— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/07
Afsakið mig.

Sá leiði atburður átti sér stað í morgun að húsmóðir í grafarvogi steig aðeins of vitlaust fram úr rúminu og sá sig tilneydda til að ganga berserksgang á internetinu.

Sú kona sem þetta ritar er ekkert að gráta félagsritin sem slík, en sér óskaplega eftir öllum orðabelgjunum sem skoluðust út með þeim.
Ég bið ykkur afsökunar sem hafa hingað til skrifað samviskusamlega undir félagsritin mín og hafið skapað afskaplega skemmtilegar umræður.

Ég vona að glugginn á herberginu mínu verði vel lokaður svo ég detti ekki útí garð aftur.

   (46 af 46)  
6/12/07 10:01

hlewagastiR

Ég botna ekkert í svona hegðun.

6/12/07 10:01

Billi bilaði

<Þorir ekki að mæra Dulu í kvæði hér því að það yrði eflaust ekki ódauðlegt>

6/12/07 10:01

Vladimir Fuckov

[Færir Dulu sjersmíðaða, sjerstyrkta gluggahlera úr kóbalti]

6/12/07 10:01

Regína

Þú ert nú varla hætt að skrifa Dula, og vonandi er Skrabbi hættur að taka einstaklinga fyrir.
Eitt skipti eða tvö getur hver maður þolað, en einhvers staðar eru takmörkin.

6/12/07 10:01

Dula

Já satt er það Regína. ég er búin að gúggla þetta allt og orðabelgirnir standa allir óhreyfðir í cache eða hvað sem það kallast .. þá er bara að grenja pínulítið í Enter og vona að hann geti kippt þessu í liðinn.

6/12/07 10:01

Aulinn

Þetta gerist. Sjálf hef ég eytt nokkrum ritum. Þá aðalega vegna kjánahrolls og þeirri staðreynd að ég skammaðist mín fyrir nokkur þeirra.

6/12/07 10:01

krossgata

Ég tel víst að þetta sé allt fótboltanum að kenna og hefur skapast örar óreiða í alheiminum en hárfínt þol húsmæðra í Grafarvogi þolir - í kosmísku samhengi. Þú verður líkast til að gæta sérstaklega að þér á meðan á EM stendur.

6/12/07 10:01

Dula

Já EM er rót alls ills.

6/12/07 10:01

Galdrameistarinn

Sammála.
EM er uppfining djöfullsins til að afegleiða mannkynið og eyða heiminum í ragnarrökum hvar sálirnar verða hans á endanum.

6/12/07 10:01

feministi

Skammastín!

6/12/07 10:01

bigginn

Mér skilst að þeir spili eingöngu þythokkí í himnum. Kölski fékk víst aldrei að vera með. Hann kom því til heljar og stofnaði fyrsta fótboltaliðið, BFC (Belsebúbb fútballklúbb). Jahá, börnin mín góð, þannig byrjaði þetta nú allt saman. [Brosir upp að enni]

6/12/07 10:01

Jóakim Aðalönd

Ekkert mál Dula mín. Ég eyddi mínum félaxritum um daginn og sé sko ekki baun í bala eftir þeim. Um orðabelgina er mér slétt sama.

Líttu bara á þetta sem nýtt upphaf.

6/12/07 10:02

Salka

<Grætur horfin félagsrit>
Til hamingju með fyrsta félgasritið, sem er vonandi upphafið að nýrri byrjun. Megi mörg og góð fylgja í kjölfarið.
<Knúsar Dulu>

6/12/07 11:00

Kargur

Eru þau ekki flest lítið brengluð hjá Skrabba?

6/12/07 11:00

Upprifinn

Dula þú hefur eytt nokkrum orðum en haltu bara áfram að skrifa.
Skrabbi er leiðinlegt en ekki þú.

6/12/07 11:01

Jarmi

Einn daginn munu fornleifafræðingar framtíðarinnar grafa þetta blessaða Gestapó upp úr rústum Gagnvarpsins og þeir munu álykta sem svo að hér hafi búið gjörsamlega snargeðveikt fólk. Það er að segja ef þeir skilja íslensku, sem verður útdauð.

