— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 5/12/09
Fatnaður kvenna

Margir eru yfir sig hneykslaðir á hefðbundnum klæðnaði múslimskra kvenna, þeim finnst þetta vera merki um kúgun og frelsissviptingu, finnst alveg fáránlegt að kona vilji ekki sýna líkama sinn og andlit eða hár. Aðrir hneykslast gríðarlega á því að nunnum sé bannað að klæðast venjulegum klæðnaði og svo er fólk sem sárvorkennir öllum afrísku konunum sem ekki eiga brjóstahaldara og verða að ganga hálf berrassaðar og berbrjósta útum alla gresjuna,

Mér finnst brjóstahaldarinn ekki þægileg flík en samt er ég í honum til að ég verði ekki síðbrjósta, persónulega finnst mér íþróttatoppur alveg dásamleg uppfinning .
Þar sem ég er nú heitfeng með afbrigðum verð ég að passa uppá að klæðnaðurinn sem ég er í andi og sé úr bómull annars er ég einsog snjóbolti í víti.

Nærhaldið má allsekki borast uppí það heilagasta því þá verð ég alveg hoppandi brjáluð. Og margar konur ganga í g-streng bara að gamni sínu sem eru nú oftast úr einhverskonar gerviefni sem er óþægilegt fyrir húðina.

Gallabuxur eru oftast það þröngar að það er erfitt að beygja sig niður til að reima skóna sína og þú ert einhver ofsatrúar ef þú leyfir þér að ganga um í síðu og víðu pilsi alla daga.

Þjóðbúningur íslanskra kvenna seinustu árin eru kvennahlaupsbolur og flíspeysa frá einhverju fyrirtæki eða samtökum og þessar flíkur eiga það sameiginlegt að vera víðar , síðar og þægilegar en engan veginn fallegar.

Afhverju ganga konur í hælaskóm, vill einhver útskýra þá hryllilegu pyntingu að reyna að djamma heilt kvöld á þessum pyntingartólum
ég er allavega ekki samkvæmishæf ef ég þarf að plampa um í þessum hryllingi heilt kvöld.

Sokkabuxur eru níðþröngar, óþægilegar, maður svitnar mikið undan þeim og ef þær síga niður þá fær maður nuddsár á innanvert lærið sem er alveg mjög vont.

Pils sem eru styttri en breitt belti. Það tekur því ekki að fara í þetta rusl.

Magabolir, koma beint frá satan.

Bikíní, það er varla hægt að komast sómasamlega niður rennibrautina í þessum skóreimum. Eða hafa hemil á kraftmiklum krökkum í þessu.

Ég legg til að við sem þurfum að hylja ljótuna , feituna, óeðlilegan hárvöxt um líkamann og föla húð notum þægilegan klæðnað sem hentar öllu vaxtarlagi og svo eru til sundföt í sama stíl.

Búrka og búrkini.... bara orðið er þægilegt.

   (11 af 46)  
5/12/09 21:00

dordingull

Sko! No.1 sleppir þú haldaranum þjálfast vöðarnir og þú verður síður og mun seinna síðbrjósta. No. 2-3 klæðnaður nær sem fjær er þvingar þig og meiðir, er ónothæfur. Sársaukaskynið er til að vara við hættu hlíddu slíkri viðvörun. No.4 Sá eina þá flottustu sem ég hef séð lengi útí búð um daginn. Hún var ívíðum jogging galla. Þröngar gallabuxur sem skerast uppí fram og aftur göt finnast mér eins ósexy og hugsast getur og það eina sem mér flýgur til hugar er: Þetta er nú ljóta fíflið.Get þó fyrirgefið unglingum sem "verða" að fylgja tískunni. Flísefni er viðbjóður! Framleitt úr úrgangs olíu og er eina efnið, sem ég sem hef ekki ofnæmi fyrir neinu, þoli ekki. Það væri gaman að vita hversu mörgum billjónum $ konur hafa spreðað út í gegnum tíðinna í háhæluðu pyntingsrtækin, hversvegna fer ég ekki útí að þessu sinni. "Nasty" sokkabuxur og míní pils getur verið flott og sexí samsetning beri konan það, ef ekki er hún bara eins og asnaleg mella. Magaboli veit ég ekkert um. Bikíní er skemmtilegur klæðnaður fyrir okkur strákana, en til að hylja líkama sem maður er óánægð(ur) með dugar ekkert. En hvað um það, skemmtilegur pistlingur!!

