— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/06
Ofurlaun

Bara svona smá pæling.

Nýlega hefur skotið upp kollinum umræða um ofurlaun bankastjóra á Íslandi. Ég ættla nú ekkert að fara að fetta fingur út í þetta sem slíkt en í einu er ég að spá, hvað gera þessir menn með alla þessa peninga. Sá sem fær hæstu launin fær víst 65 millur á mánuði. Það þýðir í kringum 40 millur eftir skatt. Í hvað eyðir maður 40 millum mánaðarlega? Auðvitað er hægt að kaupa sér bíl, já eða slatta af bílum. T.d gæti viðkomandi keypt sér nýjan ódýrann smábíl daglega. Spurning hvað maður hefði með 30 KIA Piccanto bíla að gera. Svo verða menn að eiga hús og sumarhús og hraðbát og hjólhýsi og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held samt að ég ætti í erfiðleikum með að koma öllu þessu fé í lóg.

Ef einher bankastjórana á í erfiðleikum með þetta, þá er ég alveg til í að veita honum aðstoð. Þá að sjálfsögðu gegn góðri greiðslu....

   (45 af 97)  
9/12/06 05:01

Galdrameistarinn

Ég er alveg tilbúinn að hjálpa þeim að koma þessu í lóg og tek ekki krónu fyrir.

9/12/06 05:01

Ívar Sívertsen

Ég skal alveg hjálpa ykkur að eyða líka.

9/12/06 05:02

Offari

Er engin bankastjórastaða laus handa mér?

9/12/06 05:02

Grýta

Það er skömm og skítalykt af þessum háu launum.
Eins og þú segir verða menn í vandræðum með að nota þessi laun sín, nema þá til að verða enn ríkari.
Bilið breikkar stöðugt á milli fátækra og ríkra.
Þeir ríku virðast ekki hafa þroska til né áhuga á að fjárfesta í almannaheill, svo sem skólum, sjúkrahúsum eða samgöngum.
Nei, nei. Verslun og viðskipti með hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa það sem markmið að selja vörur á okurverði, er það eina sem þeir hafa áhuga á svo þeir græði sem mest á sem stytstum tíma.
Þeir kunna ekki einu sinni að skammast sín, þau siðlausu svín.

9/12/06 05:02

krossgata

Það væru nú ekki nokkur vandræði fyrir þessa menn að koma peningunum í lóg ef þeir til dæmis gæfu hluta til fátækra, sjúkra og svona hér og þar þar sem neyð er.

9/12/06 06:00

Jóakim Aðalönd

Ástæðan fyrir því að þessir menn eiga svo mikið er einmitt sú að þeir gefa ekkert til fátækra, sjúkra...

Alla vega gef ég ekki krónu!

9/12/06 06:01

Upprifinn

En hvar í andskotanum finna þessir millar hvata til að vinna áfram. Ég mundi hætta og leggjast í leti eftir sirka einn miljarð.

9/12/06 06:01

Hvæsi

Og við höldum áfram að láta þessa dóna ríða okkur aftanfrá með FIT kostnaði og himinháum vöxtum.

Og okkur er alveg sama.
Bankastjórinn hlær að landanum í einkaþotunni sem hann fékk fyrir blóðvextina okkar.

9/12/06 06:01

Regína

Iss, þið öfundið mig bara.
Þið létuð ekki svona ef þið væruð í sömu aðstöðu.

9/12/06 06:01

krumpa

Hefur einhver hér hætt í viðskiptum við KB-banka eftir að þessar fréttir komust í hámæli? Varla, það er bara tuðað og rausað. Sjálf geymi ég peningana undir koddanum.

9/12/06 06:01

Upprifinn

ég skulda engum nema litlum sparisjóði úti á landi og íbúðalanasjóði sem er líka úti á landi. það mundi aldrei hvarfla að mér að stunda viðskipti við glæpafélag eins og KB banka banka eða hvað sem hann nú heitir.

9/12/06 07:00

Hjálmlaug Fífilsdóttir

Eru ekki hreðjatólin á þeim bara svona lítil að þeir verða að monta sig á því hvað þeir hafa í laun?

Það er allavena komin ein skýring á þessum geðbiluðu vöxtum sem maður er að borga af lánunum sem maður er með.

9/12/06 07:02

Vímus

Ég tek undir með Upprifnum. Hvað í andskotanum rekur þessa gírugu hrokagikki áfram i endalausri græðginni?. Það sama er að segja um svar Krossu. Ef ég hefði yfir slíkum auðæfum að ráða sem ég gæti ekki með nokkru móti komist yfir að eyða í eigin neyslu (Þó töluverð sé hún reyndar) Þá gæti ég ekki hugsað mér skemmtilegra ævintýri en þvælast um heiminn og byggja upp heilu þorpin og atvinnuvegina þar sem ekkert er annað en eymd og volæði. Það hlýtur að veita manni meiri gleði en að vakna á hverjum degi og byrja á því að kanna hve margar milljónir hafi bæst í sjóðinn meðan maður svaf á sitt græna eyra.

9/12/06 08:00

Jóakim Aðalönd

Sjáið bara mig. Ég er auðkýfingur og nota það til að ferðast um heiminn þveran og endilangan...

9/12/06 09:02

Hexia de Trix

[Horfir nístingsaugum á Jóakim] Og hvar eru svo þorpin sem þú hefur verið að byggja upp af góðmennsku þinni, ha?

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.