— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/05
Rasismi?

Maður spyr sig stundum hvaða merking er lögð í það orð.

Núna brennur aldeilis á fólki þetta ótrúlega mikkla flæði erlends vinnuafls vinnuafls hér til Íslands. Tölur eins og 10 þúsund manns hafa heyrst. Ég held að við þurfum aðeins að fara að skoða okkar gang í þessum efnum. En ef ég segi eitthvað svona, hvað þá? Ég er þá væntanlega eins og skot málaður sem hinn argasti rasisti, fasisti, nasisti og þaðan af verra. Menn verða að fá að viðra skoðannir sínar í þessum efnum eins og öðrum. Innflytjendur eru ekki heilagir, og vissulega er þetta breyting í okkar littla samfélagi.

Ef ekkert á að gera núna, hvenær á þá að skoða þetta? Þegar hingað eru komnir 20 þúsund? 50 þúsund eða 100 þúsund.?

Vissulega er þetta upp til hópa fyrirtaksfólk, harðduglegt og heiðarlegt. En ég hef smá áhyggjur af þessu. Leiðir þetta óhefta flæði ekki til þess að hér myndast láglaunastétt? Hvers vegna ættu atvinnurekendur að ráða íslendinga fyrir kanski 150 þús á mánuði þegar hægt er að fá pólverja í sama starf fyrir kanski 110 þúsund? Þetta er allaveganna ekki að hjálpa þeim sem lægst hafa launin að þrýsta laununum upp....

   (65 af 97)  
1/11/05 08:02

Offari

Hvar eru Íslendingar ráðnir fyrir 150 þús það gengi ekki heldu rhér að bjóða pólverju slíkan skít.

1/11/05 08:02

Vladimir Fuckov

Aðalástæðan fyrir þessum fjölda innflytjenda er ekki að þeir fáist í vinnu fyrir lægri laun en Íslendingar heldur er ástæðan einfaldlega skortur á vinnuafli - það er í reynd 'negatíft' atvinnuleysi í landinu um þessar mundir.

1/11/05 08:02

Loddfáfnir

Það er samt þannig að vissar stéttir taka mun meira af innflytjendum í sínar raðir og það eru ekki beinlínis hálaunastéttir, þú stendur mun verr að vígi við launakröfur ef hægt er að láta útlent vinnuafl í málið. Það er ekki vandamálið að útlendingar taki minna fyrir, þeir eru tilbúnir að sætta sig við minna kaup og það veldur því að auðveldara er að merkja íslenskan vinnulýð sem frekjur ef þeir heimta mannsæmandi laun.

1/11/05 08:02

Tigra

Mér finnst að við ættum að bjóða þeim upp á ókeypis íslenskukennslu, en jafnframt skilda þau í fyrrnefnda kennslu.

Ég veit um Breta sem hefur búið hérlendis í fleiri fleiri ár sen segist ekki geta lært íslensku því hún sé svo erfið.

Hversu mikið haldiði að hann hafi reynt?
Er ekki bara þægilegra að grípa til enskunnar sem allir kunna?

1/11/05 08:02

Hexia de Trix

Vandamálið (ef um vandamál er að ræða) felst í þeim sögum að atvinnurekendur séu að undirborga erlendu verkafólki.

Nú ætla ég ekki að dæma um það hversu mikið er um slík undirboð, en staðreyndin er sú að ef okkur tekst að koma í veg fyrir öll undirboð, þá kemur að því smám saman að vinnumarkaðurinn mettast. Málið leyst.

Það þarf semsagt að finna einhverja pottþétta leið til að koma í veg fyrir að atvinnurekendur geti borgað útlendingum lægri laun en Íslendingum. Ég mæli með atvinnureksturs-sviptingu, við fyrsta brot!

1/11/05 08:02

Blástakkur

Einföld lausn á öllum vandamálum Íslands væri að mínu mati að lát Björn Inga Hrafnsson hverfa. Ég er handviss um að hann stendur á bakvið þetta allt!

1/11/05 08:02

Offari

Atvinnurekendur fara eftir töxtum og eru þar af leiðandi ekki að brjóta nein lög það eru launataxtarnir sem eru ólög og þau ólög þarf að laga.

1/11/05 08:02

Hexia de Trix

Það má kannski margt segja um launataxtana, en staðreyndin er samt sú að ef það er tryggt að Íslendingar og útlendingar eru á sama taxta fyrir sömu vinnu, þá mettast vinnumarkaðurinn og við þurfum ekki einusinni að tala um þetta.
Að sjálfsögðu þarf líka að taka með í reikninginn að skikka erlent verkafólk í jafn mikinn frítíma og Íslendingar nota. Það getur auðvitað verið erfitt að vera Íslendingur búsettur á Íslandi með alla sína fjölskyldu og félagslíf, og þurfa að keppa um vinnu við erlent vinnuafl sem kemur hingað til að taka kannski 4 mánaða vinnutarnir þar sem vinnudagurinn er 12 tímar eða meira. Atvinnurekendur verða semsagt að vera skikkaðir til að hafa vinnuna samkeppnishæfa, ekki bara hvað launin varðar heldur líka réttindi t.d. varðandi frí- og hvíldartíma.

