— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/11/04
Austræn slagsmál í boði QT

Himnesk sæla

Var að koma af kúng fú myndakvöldi sem Quentin Tarantínó hélt með pompi og prakt í Háskólabíói. Þvílíkur eindemis unaður að sjá loksins almennilegar og yndislega myglaðar kúng fú myndir á hvíta tjaldinu; að sjá meistara á borð við Hwang Jang Lee í sinni réttu stærð. Það lá við að ég táraðist þegar ég sá Lee, á stærsta bíótjaldi landsins, fjórsparka í bringuna á Jackie Chan. Slík var fegurðin.

Þetta var óborganleg upplifun fyrir kúng fú myndanörda. Megi hr. QT vera ævinlega blessaður fyrir að hafa haft fyrir að koma með þessa gullmola áður en hann fer á blindafyllerí í kvöld.

Ég vona svo sannarlega að aflituðu stjörnuriðlagrúppíurnar vinni sína vinnu vel og ódýrt á gamlárskvöld svo hann komi aftur og aftur og hendi fleiri gullmolum til okkar óverðugra.

   (12 af 60)  
3/11/04 07:00

Hildisþorsti

Hef held ég ekki mikið vit á svona myndum.
Er mikið hlegið á svona samkomum?
Eða er stemningin eins og á 3 bíó með Roy Rogers?

3/11/04 07:01

Nornin

Nú fyrst er mér illa við þig.
Hr. Tarantino er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og ég er græn af öfund. Ætli ég verði ekki að 'stalka' hann á djamminu í kvöld í staðinn?

3/11/04 07:01

Tinni

Já, þetta var ótrúleg kvöldstund og maður er hreinlega ennþá að átta sig á henni. Þó svo að myndirnar hafi byggt á mismunandi bardagatilbrigðum í kringum sama stefið, þá urðu þær bara sífellt betri eftir því sem leið á kvöldið og þessi forna Jackie Chan ræma var barasta hreinn unaður á að horfa, með fullri virðingu fyrir hinum ræmunum.

Austrænar kvikmyndafilmur eru greinilega ekkert slitsterkari en aðrar og því setti hið krítíska ástand þeirra mjög persónulegan blæ á allar myndirnar. Minnti mann svolítið gamla daga, þegar bíómyndir kvikmyndahúsanna ferðust í hvert krummaskuð hringinn í kringum landið og fengu misgóða meðferð hjá misvitrum sýningamönnum í misstórum félagsheimilum. Eftir hringferðina voru vinsælustu myndirnar oft endursýndar í sönnum Tarantínóískum Kung-Fu myndagæðum. Þetta er liðin tíð, því félagsheimilin hafa látið undan síga fyrir myndbandaleigum bensínstöðva...

3/11/04 07:01

Barbie

Það þýðir lítt að öfundast þó svo að Konungur okkar umgangist elítuna, slíkt er bara eðlilegt. Gleðilegt ár Hakuchi og Júlía!

3/11/04 07:01

Hakuchi

Hildisþorsti: Það er mikið hlegið. Markmiðið með að sjá þessar myndir í bíó er einmitt að byggja upp stemningu eins og maður hefur lesið um að hafi verið á 3 bíó mðe Roy Rogers í gamla daga. Tarantino tók það fram að hann þráir slíka stemningu á svona myndum og hefur hann rétt fyrir sér hvað það varðar. Áhorfendur salarins voru flestir of ungir til að hafa upplifað Roy Rogers menninguna og voru (ég meðtalin) ekki vön að klappa og öskra í miðjum atriðum en Quentin hvatti eindregið til þess og ég held að það hafi tekist að skapa ansi frábæra stemningu þarna en fólk þarf að komast í æfingu við að horfa á bíó á þennan hátt. Þess vegna hefði verið vel til fundið að fá fullt af fólki af þinni kynslóð, Hildisþorsti, sem gæti upplifað barndóminn á ný og kennt ungum hvernig á að horfa á yndislega heilalausar 'genre' myndir.

Barbie: Gleðilegt ár til þín Barbie og skilaðu kveðju til Dio.

3/11/04 07:01

Mosa frænka

Ah, leitt að hafa misst af þessu, en hinsvegar hef ég margsinnis séð svona myndir á hvíta tjaldinu. Ég er afar fegin fyrir hönd Hakuchi að hann hefur loksins upplifað þá gleði. Gleðilegt ár til ykkar allra!

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.