— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/06
Tilraunir á dýrum

Stundum er tvískinnungurinn alveg hrikalegur

Tilraunir á dýrum eru umdeilt fyrirbrygði. Mikið af fólk er á móti slíku. Einnig eru margar vörur merktar þannig að þær séu ekki prufaðar á dýrum. En ég hef heyrt að þar sé mesti tvískinnungurinn á ferli. Frammleiðandinn prufar vörurnar ekki sjálfur, heldur fær hann 3ja aðilla til að prufa vöruna. Og heldur fólk að það sé virkilega hægt að setja t.d sjampó á markað án þess að búið sé að prófa hvort varan er örugg? Eða vil fólk kanski bara taka sénsinn á að hárið geti kanski bara dottið af vegna þess að varan var ekki full prófuð. Nei. Dýraprófanir eiga að mínu mati fyllilega rétt á sér. Eða á kanski frekar að prófa hlutina fyrst á mönnum? Og á hvaða mönnum þá? Föngum? Fátæku götufólki? Ég held að þetta séu hlutir sem dýraverndunarsinnar gleyma stundum. Ef ekki dýr, hvað þá?

   (49 af 97)  
3/12/06 21:01

Snabbi

Ég hef ekkert á móti því að gera tilraunir á dýrum. Fínt að byrja á Nermal t.d.

3/12/06 21:01

B. Ewing

[Býður Nermal fram í dýraprófanir] Iss. Þetta er ekkert sárt...

3/12/06 21:01

Tigra

Það sem að flestir dýraverndunarsinnar eru kannski hvað mest að mótmæla er meðferðin á tilraunadýrunum.
Það er alls ekki farið vel með þau, þau eru höfð í litlum búrum, fá lélegt og lítið að éta og deyja oft kvalarfullum dauðdögum.
Auðvitað þarf að prófa ýmislegt eins og t.d. lyf á ýmsum dýrum, en staðreyndin er samt bara sú að það er engin staðfesting að þótt að dýrið missi ekki hárið eða steindrepist, að menn muni ekki gera það.
Við erum ekki eins uppbyggð.
Ég vona að hægt verði með allri þessari tækni sem við höfum, að rækta hin ýmsustu líffæri úr mönnum með stofnfrumum og gera þá tilraunir á líkamshlutum í stað heilla lífera.
Það væri strax miklu skárra.

3/12/06 21:02

Stelpið

Sum tilraunadýr sæta afar slæmri meðferð sem er vissulega grátlegt en eins og tæknin er í dag er bæði nauðsynlegt að prófa lyf á dýrum og mönnum. Þó að hægt væri að rækta einstök líffæri þá er engan veginn víst að viðbrögð stakra líffæra séu eins í tilraunaglasi eða inni í lifandi veru.

Fyrst af öllu eru gerðar prófanir á ræktuðum frumum í tilraunaglösum og þannig er dregið töluvert úr líkunum á því að baneitruðum efnum sé sprautað beint í tilraunadýr sem drepast þá til einskis.
Sum tilraunadýrin, s.s. mýs og rottur, eru sérstaklega ræktuð (og 'stöðluð' svo allir einstaklingarnir séu eins, næstum eins og eineggja tvíburar) til nota í svona rannsóknum, mér skilst meira að segja að þessi dýr séu flutt inn til Íslands því að nægilega góðar aðstæður til að rækta þau eru ekki fyrir hendi. Þetta eru því dýr dýr og því afar óskynsamlegt af vísindamönnum að fara illa með þau, að sjálfsögðu vilja þeir gera sínar tilraunir á heilbrigðum einstaklingum svo eitthvað sé að marka þær. Eftir að hafa séð ansi hræðileg 'undercover' vídjó frá dýraprófunarfyrirtæki (Huntingdon Life Sciences) þá er ég samt miður mín yfir því hve fólk getur verið sjúkt og vona svo sannarlega að það sé undantekningin.

Í mannatilraunum er svo algjört skilyrði að til staðar sé upplýst samþykki sjúklings, hann veit hvað er verið að gera og gefur samþykki sitt fyrir því. Í mannatilraunum koma síðan e.t.v. fram aukaverkanir sem engin leið er að sjá hjá dýrunum, s.s. þunglyndi, höfuðverkur og ógleði.