1/11/05 08:02

Ívar Sívertsen

Nú finnst mér að ég verði að leggja orð í belg, enda er mér málið skylt. Ég vann, eins og margir vita hjá Strætó. Þegar ég var þar var hafist handa við að ráða pólverja til starfa þegar íslendingar hættu að sækja um störf strætóbílstjóra (að sögn atvinnurekanda). Raunin var einfaldlega sú að það sótti enginn íslendingur um sem krafðist þeirra launa sem þeir töldu sig tilbúna að borga. Þeir sáu gullnámu í austri, láglaunamenn sem höfðu meirapróf upp á vasann. Þeir sem komu hingað fyrst sögðu mér að þeir hefðu aldrei komist í slíkar álnir... 130.000 í grunnlaun á mánuði... þetta eru bankastjóralaun í Póllandi. Þetta er ástæðan fyrir auknu austantjaldsvinnuafli hér á landi. Hitt er annað mál að reglur þarf að setja um ráðningu fólks af erlendum uppruna. Til dæmis væri öflugt að allar svona ráðningar færu að einhverju marki í gegnum vinnumálastofnun. Þannig hugsa ég það að þeir leita að starfskrafti fyrir fyrirtækið en ef ekkert finnst að þá sé í boði að fá erlent vinnuafl. Ég hef ekkert á móti því að fólk af erlendum uppruna sé að vinna hér á landi, þvert á móti, þetta er duglegasta verkafólk sem finnst.

Þetta er sprottið af fégræðgi atvinnurekenda og kemur til með að skapa öfluga þjóðernishyggju hér á landi, og þá í neikvæðum skilningi þess orðs. Sem er slæmt. Íslenskir atvinnurekendur eru margir ekkert nema græðgin uppmáluð.

Mér finnst að við eigum að skapa innflutta vinnuaflinu sömu kjör og við höfum og fá það í lið með okkur til að koma í veg fyrir þessa ömurlegu níðingsþróun sem átt hefur sér stað.

1/11/05 08:02

Ívar Sívertsen

Og annað mál... þessir aðilar eru oftar en ekki ráðnir á þeim forsendum að atvivnnurekandinn á íbúðir og leigir útlendingunum pláss þar. Það þekkist að 6 til 8 karlmenn leigi saman eina íbúð og þá er búið að stúka af stofuna í nokkur svefnrými. Enn fremur er tekið af þeim gjald fyrir transport milli vinnustaðar og íbúðar. Enn fremur greiða þeir í menntunarsjóð vegna íslenskunáms sem síðan felst í því að þeir fá fyrst einhver ljósrit og síðan er einn starfsmaður fyrirtækisins sem tekur þá í frasakennslu. En ég vil taka fram að minn gamli vinnuveitandi er ekki svona slæmur. Og á þessum ráðningaforsendum fær þetta fólk ekki nema kannski 50% af upphaflegum útborgunarlaunum vegna alls kyns frádráttar. Þetta verður að stöðva!

1/11/05 08:02

Offari

Grunnlaun ættu aldrei að vera lægri en 350 þús á mánuði en því miður eru en til fyritæki sem bjóða Íslendingum lægri laun það.

1/11/05 08:02

Tigra

Eru til?
HAH.
Þau eru ekki bara til, þau eru út um allt!

1/11/05 08:02

Offari

Fyrirgefðu ég átti að sjálfsögðu við að en væri til fyrirtæki sem bjóða Íslenskum karlmönnum lægri laun.

1/11/05 08:02

Lopi

Er pirringur rasismi? Nei pirringur er pirringur út af einhverju og ég þekki fullt af útllendingum og finnst það allt frábært fólk. Í örfá skipti ver ég pirraður þegar ég þarf að eiga samskipti við útlendinga sem hafa búið hér alllengi en hafa ekki lagt á sig að læra íslensku þannig að maður getur nánast engan veginnn skilið þá. Þó þeir tali málfræðilega vitlaust er mér nákvæmlega sama.

1/11/05 08:02

Lopi

Ehem...á maður ekki bara að vera jákvæður og þakka fyrir að fá tækifæri til að þjálfa sig í ensku?

1/11/05 09:00

Offari

Ég held að pirringur út af tungumálaörðuleikum sé tilbúningur hverjum er er ekki sama hvaða tungum ál þeir tala? Við getum öll gert okkur skiljanleg á Hollywoodenskunni okkar tilhvers að skikka fólk til að læra okkar tungu?

