— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/08
Í dag.... og þá

Áðan sá ég eina frábæra bíómynd og hún var svona fremur gamaldags, um ástina og leitina endalausu að hinni einu sönnu ást sem dugir að eilífu. Hún endaði líka þannig að þrautseigjan vann að lokum og parið gat sameinast,en það var með knúsi og litlum kossi, óskaplega rómantískt. Í dag þykir þetta kannski hallærislegt og teprulegt að vera ástfangin af sömu manneskju svo árum skiptir, það þykir líka frekar kjánalegt að vera væminn og tala opinskátt um tilfinningar sínar. En ég held að einhleypt fólk svona almennt sé orðið svo firrt að kapphlaupið um tímann sé allsráðandi, það hefur enginn tíma í neitt og allt þarf að gerast núna eða strax.

Kannski /vonandi er ég að tala um þröngan hóp af einstæðu fólki sem ég hef tekið eftir í kringum mig á þeim vefsvæðum sem ég stunda .

EN SAMT:

Í dag kynnist fólk nær eingöngu vegna einhverra spjallsvæða á netinu eða í gegnum vinnuna sína, að mér finnst.
Já , haugölvi á djamminu , þá hleypur oft á snærið hjá fólki.

Einusinni var fólk kynnt formlega í vinahópnum sínum og tókust þá kannski spennandi kynni með fólki og það fór saman í bíó, göngutúra, gefa bra bra brauð og borðaði saman , það varð að hittast undir fjögur augu til að kynnast, það var ekki sms eða msn eða e -mail eða neitt þannig þar sem hægt er að skrifast bara á.

Í dag þykir sjálfsagt að maður skipti um relationship status á fésinu ef það leikur minnsti vafi á trausti makans og það er rætt í commentakerfum síðunnar hver sé drullusokkur og skíthæll.

Það hefur kannski ekki breyst í gegnum tíðina, en alþjóð veit þá þrír vita er sagt og er það kannski ekki jafn lengi að berast út á meðal manna þegar samskiptatæki jafn öflugt og internetið er ekki til staðar.

Í dag þykir ekkert nema sjálfsagt að maður stundi skyndikynni útí vegakanti á bílnum sínum eftir að hafa addað einhverjum á msn korteri áður og svo ekki söguna meir.

Einusinni þótti það fásinna að hittast eingöngu til að fá að stunda munnmök með viðkomandi, koss var dýrmætur og ástarbréfin voru geymd einsog fjársjóður.

Kynlífsathafnir manna og kvenna snúast alltof oft í kringum webcam sex , símasex og tæki sem knúin eru með batteríum til að kynlífið geti talist áhugavert.
Kannski er það til bóta að möguleikar til að njóta kynlífs séu svona fjölbreyttir, en ég held samt að fólk missi sjónar á hvort öðru og fari þess í stað að keppa um að prufa sem flest svo það geti nú gert einsog í klámmyndunum.
Búningar, hjúkku, fanga, löggu og allskonar korsilett þykja jafn sjálfsagðir hlutir og það að bursta tennur og fara í bað áður en ástarleikir hefjast nema í dag er þetta allt rafrænt og þú getur verið eins illa lykandi og þér sýnist bakvið tölvuskjáinn að horfa á þann sem þú girnist í cam.
Í gamla daga þá var kannski ekki hirt mikið um að búa sig sérstaklega upp fyrir kynlífsleikina, það þótti aðalmálið að vera snyrtilegur og velllyktandi, en það var helst ekki verið a hafa hátt um aðferðirnar.

Í dag er allt orðið einnota, þú ferð út að skemmta þér og færð þér einn fola/gellu sem þér tekst kannski að lóðsa með þér heim og svo er bara einhver annar/önnur næst þegar á djammið er haldið.

Hvar er eltingarleikurinn við konuna sem þú elskar eða manninn sem þú þráir, hvar er spennan hvar er ástin, ég spyr nú bara einsog fávís kona, af hverju fær maður aldrei símhringingu lengur eða óvæntar heimsóknir, það er allt orðið svo stíft í raunheimum á meðan það má allt í netheimum.

Í dag er fólk orðið svo despó að því finnst í lagi að stunda bara eitthvað sem gæti kannski kallast kynlíf loksins þegar það nær einhverjum raunverulegum kontakt við mannveru undir fjögur augu og síðan er bara farið eitthvað annað og leitað að hinni sönnu ást eða hvað svo sem fólk leitar að nú til dags.

