— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/10
Hvar er draumurinn ?

Fyrir nokkrum árum þegar ég steig mín fyrstu skref hér inni þá fékk ég vinsamlega tilsögn og yndislegheit, hitti fullt af frábæru fólki sem flestir eru vinir mínir í raunheimum í dag, ég hef alltaf haft dálæti á húmornum hér og leikjunum og þá sérstaklega þar sem maður segir eitthvað fallegt eða ljótt um fólk, sem er auðvitað algjörlega dásamlegir þræðir og gott fyrir sálina að lesa þá reglulega yfir.

Þetta heimili mitt í netheimum hefur samt verið mengað og ég kem varla hér inn nema sjá skítahaugana eftir hið leiða tröll sem hefur eyðilagt þetta góða andrúmsloft hér inni með skítabombum og úrgangi sem ætla engan endi að taka.
Þetta er einsog að fá nýjan fósturpabba inná heimilið og hann situr í sófanum, drekkandi, reykjandi og bölvandi á nærbrókinni allan daginn þannig að við sem höfum haft þetta heimili sem öruggt skjól erum óörugg og hálf heimilislaus.
Í staðinn fyrir að koma heim þá förum við í kringluna (fésbók) og reynum að láta okkur líða vel þar, en þar þekkir maður ekki eins vel húmorinn og mörkin, fólk er þarna í kringlunni til þess eins að sýna sig og sjá aðra, veifa sínum tota og er kannski ekki að gera neitt nema njósna um náungann á fölskum forsendum.
Ég vildi auðvitað taka Pollýönnu á þetta og taka upp hanskann fyrir trölla sem á greinilega um sárt að binda og er kannski ekki alveg einsog við hin, en ég er ekki sú sem tek kúkinn í lauginni uppá mína arma, það á bara ekki að vera kúkur í lauginni. Ég vil fá að koma heim til mín og ekki þurfa að þola fnykinn af þessum aðskotahlut sem mengar allt með sinni nærveru.
Takk fyrir mig elskurnar.

   (4 af 46)  
2/12/10 23:00

Offari

Hér er ég.

2/12/10 23:00

Dula

Sæll Offi minn, hvað syngur í þér ?

2/12/10 23:01

Kífinn

Vel orðað og ekki er ég ósammála. Ætli hagvaxtarhugsjónin hafi þó ekki endanlega klippt hina klassísku vinstrimennsku úr kollum vorum.

2/12/10 23:01

Herbjörn Hafralóns

Ég er nú annálaður fyrir hógværð og séntilmennsku, en mér var orðið svo misboðið að ég missti út úr mér blótsyrði á einhverjum þráðum hér. Ég biðst hér með afsökunar á því. Gott rit hjá þér Dula.

2/12/10 23:01

krossgata

Ohh! Dula mín þú ert alltaf svo dásamlega gul!
[Ljó... gulnar upp]

2/12/10 23:01

Hvæsi

Frábær skrif Dula. Þú ert frábær.

2/12/10 23:01

Vladimir Fuckov

Þetta fjelagsrit er sannarlega hægt að taka undir.

[Tekur sjer krossgötu til fyrirmyndar og ljómar upp, að vísu eins og plútóníumljósapera]

2/12/10 23:01

hlewagastiR

Læk.

2/12/10 23:01

Dula

[hneygir sig ] Takk fyrir lesturinn.

3/12/10 00:01

Sannleikurinn

þeir sem geta ekki dreymt eiga ekki að tala um drauma og eiga að þegja þegar aðrir tala um þá.

3/12/10 01:00

Grýta

Orð í tíma töluð. Flott Dula!

(Mikið vildi ég óska að ég gæti krossað út innlegg Sannleikans)

3/12/10 01:01

hlewagastiR

Hvað fyrirsögnina varðar: Hann er á Rauðarárstíg.

3/12/10 01:01

Grágrímur

Er ekki búið að loka honum vegna eiturlyfja?

3/12/10 01:01

Dula

Það er búið að loka honum, því miður.

3/12/10 02:01

Huxi

Og nú er líka búið að loka fyrir skítatröllapabbann. Það er sko gott. [Grænkar upp]

3/12/10 10:01

Sundlaugur Vatne

[Fölnar upp] Er kúkur í lauginni?
Annars orð í tíma töluð, Dula.
[Býr sig undir að skipta um vatn í lauginni]

3/12/10 15:01

U K Kekkonen

Hér er ég og hjatanlega sammála.

4/12/10 02:02

Rattati

HAHAHA!!! KOMINN AFTUR!!!!

En gott rit Dula mín.

10/12/10 06:01

Dula

Takk elskurnar

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.