1/11/05 09:00

mubli

Ég held ég hafi startað þessari umræðu (þó ég hafi reyndar verið beðinn um að fjarlæga það rit).
Ég er þó alls ekki sammála mörgum hérna, fólk er of róttækt og mér finnst áherslur þeirra rangar. T.d. að halda því fram að hækkun lágmarkslauna sé einhver lausn. Hvernig færi ef fólk þyrfti að reka kaffihús og borga öllum 350kall á mánuði að minnsta kosti. Það væri dagtaxtinn og þar sem kaffihús eru rekinn á kvöldin yrðu laun hvers manns reyndar alla veganna 500kall. Þá færu staðir eins og Hornið, Prikið, Kaffibarinn, 10 dropar, Kofinn, Mokka, Svarta Kaffi, Kaffi París, Ólíver og Grái kötturinn öll á hausinn svo að nokkur dæmi séu nefnd innan einnar rekstargreinar. Fyrirtæki eru nefnilega ekki alltaf for- forrík þó mörg séu dæmin (og svo eru þau líka mörg dæmin um einstaklinga á ofurlaunum). Svona framsóknar/vinstri grænna ráð eru óraunsæ.
Það eina sem ég hef áhyggjur af er hversu vel ólíkir samfélagshættir, sem fela í sér ólík gildi, samlagast. Hvort að fólk sem hefur alist upp við að drepa skuli dætur ef þær fara ekki eftir ákveðnum reglum um samskipti kynjanna, eigi nokkuð heima í okkar samfélagi, og hvort við eigum nokkuð heima í þeirra samfélagi. Mun fólk virkilega halda okkar lög heilaögr ef það er alið upp við svona? Reyndar veitir íslenski lagaramminn ákveðið aðhald, fólk mun jú vera dæmt fyrir slíkt athæfi. En samt! Ég held ég eigi ekki skilið það skítkast sem fékk fyrir að spyrja þessara spurninga. (Ég notaði reyndar ansi gróft mál). En mitt point var það að við þurfum ekkert að virða trú annarra ef við höfum þar engar rætur, ekki frekar en við þurfum að virða jóðl-músik.. Við megum alveg hafa absolút mörk.

1/11/05 09:00

Jóakim Aðalönd

,,En mitt point var það að við þurfum ekkert að virða trú annarra ef við höfum þar engar rætur".

Er ekki í lagi með heilann á þér? Hvernig heldurðu að ég hafi getað ferðast um heimsálfu þar sem allir eru Rómversk-Kaþólskir? Af gagnkvæmri virðingu fyrir háttum og trú hvers og eins. M.ö.o. ég var ekkert að velta fyrir mér trú annarra og þeir gerðu slíkt hið sama, þrátt fyrir mikil samskipti á báða bóga.

Þú átt greinilega margt ólært góði. Það sé ég.

1/11/05 09:00

mubli

Hvernig væri að fólk reyndi almennt að skola betur sandinn úr píkunni á sér svo mögulegt væri að eiga hér eitthvað annað en pólitískt rétt hugsuð samskipti? Ætli margar þær skoðanir sem hér koma fram séu ekki upprunnar í rasskati viðkomandi frekar en ofan við axlir?

1/11/05 09:00

Jóakim Aðalönd

Hættum svo að viðhafa svona leiðinlega þjóðmálaumræðu. Hún á heima annars staðar, ekki satt?

1/11/05 09:00

Jóakim Aðalönd

Rasskati? Hvað er það? Ég frábið mér fyrir mitt leyti algerlega blammeringar eins og í síðasta innleggi þínu mubli. Þú ert á sömu leið og Úlfamaðurinn.

1/11/05 09:00

mubli

Hvaða hvaða, ég hef bara einhvern húmor fyrir dónaskap ef hann er skemmtilega orðaður. Mér finnst t.d. mjög fyndið að biðja fólk um að skola sandinn úr píkunni á sér svo hægt sé að tala við það.

1/11/05 09:00

mubli

Já og svo var seinni línan vísun í Laxness held ég. Var ekki einhver staðar í þeirri góðu bók skrifað: „Ooo, ætli þetta komi nú ekki mest úr rassagatinu á þér?“?

1/11/05 09:00

mubli

þaes Sjálfstæðu fólki, þeirri góðu bók.

1/11/05 09:01

Jóakim Aðalönd

Að biðja e-n að skola sandinn úr píkunni á sér (sérstaklega ef um er að ræða karl) finnst mér hvorki fyndið né skemmtilega orðað. Það er bara dónaskapur.

Mér finnst að þú ættir að skola fordómana úr toppstykkinu á þér áður en hægt er að tala við þig.

1/11/05 09:01

Finngálkn

BOOORING!!!!!!

1/11/05 09:01

Skabbi skrumari

Sammála... hættum þessari leiðinlegu umræðu um rasisma...

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.