Annars eru snyrtivöruprófanir á dýrum enn umdeildara viðfangsefni, þar sem ekki er um að ræða lífsnauðsynlega vöru, eins og mörg lyf eru. Slíkar prófanir hafa þegar verið bannaðar í Hollandi, Belgíu og Bretlandi og á það einnig við um að láta þriðja aðila sjá um prófanirnar. Slíkt bann mun síðan taka gildi í Evrópusambandinu árið 2009.

Vá, þessi pistill varð lengri heldur en félagsritið sjálft...

3/12/06 22:00

Snabbi

Týpiskt fyrir konur.

3/12/06 22:00

albin

Endilega prufa lyf og snyrtivörur fyrir menn á dýrum. Svo prufum við lyf og snyrtivörur fyrir dýr á mönnum. Það er sæmilega sanngjarnt.

Kanski Nermal vilji verða tilraunadýr fyrir hundasjampó og hrossadeyfilyf.

3/12/06 22:00

krossgata

Uss það kemur að því í öllum prófunum að það er prófað á mönnum. Hvað er verið að kvarta yfir dýrum. Huh.

.
Annars er merkilegt að tilraunir séu gerðar á dýrum, þegar þau eru ekki eins og við, sama hvað við reynum að mann-/persónugera þau.

3/12/06 22:01

Gvendur Skrítni

Iss þetta lagast allt þegar við getum búið til mannklón sem hafa engan heilabörk og engar sársaukastöðvar í heilanum. [Býr til klón af sjálfum sér en án sársaukastöðva] Ó, hvílíkir dýrðardagar framundan...

3/12/06 22:01

Stelpið

krossgata: "Annars er merkilegt að tilraunir séu gerðar á dýrum, þegar þau eru ekki eins og við, sama hvað við reynum að mann-/persónugera þau."

Mýs hafa að 99 % leyti sama erfðamengi og við, þannig að með því að sjá hvernig efni virka í þeim er hægt að draga (yfirleitt) áreiðanlegar ályktanir um hvernig efnið muni virka í mönnum. Einnig eru dýr sýkt með mannasjúkdómum á borð við liðagikt og ristilkrabbamein og síðan athugað hvernig lyfin virka á þá.
Og ég er ekki viss um að nokkur heilvita maður væri til í að taka inn lyf sem ekki hefði verið prófað að gefa dýrum áður og þannig gengið úr skugga um að lyfið væri a.m.k. ekki bráðdrepandi...

3/12/06 22:01

Tigra

Alveg sammála Stelpinu.
Líka fegin að sjá að fólk er farið að hika við að nota dýr til að prófa snyrtivörur og fleira.
Það sem ég var að meina með líffæraræktuninni var ekki að það myndi eyða dýratilraunum, heldur einmitt að prófa fyrst á slíkum líffærum áður en farið væri að prófa á dýrum, en það myndi eflaust koma í veg fyrir ýmsar kvalir og önnur óþægindi hjá dýrunum.

3/12/06 22:01

Limbri

Ég hef verið fenginn til að láta prufa efni á mér og get sagt að ef dýrin fá sömu upplifun og ég, þá vilja þau líklega öll taka þátt í þessu.

Líkurnar eru samt miklar á því að þau einmitt upplifi þetta ekki á sama hátt. Því miður.

-

3/12/06 22:02

Vímus

Það er öllum velkomið að prófa nýjar gerðir örvandi og róandi lyfja á mér.

3/12/06 22:02

Blástakkur

Mér finnst að það eigi að drepa öll dýr (nema köttinn minn) á kerfisbundinn hátt. Efnaprófanir og sportveiði er allt gott og blessað en ekki nógu skjótvirkt.

4/12/06 00:00

Jóakim Aðalönd

Ég tók eitt sinn þátt í að láta skvetta vatni á bakið á mér. Tilraunin misheppnaðist...

4/12/06 00:00

Ríkisarfinn

Ég kaupi aldrei vörur sem hafa verið prufaðar á dýrum.
[Veltir því fyrir sér hversveggna hann sé sköllóttur, ófrjór, getulaus og hafi hvorki bragð né lyktar skyn.]

4/12/06 00:01

Rattati

Ég kaupi aldrei vörur sem ekki hafa verið prófaðar.

4/12/06 00:01

Jóakim Aðalönd

Ég prófa aldrei vörur sem ekki hafa verið keyptar.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.