5/12/09 21:00

Offari

mér er sama hverju þú klæðist þú ert alltaf falleg.

5/12/09 21:01

Galdrameistarinn

Nöldurskjóða.

5/12/09 21:01

Grágrímur

Bara leggja þetta allt niður eins og það leggur sig...
Húrra fyrir nöktu kvennfólki!

5/12/09 21:01

krossgata

Ef þetta eru kostirnir í staðinn fyrir búrkuna skil ég vel að konur frá austurlöndum hristi höfuðið yfir heimsku vestrænna kvenna og smeygi sér bara í aðra búrku.

G-þveng hef ég ímugust á og háir hælar koma beint úr neðra og eru auk þess er slíkur skófatnaður almennt ljótur. Bíkiní eru náttúrlega ekki til neins brúkleg nema til að búa til rendur - sönnun þess að maður hafi sólbakað sig.

Þetta var einstaklega þarfur pistill, sem veitir tækifæri til að þusa um þetta drasl sem manni er boðið upp á. Mig vantar skó og er búið að vanta lengi. Það fæst ekkert nema háhælað ónothæft drasl um þessar mundir. Svo ég geng bara um á túttum.
[Blótar herfilega]

5/12/09 21:02

Billi bilaði

Ég legg til að það verði Búrku-skylda í Baggalútíu.
Getur Enter ekki fært allt kvenfólk hér í Búrkur?
Og kannski líka alla græna og gula.

5/12/09 21:02

Huxi

Djöss hva ég er heppinn að þurfa hvorki að klæðast né hafa skoðun á kvenfatnaði. Þetta er náttleg bara rugl...

5/12/09 22:00

Hvæsi

Hvort ætli eiginmenn myndu spennast frekar uppí rúmin yfir Kvennahlaupsbol og joggingbuxum eða flottum nærum frá Victoria Secret.
Konur, gerið ykkur til svo við nennum að skröltast á bak...

F.h Karlmanna
Hvæsi.

5/12/09 22:01

blóðugt

Ég geng ekki í g-streng og á ekki níðþröngar gallabuxur. Kvennahlaupsbol held ég að ég hafi aldrei komið í og flíspeysu hef ég ekki átt í ára raðir. Sokkabuxur fer ég aldrei í, hvað þá pils eða magaboli. Ég á eitt bikini sem var keypt á fylleríi í kaupfélaginu í Borgarnesi - það er afspyrnu ljótt og kostaði þúsundkall og það var bara farið í það einu sinni (síðar á fylleríinu) í heitan pott fullan af konum.

Ætli ég sé kannski ekki kona? Ég á nefnilega bara þægileg og smart föt sem klæða mig ágætlega miðað við allt og allt.

5/12/09 22:02

Villimey Kalebsdóttir

G-streng veldur sveppasýkingum hjá kvenfólki. O sei sei. Mjög góð útskýring á því.

Brjóstahaldarar eru leiðinlegir. Best að sleppa þeim. Ég geri það eins oft og ég get.

Skór eru leiðinleg uppfinning. Sérstaklega þessir með hælunum. Ekki get ég útskýrt það fyrir þér.

Ég á reyndar ekki þennan kvennahlaups-þjóðbúning. En ég á mikka-mús bol sem er rosalega þægilegur. Hann kemur í staðinn.

5/12/09 22:02

Kargur

Fræðið mig ófróðan; hvað er magabolur?

