— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/08
Jóla hvað ?

Einusinni var ég sjúk í að opna jólapakkana og var með magapínu og sárlasin af spennu á aðfangadag fram eftir öllum aldri. Þegar ég eignaðist frumburðinn minn þá hafði ég ekkert verið neitt sérlega spennt fyrir jólunum í nokkur ár og alltíeinu átti ég jólin með kærastanum mínum og syni. Sonur minn er í dag einsog ég var þá, hann er ekkert sérlega spenntur fyrir einu eða neinu vegna ofdekurs að öllum líkindum.<br /> Litlu börnin mín eru ofdekruð hjá pabba sínum á jólunum og það er ausið í þessi börn allskonar gjöfum og dótaríi á meðan jóladagatalið er í gangi og á meðan jólasveinarnir tínast í bæinn og líka á aðfangadagskvöld og jóladag hjá hinni fölskyldunni og svo eru endalaus boð hingað og þangað fram að þrettándanum . Er eitthvað undarlegt að ég finni ekki jólin inní mér þegar ég sé að græðgin og sýndarmennskan stjórnar öllu.

Þegar ég var tíu ára fengum við systkinin að velja okkur jólaföt úr burda blaðinu og svo fórum við með mömmu í vouge til að finna heppilegt efni í fötin, svo sat mamma og saumaði næstu daga og talaði við sjálfa sig á meðan, það var alltaf kafsnjór og við vorum að reyna að hitta snjóboltum í flottu grýlukertin sem mynduðust á ógnarhraða niður úr þakskegginu og vorum svo skömmuð fyrir að borða þau .

Það var gaman.

Í þá daga horfðum við systkinin á barnatímann allan aðfangadag og jóladag enda var ekkert nema örstutt barnaefni á rúv og enginn átti video í minni fjölskyldu, við borðuðum fullt af konfekti, smákökum og allskonar gúmmulaði ( bara á jólunum) fórum í bað og klæddum okkur í fyrsta sinn í nýju fötin sem höfðu fengið að hanga inní skáp hjá mömmu og pabba síðan mamma kláraði að sauma þau og fengum síðan vel skreyttar gjafir frá ættingum okkar og vinum og það var þetta sérstaka andrúmsloft, þessi sérstaka lykt í loftinu og þetta sérstaka skap sem maður komst í, skrautið, ljósin í skammdeginu og allur þessi undirbúningur, laufabrauðsútskurður, smákökubakstur, piparkökurnar, seríur sem voru eldgamlar , alltaf hengdar upp í sama gluggann heima hjá ömmu, allt var í föstum skorðum og hefðirnar voru fastmótaðar. Við fengum ekki að snerta jólatréð eða kökurnar fyrr en það var kominn réttur tími og það var allt svo heilagt , við bárum virðingu fyrir öllu þessu gamla skrauti sem hafði alltaf fengið að hvíla á bómull í upprunalega kassanum allt frá því það hafði verið notað fyrst, við vorum smeyk við grýlu og leppalúða án þess að það væri gagnrýnt af einhverjum siðapostulum frá barnaverndarnefnd.

Það var hátíðlegt og fallegt að sitja klukkan sex á aðfangadegi við borðstofuborðið og hlusta á jólaguðspjallið í útvarpinu á meðan maður smakkaði á forréttinum sem maður fékk bara einusinni á ári.

Í dag fá börnin mín að horfa á eins mikið barnaefni og þeim nákvæmlega sýnist, það er meira að segja barnaefni há tannlækninum . þau fara í hagkaup og fara í krakkahornið og sjá barnaefni.

Hvað er spennandi við það í dag að hafa barnaefni í sjónvarpinu frá morgni til kvölds?

Sælgæti er eitthvað sem þau geta nálgast í sælgætisbarnum í öllum stórmörkuðum ef hann er í þeirra hæð og þau þurfa ekki að bíða neitt eftir sælgætinu í desember af því það flýtur útúr jóladagatalinu, skónum í glugganum og frá öllum smákökusmakkbörum og konfektsmakkbörum hvert sem maður fer að kaupa inn í matinn.

