— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 5/12/09
Evró trass visjón

Í mörg ár hef ég grillað og gert allskonar tilstand með júróvisjon keppninni, maður hefur verið ágætlega spenntur yfir þessu og fylgst með frá byrjun, gagnrýnt klæðaleysi söngkvennanna og hallærisheit baksöngvaranna, það hefur oft verið hægt að hlusta á júróvisjón en stigagjöfin er það sem ég bíð alltaf eftir, nenni ekki þessum endalausu tilgerðarlegu lögum semeru öll nákvæmlega eftir sömu uppskriftinni.

Það virðist alltaf vera rok uppá þessu ægilega sviði sem keppnin fer fram á, það er elltaf einsog fatalepparnir sem aðalsöngfuglarnir eru píndir í hafi verið hent saman á síðustu stundu af blindum apa með límbyssu.

Oft er aðalþemað á sviðinu eitthvað rosalega töff, eldur, ský, fimleikaæfingar, og gvuð má vita hvað, einn kom með ömmu sína og annar kom með einhverjar styttur og það hafa verið send börn , kynskiptingar, hommar, lessur og ég veit ekki hvað og hvað , við erum búin að senda Bjögga, Eika, Siggu, Palla, jóhönnu og allt stórskotaliðið, ætli Bubbi og Ómar komi ekki saman næst í smóking og syngi gamaldags Sinatra sveiflu svona til að toppa þetta allt saman.

Ég hlustaði á ágætis þátt í morgun á einhverri útvarpsstöðinni og þáttastjórn-endurnar voru í essinu sínu að rakka niður keppnina í ár, Páll Óskar kom í þáttinn og sagði að þetta væri eflaust lélegasta keppni allra tíma og nú trúi ég því sem sá maður segir um þessa keppni því að enginn hefur meiri áhuga á henni en hann.

Það toppaði nú allt þegar þessir ágætu menn þarna í stúdíóinu fóru að spila tóndæmi úr lögunum, þeir flissuðu ekki, þeir hlógu ekki, þeir emjuðu og görguðu af hlátri yfir þessum óbjóði sem okkur mun verða boðið uppá í þessari keppni.

Af hverju er ekki hægt að bjóða fólki uppá almennileg lög í svona flottri keppni, núna er engu til sparað fyrir þetta, þvílík auglýsing fyrir landið sem heldur keppnina og allt það.

Núna eru öll balkansskaga löndin að syngja nákvæmlega saman lagið, skandinavía er með sína týpísku hækkun , vindinn, viðlagið og gamla útúrtjúnaða söngkonu/söngvara /par sem hefur komið tuttugu sinnum fram í þessari keppni eða oftar í öllum hlutverkum sem hægt er að taka að sér í þessu.

Þetta er orðið að ofvöxnu skrímsli sem ekki er hægt að stöðva, lögin eru ömurleg og líklegast aukaatriði því að stigin eru fyrirfram ákveðin, klíkuskapurinn er allsráðandi, sama fólkið kemur saman ár eftir ár og fer á vikulangt fyllerí fyrir framan einhverja blaðamenn og skemmtir á næturklúbbum, kemur sér í samband við einhverja big sjotta útí heimi
svo reynir það að láta renna af sér rétt á meðan það sándtékkar og raular lagið sitt og svo er dottið í það aftur.

Ég vi fá Lordi og glam djam aftur eða hvað sem þeir hétu.

   (13 af 46)  
5/12/09 10:02

Rattati

Danir senda Volbeat, Ísland sendir HAM og Finnland sendir Öskurkórinn. Þá myndi ég fylgjast með.

5/12/09 10:02

Grýta

Góður pistill Dula.
Ég er svo sammála þér, að ég á ekki orð. Þú hefur sagt allt og einmitt það sem ég var að hugsa.

5/12/09 10:02

Dula

Takk fyrir það Grýta, ég hélt ég væri að vaða blint í sjóinnmeð þennam pistil minn. Gott að einhver hugsar einsog ég [ljómar upp]

5/12/09 10:02

Wayne Gretzky

Wig Wam ?

5/12/09 11:00

Jóhannes

Jú Wig Wam örugglega, það var sko skemmtilegt,

5/12/09 11:00

Gizur Sigurz

Wig Wam var það heillin.
Annars er þetta, hefur verið og verður alltaf RUSL!

5/12/09 11:00

Galdrameistarinn

Ég hreinlega hef ekki nennt að fylgjast með þessu júrótrash dæmi en hér í dk var einhver umfjöllun á Nova fm, sem er í raun TV2 radio og þar var þetta hreinlega rakkað niður í skítinn frá A til Ö og spurt til hvers væri verið að eyða skattpeningum í þetta meðan heilbrigðiskerfið er svelt.

Er svo sammála þér að ef þeir fengju bönd á við Lordi, Mono inc og fleiri góða í þetta, scorpions sem dæmi, þá væri ég spenntur. En þessi óbjóður sem er í ár, ómögulega þakka þér og afsakið meðan ég æli.

5/12/09 11:02

Jarmi

Hefur enginn nema ég tekið eftir að það er efnahagskrísa í heiminum?
Auðvitað vill enginn vinna keppnina þegar enginn hefur efni á því.
Ergo, keppnin breytist í vondu-laga-keppni.

5/12/09 12:01

Dula

Það er nú bara þröngur hópur lýðsins sem þarf að þola kreppu, gamlingjar, öryrkjar og unglingar í skóla og þeir sem eru í neðri stéttum, já eiginlega bara svona einsog vanalega. Þó nokkrir stuttbuxnadrengir setji bremsufar í brók og það kallað kreppa... iss piss..... ég segi aftur að það er ekki kreppa fyrr en ég fer að borða sinu og veiða marhnút niðrá bryggju . Við eymingjarnir höfum alltaf haft það skítt og júróvisjon alltaf verið BRUÐL dauðans þrátt fyrir efnahagsþrengingar og krepputal... og alltaf orðið flottari og dýrari með hverju ári.

5/12/09 12:01

Anna Panna

Ég gerðist svo fræg að sjá sænskan spekingaþátt um júró í gær. M.a. komst ég að því að Aserbædsjan er í Evrópu, að Hollenska gellan er bara sautján ára eða þar um bil en syngur svo yfirmáta hallærislegt og gamaldags lag að hún virkar fertug bara út af laginu og að það ætti að skjóta þann sem datt í hug að blanda saman rokki og þjóðlagatónlist (man samt ekki hvaða land það var sem kveikti þá hugsun).

En jæja. Ég veit aldrei neitt um júró en ég veit að þetta er ágætis afsökun fyrir partíi og júróvisjón drykkjuleikurinn er æði og tryggir það að maður þarf bara að vera með meðvitund í gegnum fyrstu 4 lögin! SKÁL fyrir júró!

5/12/09 12:02

Vladimir Fuckov

Og miðað við það sem fram kemur fyrir ofan ætti að vera hægt að halda Eurosvisionpartý sem gengi út á að rakka niður lögin og hæðast að þeim (þar til allir hætta e.t.v. að nenna því sökum drykkju). Skál ! [Glottir eins og fífl]

5/12/09 13:02

Dula

Já hver býður sig og húsið sitt fram í allsherjar jjúróniðurrökkunarhæðnis skemmtun með grillmat.

5/12/09 15:00

Nermal

Þjóðverjar gætu t.d sent Rammstein og Írar U2. Svo vil ég fá Færeyjar í spilið. Týr væri flottur fulltrúi.

5/12/09 15:01

Galdrameistarinn

Og íslendingar geta sent baggalút.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.