— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/06
Ó guð vors lands......

Er fólk búið að glata húmornum?

Yfir flestu getur fólk nú nöldrað tuðað og jafnvel farið út í að kæra. Nýjasta dæmið er kæra sem nú vofir yfir meðlimum Spaustofunar fyrir að hafa snúið aðeins útúr þjóðsöngnum. Ég sá þetta atriði og fannst það bara ansi sniðugt. Skemmtinlega mikil háðsádeila á álæðið sem virðist vera að heltaka ansi marga hér á landi.... Sem tilbiður Alcan og deyr he he. Bara snilld. En það er víst lögbrot að snúa útúr þjóðsöngnum.

Persónulega þá finnst mér þjóðsöngurinn alveg meiga við smá útúrsnúningi. Hann er þunglamalegur og örðugur að syngja, enda spannar hann tvær áttundir. Ef fólki er eitthvað að blöskra hvað þeir eru að gera í Spaugstofuni þá ætti þeir hinir sömu annað hvort að sleppa því að horfa, eða bara ganga í klaustur......

   (48 af 97)  
4/12/06 02:02

krossgata

Það er líkast til sama hvað manni finnst. Þjóðsöngurinn er varinn með lögum. Annars hef ég verið að velta fyrir mér hvað þjóðsöngurinn er.
Er lagið við sálminn Ó, Guð vors lands þjóðsöngurinn - þá án textans? Er sálmurinn Ó, Guð vors lands þjóðsöngurinn ef hann er fluttur án undirleiks? Er það bara þjóðsöngurinn ef hvoru tveggja er flutt saman? Er þetta skilgreint einhvers staðar?
.
Mér hefur svo alltaf fundist skrítið að sálmur, Guði til dýrðar, en ekki landinu, saminn upp úr einum Davíðssálminum sé þjóðsöngur. Mér finnst að það eigi að vera einhver þjóðrembutexti sem þjóðsöngur og hef lengi verið á því að skipta eigi um þjóðsöng.

4/12/06 02:02

Útvarpsstjóri

Ég er á þeirri skoðun að fók eigi að sýna þjóðsöngnum, þjóðfánanum og skjaldarmerkinu virðingu.

4/12/06 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þjóðsöngurinn er ofstækistrúardella með rasistísku ívafi og smileys
passaði betur sem skjaldamerki þjóðarinnar

4/12/06 02:02

Jarmi

Mikið rétt Nermal. Auðvitað ættum við að hafa rétt til að gera grín að hverju sem við viljum. Múhammed, Jesú, fánanum, þjóðsöngnum, Ólafi Ragnari og mömmum okkar.

En lög eru lög og með lögum skal land byggja. Viljum við sem þjóð gefa skotleyfi á þjóðsönginn þá skulum við andskotast til að breyta lögunum. Fram að því skal kæra alla sem brjóta þessi lög.

4/12/06 02:02

Jóakim Aðalönd

Það er kominn tími á nýjan þjóðsöng. Krossgata bendir réttilega á að þessi volaði söngur er lofsöngur um guð; ekki Ísland. Það er landið sem sameinar okkur sem þjóð; ekki einhver himnadraugur sem enginn getur sannað að sé til.

4/12/06 02:02

Dexxa

Fólk hefur algjörlega tapað skopskyni sínu, maður má ekkert gera lengur..

4/12/06 02:02

Jarmi

GiR.. hin skoplega; þessi lög eru ekkert ný af nálinni. "Gera lengur" vísar til þess að þetta sé eitthvað nýtt undir sólinni. Það er það ekki. Það hefur alllengi verið bannað að gera grín að þjóðsöngnum.

4/12/06 02:02

Regína

Rétt hjá Jarma, sammála Útvarpsstjóra. Engin þjóð með sjáfsvirðingu leyfir að þjóðtáknin séu niðurlægð. (Spurning hvort þetta var niðurlæging hjá spaugstofunni).

Mér finnst óþarfi að skipta um þjóðsöng, en ef það yrði gert, ekki hið væmna Ísland er land þitt í staðinn.

4/12/06 02:02

Hakuchi

Auðvitað á að fangelsa Spaugstofumenn. Þó ekki fyrir þjóðsöngsníð heldur fyrir hvað þeir eru leiðinlegir.

4/12/06 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þjóðsöngur Spánverja er til fyrirmindar hvað textann varðar

4/12/06 02:02

Hakuchi

Kúkaratsja?

4/12/06 02:02

Þarfagreinir

Nei, er það ekki mexíkóski þjóðsöngurinn? Ég hélt að þjóðsöngur Spanjólanna væri La Bamba.

4/12/06 03:00

Ívar Sívertsen

Nei... Viva Espanja

4/12/06 03:00

Ívar Sívertsen

En þetta minnir mig hins vegar á það þegar einhverjum heyrðist „Og tilbiður Guð sinn og deyr“ sem „Og tilbiður Guð, Sigurgeir“

4/12/06 03:00

albin

Ég fór yfir á rauðu ljósi í dag, en það var nú bara í gríni gert. Enda er ég sérstaklega mikill spéfugl, hey... og það sem var enn fyndnara við það er að ég var vel yfir hámarkshraða. Óborganlega fyndið. Ég pissaði næstum í mig. ég er meira segja enn að hlægja.

4/12/06 03:00

Þarfagreinir

Ég keypti klámritið Bleikt og blátt í dag og í því var bjórauglýsing. Ég hló mikið að því.

4/12/06 03:01

Billi bilaði

(Mér finnst Spaugstofan bara nokkuð skemmtileg, svona yfirleitt. [Forðar sér á handahlaupum])

4/12/06 03:02

krumpa

Mér er ágætlega við þjóðsönginn - þó að Mareillasinn sé reyndar flottari - finnst samt þessi ,,tilhlýðilega" virðing ganga helst til langt ... við erum ekki svo helgislepjuleg sem þjóð (eitt af því fáa góða við Frónbúa) að það megi ekki gera grín að fánanum og þjóðsöngnum - allt í góðu. Eða hvað? Samt fín brella til að aúka áhorfið.

4/12/06 04:00

Bölverkur

Ísland er ekki land (vors) guðs og má aldrei verða það.

4/12/06 05:00

Upprifinn

Þetta var allavega ekki of langt.

4/12/06 05:00

Blástakkur

Mér finnst að það eigi að taka þjóðsönginn og troða honum upp í rassagatið á þeim sem samdi hann (óendanlega leiðinlegur maður sá) og taka upp nýsamið lag Baggalúts sem þjóðsöng.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.