringdi hjá honum í miðri ræðu. Síminn var hátt stilltur. Gamlinginn gerði ekkert. Hann ákvað sem sagt bara að láta símann hringja uns hringjandi gæfist upp. Allur salurinn gaf honum illt auga en hann lét sér fátt um finnast. Eftir drykklanga stund af stórkostlegum samhentum eldflaugaaugnaárásum gesta ákvað hann að gefa loks eftir. Hann fálmaði eftir símanum (tók drjúga stund í það) og fann loksins símann. Skoðaði tólið eins og þetta væri egypskur forngripur og slökkti síðan ekki á honum. Nei, hann svaraði símanum og fór að blaðra. Þetta er skýrt dæmi um hegðunarvandamál gamlingja sem samfélagið verður að taka föstum tökum.

Forráðamenn gamlingja (börn þeirra) verða að sinna niðureldi foreldra sinna af meiri krafti en áður. Vissulega leggur ys og þys hversgagsins þungar byrðar á nútímafólk sem þarf aukendis að sinna uppeldi barna ásamt sífellt meira íþyngjandi vinnukröfum. Hins vegar verður að hemja gamlingjavandamálið áður en það fer úr böndunum. Ef stjórnvöld, og forráðamenn grípa ekki í taumana getur farið svo að gamlingjar vaði yfir allt og alla með sífellt meira ögrandi hegðun sem ógnar friðnum í samfélaginu. Áður en yfir lýkur munu gamlingjagengi ráða götunum og skapa almennan ótta, þvingandi börn til að sýna sér kurteisi, akandi á hraða snigilsins, potandi í afgreiðslufólk með staf og keyrandi yfir húsdýr á ofurhjólastólum. Tökum höndum saman áður en það er of seint!

   (1 af 60)  
3/12/06 19:00

Lopi

Hehe. Bíddu bara þegar þú verður orðinn gamlingi og það er búið að græða símana í eyrnasnepplana og ferð að hrópa og kalla í miðri ræðu og allir halda að þú sér búinn að missa vitið.

3/12/06 19:00

Carrie

[Þurrkar hláturtárin]
Ég hló svo af gamla manninum með símann. Ég ætla að verða alveg eins og hann - helst sem fyrst.

3/12/06 19:00

Billi bilaði

Ég verð nú að segja það að... bíddu aðeins, síminn er að hringja... HALLÓ!!!

3/12/06 19:00

Hakuchi

Ég verð ekki gamall. Ég keypti lífselexír af nígerískum töfralækni sem sendi mér póst um daginn. Samkvæmt leiðbeiningum mun ég lifa að eilífu svo framarlega sem ég drekk tvo sopa af elexírnum á dag það sem eftir lifir tímans.

3/12/06 19:00

krossgata

[Hrökklast afturábak og hrasar við]
Áttu við að þeir að þeim hafi verið sleppt lausum og fái að fara frjálsir ferða sinna meðal almennings?! Sumir gætu meira að segja átt það til að ætlast til að almenningur stæði upp fyrir þeim í almenningsvögnum.
[Hrökklast mikið lengra afturábak og fellur hreinlega]

3/12/06 19:00

Carrie

Lífselexírinn virkar án efa. [Kinkar kolli hughreystandi]

3/12/06 19:00

Kargur

Orð í tíma töluð. Annars er þetta ekki séríslenskt fyrirbrigði; ég verð var við þetta daglega meðal sveitunga minna hér westra. Hér hefur verið gripið til þess ráðs að telja þessum elliæru vandræðagripum trú um að draumalandið sé krókódílakrökkt fenjasvæði er nefnist flórída. Þangað flykkjast gamalmennin og þar með hafa menn losnað við óværuna að hluta. Væri ekki ráð að finna svona "draumaland" handa Íslenskum gamalmennum? Væri ekki hægt að fórna Vestmannaeyjum fyrir þennan málstað?

3/12/06 19:00

krossgata

[Horfir með aðdáun á Kargan]
Snilldarhugmynd! Sjálf hef ég hugsað mér að verða gamalmenni á nefndu fenjasvæði og ferðast um á netvæddum golfbíl.
[Gefur frá sér velþóknunarstunu]

3/12/06 19:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mig minnir að einhverntíma hafi þau ummæli verið hermd uppá Guðna Ágústsson, úr pontu Alþingis, að "öldruðum þyrfti að fækka..." (e.t.v. var það í sömu ræðu & hin fleygu orð "bakvið eldavélina" féllu). Prýðilegt sóknarfæri fyrir Framsóknarflokkinn að afla sér fylgis fyrir komandi kosningar, m.t.t. efnis þessa fyrirtakspistils héraðofan.

