— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 8/12/09
Haustvindar.

Nú er farið að síga á seinni hluta sumarsins og vindurinn nístir merg og bein ef maður vogar sér út með ruslið á náttfötunum eftir að skyggja tekur. Það er ekki laust við að maður finni smá trega þegar trén fara að lýsast upp í öllum regnbogans litum og grasið fer að visna. Börnin fara að þyrpast í skólann og skólamerkimiðarnir flæða um alla íbúð.

Um daginn skelltum við okkur í berjamó og kartöflugarðinn góða, þar fundum við góða fæðu sem rann ljúflega niður næstu daga. Ég hef nú ekki farið í alvöru bláberjamó en það kemur líklegast að því, ef ekki á þessu ári þá bara næsta, ég hef komist að því að dóttir mín er Hallgerður langbrók endurborin, hún veit ekkert gómsætara en svið, slátur og ber, hún handfjatlar dýr einsog vön ljósmóðir handleikur nýbura og samt er hún sex ára reykjavíkurmær sem hefur aldrei komið nálægt búskap eða sveitasælu.

Nú ætti ég að fara að huga að því hvort ég á ekki nóg af kertum og stjökum til að fá smá rómantíska stemmningu á kvöldin svona til upplyftingar fyrir okkur hjónaleysin og reyna að lyfta upp skapinu svona þegar það fer að síga í daglegu stressi og rútíneruðu ferli sem fylgir vinna- éta -sofa- læra ferli vetrarins.

Ég ætlaði að hafa þennan pistil voða hressan og upplífgandi en það mistókst.
Gleðilegt haust öllsömul.

   (9 af 46)  
8/12/09 23:01

Regína

Mér finnst þessi pistill í góðu lagi. Gott haust sjálf!

8/12/09 23:01

Huxi

Sem forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska heimsveldisins, hef ég nú endurstillt Veðurvjelina á SUMAR og málað yfir HAUST stillinguna. Hún er hvort eð er algjörlega óþörf, nú á tímum hnattrænnar hlýnunar.

8/12/09 23:01

Garbo

Haustið hefur sínar bragðgóðu hliðar eins og uppskeru og nýtt kjöt en mikið vildi ég nú samt að sumarið væri aðeins lengra.

9/12/09 02:01

krossgata

Mér er alveg sama þó það komi haust og vetur ef veðrið er bara eins og það var í sumar.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.