Er það eitthvað jólalegt ?

Ný leikföng er eitthvað sem börn fá í hverri einustu viku, þau eru að fá dót með hverri einustu skyndibitamáltíð og þau eru alltaf að leika sér að nýju dóti í skólanum, þau fara í heimsókn til vina sinna og fá þar að leika sér að dótinu þeirra, það þykir ekkert merkilegt í dag að eiga flott dót, eða nýjasta nýtt, það þykir bara eðlilegt að krakkar hrasi um draslið sitt inní yfirfullu herberginu sínu án þess að þau taki eftir því.

Vá hvað ég er komin með uppí kok af nýju dóti .

Föt og dvd myndir eru útum öll gólf eða hrúgað inní skápa og hirslur af því að það er ekki lengur pláss fyrir það, börn nú til dags eiga allt sem þau vilja, leika sér að því rétt á meðan þau eru að slíta það í sundur og svo er það komið undir rúm með öllu hinu sem verður hent í næstu hreingerningu.

Skemmtilegt?

Jólabaksturinn og laufabraðið fæst í hvaða sjoppu sem er í hvaða verðflokki sem er, öllum er skítsama hvort þetta er bakarísbrauð eður ei.

Ring any bells ?

Ljósadýrðin sem loftið fyllti hér áður fyrr er kölluð ljósmengun í dag og það er allt blikkandi og yfirdrifið í öllum litum heims, bara að það væri hægt að njóta þess að kveikja á kerti heima hjá sér í rólegheitunum , nei þá finnur maður ekki helvítis kveikjarann og þegar maður loksins finnur kertið þá er það ilmkertið sem lenti ofaní rúmfataskúffunni manns og maður er kominn með ógeð af þessari fýlu.

Týpískt ekki satt ?

Svo kveikir maður á útvarpinu og Jónsi gargar sig hásan um að jólin séu að koma í kvöld, ojjj ég fæ hroll, kannski ef maður er heppinn þá er ein útvarppstöð ekki með jólalag og þá eru það bara jólaauglýsingarnar sem eru að gera mann geðveikan, prufaðu hitt og þetta í matinn á jólunum, eða þetta og hitt er tilvalið í skóinn, skatan er komin, jólalandið er opið , jólasýning í smáralind, jólasveinninn kemur í IKEA að láta taka myndir af sér með börnunum..... KRÆST !

Er maður orðinn leiður eða hvað !

Svo hrúgast ruslið og dreifiritin innum lúguna hjá manni og það er allt orðið rándýrt en samt alveg hrikalega ómissandi, ef maður dirfist að ætla að föndra jólagjafirnar þá er manni klappað vinalega á öxlina einsog maður sé fimm ára.

Hátíðlegt my ass!

Hvað varð um jólaskapið mitt eiginlega?

Ég ætlaði að skrifa einhvern ægilega nostalgíulegan pistil , verða voða væmin og hjartnæm um hvað jólin í minni æsku voru undursamlega rómantísk.

Svo birtist þetta pistilsskrímsli !

   (23 af 46)  
2/11/08 17:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Takk fyrir þessa kjarngóðu & krassandi hugvekju. Flest af þvi sem þarna stendur er einsog talað útúr mínu hjarta.

Gleðilega hátið, samtsemáður !

2/11/08 17:00

Dula

Takk fyrir sömuleiðs Znati minn .

2/11/08 17:00

Grágrímur

http://www.youtube.com/watch?v=8MfbR7JAzSo

Trodduussu bara... [glottir eins og fífl]

2/11/08 17:01

Upprifinn

æji já.
gleðileg jól.

2/11/08 17:01

krossgata

Var þetta ekki 2007? Ég hélt að einmitt núna væri til dæmis voða mikið inn að föndra, prjóna og eitthvað svona gamaldags!