3/12/06 19:00

Grágrímur

Ég kannast við vandamálið. það er búið að spreyja 'HRAFNISTA RÚLAR' á bílskúr nágranna míns.,

3/12/06 19:01

B. Ewing

Góð hugmynd með "Draumalandið" sérstaklega hentugt ef þar gæti orðið kröggt af krókódílum. [Hlær illyrmislegs]

3/12/06 19:02

Nermal

Þetta var eins og þegar þeir færðu "fatla" stæðin við Bónus hér á Akureyri. Ég kom þar að, það var heitt í veðri, rúðan skrúfuð niður og Iron Maiden á háum styrk. Ég lagði í stæði sem áður hafði verið fyrir fatlaða. Þegar ég steig útur kagganum fór einhver gömul skrukka að tuða yfir því að ég væri að leggja í stæði fyrir fatlaða. Ég reyndi að benda henni á að fatlastæðin væru þarna aðeins lengra MÁLUÐ BLÁ!! Ég sá að vísu hvernig kélla horfði á mig og blóðlangaði að stíga útúr bílnum með ýktri helti og stælum...........

3/12/06 20:01

Dula

Vá, mikið verður gaman að benda á ykkur þegar þið verðið gamlir kallar með mér á hrafnistu og barnabarnabörnin mín koma hlaupandi inn til mín alveg á orginu af pirringi yfir stælunum . Þá mun ég eiga akkúrat þetta félagsrit útprentað of dreg það fram úr pússi mínu of segi þeim óhóflega langa og pointless sögu af ykkur.

3/12/06 20:01

Vímus

Ha?

3/12/06 20:01

Hakuchi

Sem ég skrifa: Ég verð ekki gamall.

[Glúgg, glúgg]

3/12/06 20:01

Jóakim Aðalönd

Ég er gamall og er eins og unglingur.

[Kaupir hlutabréf á netinu]

3/12/06 20:02

Jarmi

Ég, sem formaður Afaklúbbsins til 11 ára, stend og fell með félögum mínum. Við munum ekki gefa tommu eftir í baráttu okkar fyrir algjöru alræði heldri manna yfir fávísum ungmennum og krógum hverskonar. Málstaður okkar skal vera heyrður og virtur!

Krækjum stöfum saman félagar og sýnum þessum ungliðum hvar Davíð frá Fagraskógi keypti mjöðinn! Áfram Fjölnir, áfram Afaklúbburinn og ÁFRAM PISSUBLAUTIR GAMLINGJAR MEÐ NEFTÓBAKSTAUMA NIÐUR Á BRINGU!!!

3/12/06 21:01

Hvæsi

Hefur einhver prufað að fara í sundlaugar borgarinnar um leið og þær opna ?

Fyrst á bílastæðinu kemur einn gamlingi og öskrar á þig.

"ÞETTA ER MITT BÍLASTÆÐI !!!"
Svo inni í klefa kemur næsti og öskrar..

"ÞETTA ER SKÁPURINN MINN !! SNÁFAÐU"

Svo kemur sá þriðji og gargar ;

"ÉG ER ALLTAF Í ÞESSARI STURTU!!! "

Svo fer þetta lið og gerir asnalegar Mullersæfingar.

3/12/06 22:01

Gvendur Skrítni

Gott rit, gamalt fólk er stórhættulegt. Hefurðu einhverntíma þurft að berja burt ringlaðan, sjóndapran og heyrnadaufan gamlann mann á viagra? Skelfileg lífsreynsla skal ég segja þér!

3/12/06 22:02

Isak Dinesen

Fyrir hönd sambands innflytjenda á fíkjum, rúsínum og göngugrindum, vil ég mótmæla þeim fordómum sem hér koma fram.

Neinei, þetta er hið skemmtilegasta rit.

3/12/06 22:02

Blástakkur

Hefur einhver hér séð Death Race 2000 eða Dauðakappaksturinn 2000. Þar er sýnt hvernig hægt er að leysa þetta vandamál á einfaldan og góðan hátt.

3/12/06 22:02

Hakuchi

Það er rétt Blástakkur. Þá gætu þessar hálfvitalegu ökuníðingsgelgjur loksins gert eitthvað gagn.

Svo myndi fara fyrir sigursælum gelgjunum eins og fór fyrir sigurvegurunum í Running Man.

3/12/06 23:00

Vladimir Fuckov

Eftir að hafa lesið þetta höfum vjer formlega ákveðið að verða aldrei gamlir. Tímavjelin sjer um það [Ljómar upp].

4/12/06 00:02

Nermal

Ég á ekki börn ennþá og verð sennilegast bara dauður áður en þá koma til. Annars verð ég með skál af gömlu hörðnuðu nammi í skál á borðinu mínu til að gefa þeim.

8/12/11 10:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Rosalega til hamingju með afmælið

2/12/13 10:02

Vladimir Fuckov

Það tilkynnist hjer með (ó)opinberlega að vjer höfum ákveðið að laumupúkast hingað til að koma að rafmælishamingjuóskum þó vjer höfum vissar efasemdir um að margir sjái þær (sjer í lagi höfum vjer vissar efasemdir um að rafmælisbarnið sjái þær enda virðist sem Hakuchi hafi fyrir nokkrum árum verið rænt af óvinum ríkisins).

4/12/18 08:02

Grágrímur

Ég sá...

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.