— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/10
Merkisdagur!!

Í dag er hann, dagurinn sem ég hef beðið svo spennt eftir - já og þið hin öll auðvitað líka. Það er í dag, í dag, já í dag...

Dagurinn í dag á skilið að fá minnst 5 stjörnur ef ekki meira. Loksins loksins rann hann upp, svo bjartur og fagur, líkt og fugladrit á mykjuhaug. Loksins loksins barst hann hingað, líkt og úldinn þara að úfnum ströndum. Loksins loksins er í dag, Dagurinn.
Af þessu þrefalda merkisdegi, þessum ómþýða unaðsdegi sem ómar líkt og tregablandið sarg á krítartöflu með demantskreyttum nöglum, fara margar sögur. En engar jafn merkar og fyrir 2 árum. Þessi dagur, Dagurinn, er hinn allra besti í Baggalútískri sögu. Og sá mesti. Hátíðardagur hátíðadaganna. Ber honum að fagna á afar dömulegan og siðmenntaðan hátt, með ljúfum drykkjum og dýrindiskræsingum.
Í dag var okkur, bornar fyrir 2 árum, bestu sprundir Baggalúts. Ég býð því til alsherjarveislu sem mun minnst vara í 7 daga. Óska ég þeim alls hins besta og innilega til hamingju með rafmælin. [Sendir samstundis bílfarma af blómum og bakar þrjár franskar súkkulaðitertur og þeytir rjóma fyrir afmælisstúlkurnar okkar].
Júlía, Mús-Lí og Mosa, þessi skrif eru tileinkuð ykkur. Megið þið lifa lengi og vel og vera ávallt jafn nærri okkur í persónu líkt og þið standið hjörtum okkar nærri. Innilega til hamingju með daginn.

Ykkar Barbie.

   (15 af 29)  
1/11/04 01:01

Mjási

Innilegar Haminguóskir með daginn dömur.

1/11/04 01:01

Hakuchi

Heyr, heyr!

Þau lengi lifi.

Húrra! Húrra! Húrra! Húrra!

1/11/04 01:01

Offari

verður smarties terta?

1/11/04 01:01

Barbie

Nei en það verður smart ísterta [klappar sjálfri sér stórmannlega á bakið og brosir smeðjulega yfir þessum aulahúmor sínum]. Jibbíkóla hvað ég er spennt að halda svona rafmæli!

1/11/04 01:01

Heiðglyrnir

Tekur riddarakveðju með sverðinu, kyssir blaðið. Keyrir það síðan í jörðina, hvílir hægri hönd á sverðinu og krýpur upplitsdjarfur á hné við hlið þess. Hefur síðan upp raust sína: Riddari Baggalútíu Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, óskar Júlíu drottningu og lagsmeyjum hennar Mosu og Mús-lí, hjartanlega til hamingju með rafmælið.

1/11/04 01:01

Númi

Til hamingju minn kæri Gnabb!

1/11/04 01:01

Barbie

Það var Núma líkt að trana sínu einhverfa alteregó fram sínkt og heilagt. Innilega til hamingju. [Gefur Núma hatt til að fela kollvikin]

1/11/04 01:01

Vladimir Fuckov

Heyr, heyr ! Það er sannarlega rjett að þetta er merkur dagur í sögu Gestapó. Óskum vjer Mús-Lí, Mosu frænku og Júlíu innilega til hamingju með rafmælið, þökkum þeim fyrir að hafa heiðrað Gestapó með nærveru sinni og vonum að þær muni halda því áfram.

[Mætir í 7 daga allsherjarveisluna, gæðir sjer á veitingunum og bætir Núma á listann Þarfnast hugsanlega eftirlits fyrir að brjóta siðareglur með því að sýna forsetaembættinu eigi tilhlýðilega virðingu]

1/11/04 01:01

Júlía

[Klökknar. Þurrkar tárin laumulega. Ræskir sig.] Mikið þakka ég þér vel fyrir elskulegheitin, Barbie mín (og ykkur hinum hlýjar kveðjur). Það er alltaf gaman að gera sér dagamun. [Sker væna sneið af ógurlega smart ístertu a la Barbie]

1/11/04 01:01

Mosa frænka

[Settur upp sólgleraugu til að geta haldið kulinu] Ó, takk, takk. Elskuleg eruð þið.

1/11/04 01:01

Golíat

Já, innilega til hamingju kvennablómi Baggalúts. Megi aldurinn færa ykkur enn meiri visku og fleiri tækifæri til að ausa henni yfir okkur hin.

1/11/04 02:01

Barbie

Njótið heilar kæru vinkonur. Ítreka bara að við viljum sjá ykkur sem oftast. [Faðmar Júlíu og Mosu innilega að sér, svipast um eftir Mús-Lí]

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.