5/12/09 22:02

Villimey Kalebsdóttir

Bolur sem er nægilega stuttur til að sýna beran magann. Naflinn sést og niður að buxnastreng...

6/12/09 01:01

feministi

Orð í tíma töluð. Lang best væri ef við kæmumst upp með að lufsast berrassaðar með alla okkar líkamlegu reynslu sem hangir hér og þar á líkamanum. Það verður þó seint samþykkt og ef við létum það eftir okkur yrði okkur umsvifalaust smalað í svörtu Maríu.

6/12/09 01:02

krumpa

Hmmm....ég sem er alltaf í streng, haldara og hælum... Er með ofnæmi fyrir flís (án gríns þá þoli ég ekki áferðina á endurunnum plastflöskum) en samt nennir kallinn aldrei að skrönglast á bak... (sveppsýkingarreynsla mín er svo á þann veg að mér finnst hún frekar blossa upp í ömmunaríum úr bómull). Bara svona svo að þið vitið það. Innandyra eru samt flannelsnáttfötin alltaf best.

6/12/09 01:02

krumpa

EItt enn! Af hverju að hylja ljótuna og loðnuna? Þoli ekki þennan heilaþvott - vonlaust að lesa tímarit án þess að fá beint í æð sögur af megrunum, ráð um húðhreinsun og ,,hvernig á að líta út fyrir að vera yngri, grennri, ljóshærðari"... Erum við ekki bara fínar eins og við erum? Verð ekki vör við að feitir loðnir kallar láti neitt stoppa sig í að flagga berum bumbum á sólardögum. Fögnum ljótunni : tala nú ekki um núna - þegar efnahagurinn leyfir ekki megrunarpillur og kremkaup -- nú er það bara askan og sandurinn, beibí.

6/12/09 01:02

Regína

Talandi um búrkur. Ég var um daginn í múslimsku landi, konurnar voru í kuflum en ekki búrkum, karlarnir reyndar líka þó það væri annað snið á þeim. En ég gat ekki betur séð en fólkið væri fullklætt innanundir, og ég hefði ekki orðið hissa á g-strengjum og hælaskóm. Flís sá ég hins vegar ekki.

6/12/09 01:02

Dula

Uppáhalds klæðnaðurinn minn er hlírabolur af síðari gerðinni og náttbuxur sem eru víðar og þægilegar , ekkert annað með nema kannski teppi um mig. Ljótan og feitan, loðnan og slitin eru velkomin hér á heimilinu hjá betri helmingnum, honum finnst þetta allt saman æðislegt.... ég held að hann hafi aldrei lesið þessi kvennatímarit.

6/12/09 03:01

Texi Everto

Ullargullgrafaranærhaldasamfestingur með hnepptum botni er hinn fullkomni klæðnaður.

6/12/09 07:02

Bleiki ostaskerinn

Ég algjörlega elska háa hæla. Finnst þeir alveg meiriháttar og ekki það óþægilegir að það sé ekki þess virði að klæðast þeim. Níðþröngar gallabuxur eru ekki þægilegri en neitt, og þess vegna er ég meira og minna farin að klæðast kjólum og pilsum, enda eina vitið og passar vel við háu hælana.

Naríur sem smeygja sér upp í óæðri endann, þrátt fyrir nákvæm fyrirmæli um að vinsamlegast gera það ekki, eru einfaldlega frá Satani sjálfum, annað stenst ekki. En bikini þykir mér bara besta mál, eyddi líka fúlgu fjár í eitt þannig sett í fyrra, það kostar alveg sitt að finna eitthvað sem passar, tollir og er flott.

6/12/09 05:02

Aulinn

Tjahh, ég nenni nú ekki að kenna óþægindum um af hverju ég gangi ekki meira í "skvísu" fötum. Ég er hreinlega bara ekki með kroppinn í ýmislegt.

6/12/09 09:02

Þarfagreinir

Ég var í kvennahlaupsbol um daginn. Ég hélt meira að segja húsfund í honum.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.