Já kannski er maður orðinn firrtur sjálfur og bitur, en ég óska að þessi þróun snúi til baka þegar fólk gat haldist í samböndum án þess að vera í einhverjum sápuóperuleik alla daga og geti í raun og veru lifað saman hamingjusöm til æviloka.
OG
Auðvitað þekki ég pör núna í dag sem lifa allt öðru lífi en það sem ég hef nefnt og auðvitað gengur allt vel hjá þeim, en mér finnst samt að maður hafi séð fleiri skilnaði heldur en hjónabönd sem hafa haldið í gegnum tíðina.
ÞESS VEGNA
Vona ég að þetta sé bara enn eitt innihaldslausa þvaðrið frá mér.

   (33 af 46)  
4/12/08 22:00

Galdrameistarinn

Mikið til í þessu hjá þér og því miður verð ég að segja.
Ég fyrir mína parta hef fengið hálfgert ógeð á þessu öllu saman og hef dregið mig út úr þessum skarkala lífsins og í raun nýt þess að lifa mínu einlífi áhyggjulaus á þessu sviðinu en neita því ekki að stundum óska ég þess að ég ætti kúrufélaga til að lúra með upp í sófa yfir góðri bíómynd, fara í göngutúra í góðu veðri og spjalla um lífið og tilveruna í leliðinni.
Er sjálfur ekki leitandi eftir kynlífi, skyndikynnum eða þeirri ,,spennu" sem því fylgir að finna bólfélaga í einnar nætur gaman enda finnst mér það bæði tilgangslaust og sóðalegt.

4/12/08 22:00

Grágrímur

Þetta með að velja sér maka haugölvi hefur mér alltaf fundist skondið, fólkfer ekki haugölvað og kaupir sér bíl eða jafnvel brauðrist, en þarna er það að velja sér manneskju sem það ætlar að eyða ævinni með... tölur um skilnaði eiga ekkert að koma manni á óvart í dag.

4/12/08 22:00

Finngálkn

Ég er bara alveg sammála þér Dula!

4/12/08 22:00

Jarmi

Gjörið það við aðra sem og þér viljið að aðrir gjöri yður.

4/12/08 22:00

Kiddi Finni

Góður punktur hjá Grágrími... en það fyrirfinnst örugglega fólk sem væri alveg til í svona gamaldags rólegt samband. Svona náttururæktað og heimabakað samband, ef likja má skyndikynni við skyndibita...

4/12/08 22:01

Þarfagreinir

'Rómantísk ást' er sjálfsblekking. Skilnaðir verða þegar veruleikinn ryður sér inn. Hinir 'heppnu' geta hins vegar lifað í blekkingu alla sinna ævi. Í þessu ríkja engin æðri lögmál, frekar en í öðrum þáttum lífsins.

Ekki það að ég voni ekki innst inni, eins og Dula, að þetta sér rangt. Hins vegar tel ég þetta vera þá kenningu sem passar best við staðreyndirnar.

4/12/08 22:01

Regína

Mér þykir þú segja fréttir Dula, mikið skelfing er ég gamaldags.
Rómatísk ást er reyndar ekki sjálfsblekking í sjálfu sér, en hún setur heilmikinn blekkingarfaktor í fólk, og hún er endanleg. Hvað þá tekur við er málið, og þá reynir á að þola lestina og líka við kostina.

4/12/08 22:01

Huxi

Að vera í langtímasambandi er þrotlaus vinna og röð málamiðlana, samningafunda og allskonar uppákoma. En ef þú býrð með manneskju sem fellur að skapgerð þinni, (og þín að hennar), þá er árangurinn að allri þessari vinnu það sem sumir kalla "Rómantísk ást".

4/12/08 22:01

Rattati

Þegar fólk kynnist þá á sér engin ást stað. Þetta er hrifning, mismikil. Ást á sér stað þegar fólk fer að kynnast eða á sér ekki stað. Þá hefur hjónaband oft komið til skjalanna. Í mínu sambandi hefur ýmislegt gengið á en við finnum það bæði núna að það er sönn ást sem er í gangi á milli okkar. Við fórum einmitt rólega í sakirnar þegar við kynntumst, létum sambandið þróast smátt og smátt...og það hefur skilað sér, að ég held. Nú er ér hamingjusamlega giftur og get satt að segja ekki hugsað mér lífið án - jújú - elskunnar minnar.

4/12/08 23:00

hlewagastiR

Í sumum tilvikum væri kynlíf mjög óáhugavert ef ekki ert notað tæki knúið batteríum, t.d. ef tækið er hjartagangráður og maður þarf að nota það.

5/12/08 00:00

Skreppur seiðkarl

Það þótti líka ágætt að skreppa niður að tjörn, taka upp hníf, gefa öndunum brauð og fara svo heim og snæða önd.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.