6/12/07 11:01

Jarmi

Post scriptum.
Ég hata reykskynjara sem halda að beikon sé eldur.

6/12/07 11:01

Billi bilaði

Var ekki einmitt í fréttum í morgun að þjóðskjalasafnið (eða einhver álíka stofnun) væri búin að safna gögnum af síðum sem enda á púnktur is síðan 2004?
Ætli við séum orðin þjóðmenning? <Klórar sér í höfuðstafnum>

6/12/07 11:01

Dula

Almáttugur minn, þetta er kannski komið á bókasafnið [glottir]

6/12/07 11:01

Billi bilaði

Getur Hexia ekki flett þessu upp?

6/12/07 11:02

Dula

Örugglega.

6/12/07 11:02

Günther Zimmermann

Það er landsbókasafnið sem á að safna íslenzkum heimasíðum. Hvort það er raunhæft markmið er umdeilanlegt, mín skoðun er ljós, sbr. nýlegt fjelagsrit mitt: http://www.baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=1821&n=6 737
Því getur Dula huggað sig við að allt sem hér er ritað er hvort eð er ritað í sandinn og mun fyrr en seinna mást út.

6/12/07 11:02

Huxi

Dula mín. Mikið er þetta leiðinlegt. Ég sem ´+atti eftir að kryfja til mergjar félaxrit þitt um trúarbrögðin og einnig áttti ég eftir að lesa slatta af gömlu ritunum þínum. Það er líka algjörlega út í hött að láta einhvern andskotans drulludela og buxnaskjóna, eins og þetta Skrabba skítakvikindi, komast upp með að eyðileggja fyrir manni daginn. Og ég verðað segja að mer fannst það ekki sniðugt hjá Sölku að vera að hrósa útúrsnúningnum á riti þínu. Það á ekki að líða það að félaxrit séu tekin og skrumskæld. Ekki má breyta húsum sem arkitektar hafa hannað gegn þeirra samþykki og það þó að húseigandinn sé búinn að kaupa húsið með teikingum og alles. Nei hugverkið er höfundarréttarvarið og mér finnst það lágmark að fólk sýni hvort öðru þá lágmarks kurteisi að viðhafa þær sömu reglur hér varðandi afbökun félaxrita.
Ég vil því biðja þig að reyna að redda þessum ritum til baka með öllum ráðum, (lesist; grátir í Enter og beitir hann kvenlegum klækjum), og huxir þig tvisvar um áður en þú lætur skapið hlaupa með þig í einhverja vitleysu

6/12/07 11:02

Salka

Kæri Huxi og kæra Dula.
Ég skal endurbirta orðin mín þar sem ég "hrósaði" Skrabba fyrir stælingu á ritum Dulu. Hver má hafa sína skoðin, þannig er nú bara það.
En ef orð mín hafa verið það illa grunduð hjá mér, að þau leiddu til þess að Dula eyddi sínum félagsritum, þá þykir mér það afskaplega leitt.

6/12/07 11:02

Salka

Hér eru orð mín við félgasrit Skrabba.

"Það sem mér finnst er........
Skrabbi flottur að grípa rit sem er auðvelt að snúa upp í andhverfu sína. Skipta út orðunum karl og kona.
Sjáiði bara muninn! Mér finnst þetta í flott og vel gert og kemur mínum einföldu heilasellum til að taka U-beygju.
Töff!
Það er samt eitt, sem ég er að spá í Skrabbi.... getur þú gert eitthvað án Dulu?
Er Dula kveikjan að allri hugsun þinni?
Heppinn ertu, því Dula skrifar virkilega læsileg rit.
Ég skora á þig að koma með eitthvað frá sjálfum þér. það væri ekki verra að fá útskýringu á stælingu þinni á ritum Dulu.
Þú ert góður, ég fer ekkert ofan af því.... En hvernig væri ef þú segðir, svona almennt frá lífinu og tilverunni frá þínu sjónarhorni?"

