— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/07
Opið bréf til forsætisráðherra

Tvær útgáfur af bréfi til forsætisráðherra, spurning hvort ég nota

Bréf I

Hæstvirtur forsætisráðherra

Í ljósi stöðu efnahagsmála og einnig vegna aukins þrýstings hjá hinni íslensku þjóð finnst mér það vera sangjörn krafa að herra Davíð Oddssyni verði vikið frá störfum Ekki finnst mér það vera rétt stefna að láta menn sem ekki eru hagfræðilega menntaðir gega svo mikilvægu hlutverki í hagkerfi þessa lands. Best væri að ráða eistakling sem er með frammúrskarandi menntun og víðtæka reynslu af fjármálum. Einugis það allra besta er nægilega gott. Einn góður seðlabankastjóri er mikklu betri kostur en þrír lakir

Með virðingu Nermal

Bréf II

Heyrðu þarna feitabollan þín!!

Hvað í andskotanum er eiginlega að þér? Ertu alveg að tapa þér? Fólkið öskrar og æpir á að Davíð Oddssyni sé sagt upp störfum og þú situr bara með hausinn í rassgatinu og gerir ekkert EKKERT!!

Hvað er eiginlega með þig? Ertu hræddur við Davíð eða hvað? Ertu kanski hræddur um að hann arki uppí stjórnarráð og lemji þig í buff? Þú er viðurstyggileg lydda. Maður fer að halda að Davíð hafi eitthvað á þig, hann viti eitthvað um þig og hafi hótað að segja alþjóð frá því. Satt best að segja kæmi mér bara ekkert á óvart að þið væruð laumuhommar báðir tveir og Davíð hafi hótað að segja frá öllu saman og sýna jafnvel eihverjar sóðalegar myndir af ykkur. Það er þú sem stjórnar þessu helvítis landi. EKKI DAVÍÐ. Drullastu nú til að reka Davíð og hina tvo hálfvitana líka. Svo má ráða einhvern almennilegann í djobbið og láta hæfileika ráða ekki eitthvað andskotanns flokksskírteni.

Með engri virðingu Nermal!!

   (20 af 97)  
2/11/07 01:01

Altmuligmanden

Gaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaasssssssssssssssssssssssssssssss sssssssssssss-alega gott félagsrit!

2/11/07 01:02

Hugfreður

Mér sýnist vera villa í fyrra bréfinu, en það er í lagi því hún er leiðrétt í því seinna.

2/11/07 01:02

Garbo

Maður þorir nú varla orðið að opna hér munninn nema til að vera sammála elítunni svo ég ætla að vera sammála Skabba.[Ljómar upp]

2/11/07 01:02

Wayne Gretzky

Það fyrsta með leiðréttum stafsetningarvillum, annað er ekki diplo.

2/11/07 01:02

Lepja

Það fer allt eftir því hvort þú vilt að vitiborið fólk taki mark á þér.

2/11/07 01:02

Furðuvera

Eða bara:
"Þú ert algjört fífl vinur.
Fokk jú.
Ég er fluttur til útlanda og þú getur mokað skítinn sjálfur.
- Kveðja, alvöru íslenskur karlmaður."

Eh?

2/11/07 02:00

Offari

Er þér eitthvað illa við Davíð? Veistu ekki að Davíð er besta skinn?

2/11/07 02:01

Tina St.Sebastian

Offari, fékkstu ekki flokksfréttabréfið? Framsóknarmenn eru ekki lengur í liði með Davíð.

Annars myndi ég mixa þetta saman: Hæstvirta norska feitabolla o.s.frv.

2/11/07 02:01

Lepja

Ertu eitthvað pirraður?

2/11/07 02:01

Wayne Gretzky

Hæstvirtur forsætisráðherra.

Í ljósi stöðu efnahagsmála og einnig vegna aukins þrýstings hjá hinni íslensku þjóð finnst mér það vera sanngjörn krafa að herra Davíð Oddssyni verði vikið frá störfum. Ekki finnst mér það vera rétt stefna að láta menn sem ekki eru hagfræðilega menntaðir gegna svo mikilvægu hlutverki í hagkerfi þessa lands. Best væri að ráða einstakling sem er með framúrskarandi menntun og víðtæka reynslu af fjármálum. Einungis það allra besta er nægilega gott. Einn góður seðlabankastjóri er miklu betri kostur en þrír lakir.

Með virðingu,

Nermal.

2/11/07 02:01

Einn gamall en nettur

Já rekum Davíð og þá verður allt í lagi hérna, fuglar munu syngja og stelpur á bikiní færa manni drykki í lítravís.

2/11/07 02:01

Offari

Tina það er hugsanlegt að Davíð verði okkar næsti formaður Framsóknarfloksins. Ég hef heyrt þessu fleygt og ef satt er þá vex Davíð í áliti hjá mér. Batnandi mönnum er best að lifa.

2/11/07 02:01

Jarmi

Einn gamall en nettur: besti orðabelgurinn sem ég hef séð í langan tíma. Eins og talað úr mínum munni.

2/11/07 02:01

Nermal

Davíð er kanski ágætur. Færi best að fara bara í sinn sumarbústað og skrifa skáldsögur.

2/11/07 02:02

Sundlaugur Vatne

Hmmm... Einstakling með framúrskarandi menntun og víðtæka reynzlu af fjármálum? Ertu að bjóða Bjarna Ármanns vinnu?[glottir eins og fífl]
Svo neita ég að taka þátt í einhverju raunheimarugli hér á Gestapó.

2/11/07 06:01

voff

Davíð Oddsson og Geir Haarde hafa ekki reynst vel. Sú tilraun hefur greinilega misheppnast. Því fer sú hugmynd að kjósa Ástþór Magnússon og vekja Bobby Fisher til lífsins, ekki að hljóma neitt illa. En það er spurning hvor þeirra ætti að vera Seðlabankastjóri og hvor Forsætisráðherra. Hvoru tveggja eru störf sem eru nógu Random til að Fisher geti tekist á við þau, og hvoru tveggja eru störf sem Ástþór gæti leikið sér að með bundið fyrir augu og aðra hendina fyrir aftan bak. Ég held samt að Seðlabankinn henti Fisher betur því hann er sagður hálfgerður einfari og mannafæla (það kann að hafa breyst á síðasta ári eða svo). Ástþór er hins vegar mannblendnari og væri því betri sem forsætisráðherra. Það mun að vísu kalla á aukin kaup forsætisráðuneytisins á tómatsósu. Og rafmagn til að gæða Fisher lífi. En á örlagastundum verður þjóðin bara að vera reiðubúin að leggja í dálítinn kostnað, fyrst það hefur svo margt gott í för með sér fyrir þjóðina.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.