— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/11/08
Jóla pistillinn.

Eftir að hafa kvartað sáran í marga daga ´um ekkert jólaskap og enga nennu á svokölluðum status á svokallaðri andlitsbók þá tókst mér að ná mér í einhverskonar jólagír, ég las bara helling af jólakveðjum og því væmnari sem þær voru , því betra,ég hlustaði auðvitað á baggalútinn okkar kyrja sín lög og skreytti jólatréð með krökkunum, tók þátt í þorláksgeðveikinni í hringlunni og keypti seinustu pakkana þar að sjálfsögðu einsog venja er.

Ég sit hér í þeim bleika sem svo oft áður og tel mig bara nokkuð vel setta miðað við að í morgun þegar ég vaknaði þá var íbúðin mín á hvolfi og ég var ekki búin að finna jólamyndarskapinn minn sem er vel falinn allt árið um kring og líka stundum yfir jólahátíðina, ég hélt að þetta yrðu þannig jól að ég myndi bara sveifla fram konfektinu í dollunni og elda jólamatinn í náttsloppnum einum fata ofaní fjölskylduna um átta leytið á aðfangadag og láta allar hefðir lönd og leið í einhverjum dróma, fjölskyldunni til mikillar hrellingar.

En viti menn, ég skrölti hér fram í hádeginu eftir að múttan mín hringdi í mig til að þylja upp algjörlega gagnslausar staðreyndir sem ég var að vísu löngu búin að gleyma en það er önnur saga.

Ég kveiki á heimilisaltarinu og frá því hljómar akkúrat hið dásamlega lag Kósýheit par exelance, og viti menn, ég fer að dilla mér við þetta og fæ slíkan fítonskraft að ég fer að taka til í íbúðinni , eitthvað sem engri eðlilegri manneskju hefði dottið í hug að væri hægt að framkvæma á fastandi maga.

Ég tek barnaherbergið í nokkrum mjaðmahnykkjum og kem út með tvo ef ekki þrjá stútfulla ruslapoka af einhverjum afdönkuðum leikföngum og bréfum utanaf jólasveinaskógjöfum, barnaboxum og fullt fangið af óhreinum þvotti.
Moppa yfir og þetta er bara einsog í innlit útlit, ég get svarið það að hún þarna Margrét hvað sem hún heitir hefði bara skammast sín fyrir roluganginn við hliðina á mér.
Svona fór ég í gegnum alla skápa og kassa sem ég rakst á og hreinsaði almennilega til í allri óreiðunni , endaði með þvílíkt magn af drasli og dóti sem átti bara allsekki að vera inní íbúðinni minni og hafði með einhverjum dularfullum hætti safnast hér fyrir án þess að ég hefði gefið formlegt leyfi fyrir því.

Svo fór ég í kringluna með mínum ástkæra , ekki verðandi eiginmanni og afkvæmum hans, við skemmtum okkur prýðilega við að kaupa inn þessar örfáu gjafir sem eftir voru og fengum okkur svo fyrrvernadi makkdónalds á stjörnutorgi sem við skófluðum í okkur af áfergju.

Eftir vel heppnaðan dag sit ég nú , alveg sallaróleg, ég nennti bara ekki að stressa mig yfir þessum jólum, en ég er að hugsa um að stressa mig pínu yfir áramótunum, af því þau verða mikið skemmtilegri og frísklegri heldur en jólin.

GLEÐILEGA HÁT'ÍÐ ELSKURNAR MÍNAR
Takk fyrir allt ganalt og gott og hafið það sem allra best .

Jú ég hugsa að ég sé komin í svokallað jólaskap.

   (22 af 46)  
3/11/08 00:00

Upprifinn

Skál og GLEÐILEG JÓL.

3/11/08 00:00

Madam Escoffier

Gleðileg jól og stresslaus, ég myndi bara fara að stressa mig yfir páskunum, því ég hef eftir áræðanlegum heimildum að áramótinn verði bara skemmtileg. (Ég les í lauk hringi)

3/11/08 00:00

Dula

Úlllallllla já áramótin verða bara dásamleg og þeim eytt í góðra vina hópi, fjölskylda mjölskylda sko.... það verður ekkert fjölskylduboð hjá mér einsog til stóð, nei aldeilis ekki, ég slaufaði þeim hefðum fyrir frábært boð í góðra vina hópi... endilega kenndu mér við tækifæri að lesa í lauk, ég er svoddan sökker fyrir spáaðferðum allskonar [glottir einsog fífill og blikkar Maddömuna]

3/11/08 00:00

Huxi

Mikið er nú ánæjulegt að vita að jólin enduðu ekki í einhverju náttsloppakonfektsruglurúsi upp í þeim bleika. (Nóg hefur hann nú þurft að þola samt blessaður).
Og Dula; Ég óska þér og þínum hinna gleðilegustu jóla og alveg hroðalega gæfuríks árs...(ekki veitir af eins og ástandið er orðið). Mig langar líka að þakka þér öll samskiptin á liðnum árum og ég vona að þau verði áfram jafn skemmtileg og, ég tala nú ekki um, gáfuleg.

3/11/08 00:00

Dula

Kærar þakkir gamli, ég segi það sama við þig[knúsar Huxa óþarflega lengi]

3/11/08 00:00

Regína

Gleðileg jól Dula. Áttu nokkuð anti-andvökumeðal handa mér?

3/11/08 00:00

Regína

Eða and-andvökumeðal [klórar sér í höfðinu].

3/11/08 00:00

Kiddi Finni

Gleðileg jól o
g hyvää joulua
og zoriontsuak.

3/11/08 00:01

Bleiki ostaskerinn

Nú þekki ég þig sykurpúðarúsínurassgat. Gleðileg jólin og hressileg áramót.

3/11/08 00:01

hlewagastiR

Jólapistill er eitt orð.

3/11/08 00:01

Herbjörn Hafralóns

Gleðileg jól, Dula mín.

3/11/08 00:01

Þarfagreinir

Það hlaut að koma að þessu. Gleðilega hátíð!

3/11/08 00:01

Dula

Kærar þakkir, Hlebbi minn, mér er alveg sama[glottir jóla lega]

3/11/08 00:01

Galdrameistarinn

Gleðilega hátíð..

3/11/08 00:01

Garbo

Gleðileg jól.

3/11/08 01:02

Einn gamall en nettur

til hamingju!

3/11/08 03:02

Vladimir Fuckov

Vjer óskum yður hjer með formlega gleðilegra jóla þar eð þau eru eigi búin. Eftir að hafa lesið efstu orðabelgina virðist oss ástæða til að óska yður gleðilegra áramóta líka. Skál ! [Sýpur á fagurbláum jóladrykk]

3/11/08 03:02

Dula

[skálar í kóbaltbláum asnahalahanastélskokteil við forsetann]

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.