6/12/07 12:00

Huxi

Salka: Finnst þér það í lagi að taka annara félaxrit og skrumskæla þau og snúa útúr.
Ég er ekki svo viss um að þú yrðir sérlega ánægð ef einhver ódámurinn færi að hræra í Stikluvikunum þínum. Það er stundum betra að máta sig í annarra spor áður en maður fer að mæla svona skemmdarverkum bót. Ég veit það að þó sumum finnist félaxritun vera léttvægt gaman sem engu máli skiptir, þá eru þeir fleiri sem eru að leggja hluta af sér og sinni persónu í sín skrif og það ber að virða... Skilyrðisalaust.

6/12/07 12:00

Salka

Ég virði skoðun þína Huxi, fullkomlega.
Það sem ég benti Skrabba á, var að koma með sína sýn, þó mér hafi þótt flott að breyta um orð í riti Dulu. Það er líka sýn útaf fyrir sig.
Ef ég er ein um þessa skoðun þá er ég alveg til í að halda henni kyrri fyrir mig og sleppa því að opinbera hana.
Það má vel vera að mér muni líka það illa að einhver skrumskældi verk mín, en vonandi, ef svo verður mun mér finnast það fyndið.

6/12/07 12:00

Einn gamall en nettur

Málið er nú víst það að þetta var ítrekað gert við rit Dulu. Kannski sniðugt einu sinni en þegar Dula getur varla lengur skrifað félagsrit án þess að Skrabbi komi og skrumskæli það þá er þetta bara orðið að einelti.

6/12/07 12:00

Einn gamall en nettur

Annars þá var ég nú þekktur fyrir það einu sinna að stríða alltaf stelpunum sem ég var skotinn í.

6/12/07 12:00

Salka

Það er rétt hjá þér gamli, þess vegna skoraði ég á Skrabba að koma með eitthvað frá sjálfum sér.

6/12/07 12:00

Billi bilaði

Huxi, ég hef haft mjög gaman af því þegar einhver hefur nennt að „skrumskæla“ mín verk. Það bara gerist voða sjaldan. Ég skil líka að það þyki ekki öllum gaman.

6/12/07 12:00

Dula

Huxi minn, ef þig langar að lesa eitthvað af þessum úrvalsfélagsritum sem ég hef skrifað þá get ég sent þér, að vísu án orðabelgjanna sem komu á eftir sem voru all skemmtilegir, og eftir trúarfélagsritinu þá var kominn þessi dýrindis laumupúkaþráður og Billi var búinn að semja ljóð og ég veit ekki hvað og hvað.
Það finnst víst ekki lengur í gúgglinu en ég reyndi að komast yfir allt of bjarga því sem ég gat.
Þú færð einkaskilaboð með þessari dýrindis langloku minni ef þú hefur áhuga.

6/12/07 12:01

Skabbi skrumari

Ég vona enn og aftur að fólk haldi ekki að Skrabbi sé mín afurð... þó hann hafi verið að skrumskæla...
[Fer að skæla]

6/12/07 12:01

Dula

Nei ég hef nú aldrei haldið að hann væri undan þér kominn, enda hefur þú Skabbi töluvert betri og meiri hæfileika til að bera. en hann Skrabbi

6/12/07 12:01

Regína

Billi hlýtur að hafa geymt ljóðið. Ég trúi ekki öðru.

6/12/07 12:01

Billi bilaði

Það er þá ekki rétt merkt hjá mér, því ég finn það ekki eftir leitarorðunum „Dula“ eða „Félagsrit“. <Dæsir mæðulega og klórar sér í höfuðstafnum>

6/12/07 12:01

Dula

Ég finn ekki trúarlanglokuna mína í gúgglinu heldur. Kannski maður fari á bókasafnið.

6/12/07 12:02

Jóakim Aðalönd

Það er allt í lagi að taka annarra félaxrit og snúa út úr, skárra væri það! Ef það mætti ekki, væri varla til mikið grín í heiminum yfir höfuð...

6/12/07 13:00

Dula

Já Kimi minn, annara manna.. ekki kvenna [glottir]

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.