— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Sálmur - 3/11/10
Jólaannáll frá höllinni.

Oft eru þjóðhöfðingjar og svoleiðis hyski með einhverskonar tölu á þessum hátíðisdögum og maður sér oftar en ekki í gegnum þá þegar þeir reyna að ljúga uppá sig allskonar góðverkum og hamingjusamlegum áætlunum. Nú ætla ég að taka smá einræðisherra á þetta, góða skemmtun.

Einsog allir vita þá er ég búin að vera alveg einstaklega dugleg að kíkja við hér innum almúgann allt árið og mun verða enn duglegri að koma með allskonar yndislegheit á næsta ári.

Hér í höllinni minni er allt orðið skreytt og dekorerað með fínheitum, einkaþjónarnir mínir og þjónarnir þeirra hlaupa olíulöðrandi um á lendaskýlunum til að verða við minnstu ósk minni og jafnvel hinstu óskinni líka.

Hér svigna borðin af kræsingunum og vínber í fljótandi og föstu formi eru allsráðandi sem tákn allsnægta.

Krakkakvikindin eru kyrfilega bundin við næstu súlu svo þau séu ekki að skemma neitt og látin fá fjarstýringu af einhverjum tölvuleik svo þeim takist að halda kjafti rétt á meðan jólahátíðin gengur í garð.

Í jólapökkunum þetta árið eru svo gersemar sem enginn getur verið án, bóndinn fær auðvitað kóbalteldflaug með innbyggðri tímavjel en það má auðvitað ekki segja honum það alveg strax, hann er svoddan krúttubolla þar sem hann situr núna í bleika rókókósófanum með kóblatbláan asnahalahanastélskokteil í annari hönd og heldur honum þétt að viðbeini sínu.

Madam Escofier sem er hirðkokkurinn er búin að töfra fram þessar kræsingar á borðunum hér einsog þið sjáið fær glænýtt baguette til að berja í hausinn á aðalöndinni sem ryðst hér inní tíma og ótíma til að tuða, hann fær líka glænýja pönnu í andlitið í tilefni hátíðanna svona á meðan baguetteið er ekki orðið nógu hart til að hann fatti að það er verið að berja hann en ekki fæða hann á því.

Nú aðrir gestir hallarinnar bíða spenntir og vil ég benda á að þetta er ekki leikvöllur, það er bannað að renna sér niður handriðið nema maður skaki sér almennilega fyrst maður er byrjaður á þessum ósóma, það geri ég allavega .

En ég óska ykkur yndis og unaðar á þessari hátíð og ég bíð spennt eftir leyninúmeri kvöldsins honum Elvis sem ég fékk nú bara spes sendan hingað heim af því að einsog allir vita þá er maðurinn sko allsekki dauður úr öllum æðum.

Knús í hús öll sömul.

   (2 af 46)  
3/11/10 00:01

Billi bilaði

Gleðlilegt jól.

3/11/10 00:01

Upprifinn

Gleðileg jól og skál.

3/11/10 00:01

Heimskautafroskur

¡Feliz Navidad!

3/11/10 00:01

Vladimir Fuckov

!Lój geliðelg - láks!

3/11/10 00:01

Madam Escoffier

< Lítur upp frá pottunum, potar í aðalöndina í ofninum og ræskir sig>
Gleðilega hátíð.

3/11/10 01:00

Regína

Gleðileg jól Dula mín. <Fær sér vínber>

3/11/10 01:01

Huxi

Gleðileg jól.

3/11/10 01:01

Offari

<Rennir sér niður stigahandriðið>

3/11/10 03:00

krossgata

Skál!
[Dreypir á asnahanahalastéli]

3/11/10 05:01

Dula

Skál elskurnar.

3/11/10 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Gleðileg jól elskan.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.