— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/04
KYNLÍF

titill sem allir sjá

Fátt er eins magnað og gott kynlíf. Allaveganna er það mín skoðun. Stundum er fólk þó ekki ánægt með bólfélagan, finnst hann í alla staði ómögulegur. Og jafnvel gengur það svo langt að konur þá sérstaklega gera sér upp fullnægingu. Ef kynlífið er svona slælegt þá vantar oftar en ekki samskipti milli aðila. Fólk verður að geta sagt frá því hvað það vil. Ég er ekki þeim hæfileikum gæddur að geta lesið hugsanir, og því finnst mér ágætt að fá smá leiðbeiningar frá dömuni.

Svo endilega, gefið hint.... segið hvað ykkur þykir gott og hvað þið viljið ekki. Og stelpur EKKI gera ykkur upp fullnægingu. Ef þið gerið það þá heldur gaurinn að hann sé þvílíka dínamítið í bólinu og heldur áfram að gera þetta á ófullnægjandi hátt.

   (93 af 97)  
1/11/04 06:01

Limbri

Uppgerðar fullnægingar ?!

[Fær skyndilegt kvíðakast og minnimáttarkennd]

-

1/11/04 06:01

Aulinn

En kannski vill maður ekki særa greyið strákinn?

1/11/04 06:01

Isak Dinesen

Síðan má líka láta bara láta gelda sig.

1/11/04 06:01

Litla Laufblaðið

Auðvitað eiga konur að segja hvað þær vilja...það eiga strákarnir líka að gera... hef nefninlega oft heyrt sögur af því þar sem konan er búin að vera að gera eitthvað ákveðið "trick" sem hún heldur að manninum þyki ákaflega gott en svo kemur það í ljós seinna að þetta voru engar vellíðunarstunur, heldur meira svona sársaukastunur.
Og Limbri minn, hentu þessari minnimáttarkennd út um gluggann...þú þarft ekki á henni að halda [Flissar eins og fáviti á rítalíni ]

1/11/04 06:01

Furðuvera

Það er alveg magnað hvað titillinn á þessu félagsriti náði athygli minni fljótt og örugglega.

1/11/04 06:01

Sindri Indriði

Gaman að þessu Nermal

1/11/04 06:01

Hvæsi

Svona nöfn ná alltaf athygli.
En ég hef sko aldrei orðð var við að konur geri upp fullnægingu!!!! [fær ryk í augað]

1/11/04 06:02

hundinginn

Henda þessi "fjelagsriti", það á ekki heima hjer. ...gerir sjer upp fullnægingu...

1/11/04 06:02

Jóakim Aðalönd

Össs...

1/11/04 06:02

Jóakim Aðalönd

Það er langbezt að sleppa þessu öllu saman. Kynlíf, sambönd og slíkt. Svei!

1/11/04 06:02

Don De Vito

[Horfir á Jóakim með skringilegu augnaráði]

1/11/04 06:02

blóðugt

[Horfir tómum augum á Jóakim. Skilur ekki...]

1/11/04 06:02

Offari

Er hægt að gera sér upp fullnægingu?

1/11/04 06:02

Litli Múi

Rétt hjá þér það er ekkert eins leiðinlegt og þegar stelpan fílar sig ekki í bólinu.

1/11/04 06:02

Anna Panna

Það er rétt, ef fólk ætlar á annað borð að vera í (kynferðislegu) sambandi þá verður það að geta sagt það sem það vill, um það sem það vill... [starir þegjandi út í loftið]

1/11/04 07:01

Sæmi Fróði

Líf kynja er margbreytilegt og mismunandi eftir einstaklingunum sem stunda það líf.

1/11/04 07:02

Kanínan

Merkilegt nafn.. Fangaði athygli mína mjög flótt..

6/12/09 07:01

Fergesji

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.