2/11/08 17:01

Texi Everto

Ég gef alltaf handsaumaðar hnakkábreiður í jólagjafir.

2/11/08 17:01

Dula

Já alltílagi að föndra ofaní ömmurnar og afana, en þegar kemur að blessuðum unglingnum eða börnunum þá fer allt í háaloft ef maður ætlar að gera eitthvað öðruvísi en vanalega .

2/11/08 17:01

Bleiki ostaskerinn

Ég held að ég sé undarlega gamaldags miðað við aldur. Mér áskotnuðust nú fyrir jólin messing stjörnur með svona einni ísskápaperu, eitthvað sem mun eflaust alltaf vera til og í lagi, og þær eru bara dásamlega fallegar, í sama stíl og amma átti þegar ég var krakki.
Ég höndla ekki blikkandi seríur, ég væri ekki hissa ef þær yllu geðsjúkdómum.
Ég baka allar mínar smákökur og þó ég bjóði aðeins uppá þær í aðventunni þá eru þær að mestu geymdar til jóla. Ég er farin að útbúa mitt eigið laufabrauðsdeig frá grunni, ekkert keypt júnk á þessum bæ og í ár sauma ég jólakjólinn minn.
Mér finnst ég gæta hæfilegs hófs í gjafakaupum, og handskrifa jólakortin mín (þó ég föndri þau ekki sjálf)

2/11/08 17:01

Regína

Veistu það Dula, ég má ekki vera að því að segja neitt því það er svo mikið að gera hjá mér. Sé til á morgun.

2/11/08 17:01

Kiddi Finni

Til þess að væri einhver hátíð, verður að vera munur á milli hátiðarinnar og hversdagsleikans. Og overður að hafa fyrir hlutina. Íslenska konan min er að baka smákökur, ég ætla í skóginn að ná í jólatré og kaupi fisk á útimarkaðnum til að grafa og leggja í. Og ég les jólaguðspjallið upphátt áðuren er gengið til borðs á aðfangadagskvöld. Já, ég er mörgu leyti alveg hrikalega gamaldags og lúterskur. En hinir mega alveg hafa eins og þeim best sýnist.

2/11/08 17:02

Línbergur Leiðólfsson

Einmitt það sem ég vildi sagt hafa!
Jólin eiga að vera skemmtileg tilbreyting út frá hversdagslífinu í síðustu viku ársins! Ekki kvöð, kvöl og pína síðustu tvo mánuði ársins!

2/11/08 17:02

Regína

Jæja, dagurinn að kvöldi kominn, og ég hef varla verið neitt heima. Það kemur jólunum reyndar lítið sem ekkert við, þetta er bara einn af þessum dögum.
Nú ætti ég að tjá mig um jólastress, en ég nenni því ekki. Ég er búin að sjá svo margt sem fór, fer, eða gæti farið í taugarnar á mér varðandi jólahald, og er sífellt rólegri yfir þessu öllu (þangað til um miðjan aðfangadag þegar "allt" er eftir). Mér finnst þessar desemberannir nefnilega bara skemmtilegar.

2/11/08 18:00

Huxi

Þessi pistill er alveg eins og skrifaður úr mínum huga. Svo þegar við bætist að Guð er ekki til, þá er orðið erfitt að finna hjá sér einhverja knýjandi þörf til að standa í þessu jóla stússi. Það kemur helst til greina að halda upp á sólrisu og endurnýjun sólargangsins. Og hægt er að hafa hátíðarhöldin með öfugum formerkjum, sleppa óhófi og jólabruðli, en einbeita sér að kjarna hlutanna. Að gleðja börnin sín og huga að þeim sem hafa það verra en maður sjálfur er alltaf gott. En að standa í bökunar- þrifnaðar- skreytingar- og gjafabrjálæði er ekki lengur fyrir mig. Það er nóg að standa í því hinar 50 vikur ársins...

2/11/08 23:02

Villimey Kalebsdóttir

Ó Jólin.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.