— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/11/05
Sálarbróðir nr. 1

James Brown hefur gefið frá sér sína síðustu stunu

Sálarbróðir númer eitt, fursti fönksins, mesti vinnuþjarkur skemmtanabransans, fönkmálaráðherra, leiðtogi danssvitans, grúvgreifinn, taktgullstandardinn, drottnari danshnykkja, frumglæðir fönksins, öskrari kynþokkans, merkisberi máttarins, innblásari kynslóðanna, dýnamó dansins, seiðmaður sáðláta, predikari pimpandi poppkornsskoppandi pöpúlsins, óeirðastöðvandi óargardýrið, þjóðskáld hinna þjáðu, baráttubarón hinna niðurbörðu, tígur hinna tannlausu, vellíðunarsvesírinn, kynlífsmaskínan og guðfaðir sálarinnar, James Brown er látinn.

Já, Ofurslæmur hugsaði sig um, tók töskuna hans pabba gamla og tók næturlestina yfir móðuna miklu, handan augsýnar. Niður mig rennur kaldur sviti við tilhugsunina að maðurinn sem sagði svo hátt að hann væri svartur og stoltur hafi skotið sínu síðasta skoti. En þannig er lífið, tíminn hleypur burt hratt. Hvað er annað hægt en að standa upp á sína góðu fætur, gera það fönkí og dansa uns manni líður vel yfir taktfastri tónlist tónjöfursins.

   (2 af 60)  
3/11/05 02:00

Dula

Hvíli hann í friði.

3/11/05 02:00

Nermal

Nú getur hann djammað með Elvis, Freddie Mercury og fleirum..... Hann var mikill töffari.

3/11/05 02:00

Hakuchi

Svaðalegur sveittur snillingur. Við skulum gleyma englaryksárunum.

3/11/05 02:00

Billi bilaði

Ég þekki hann best úr Blúsbræðrum. Hann var flottur þar.

3/11/05 02:00

Húmbaba

Hann er farinn þangað sem söngur fuglanna fer þegar hann hljóðnar.

3/11/05 02:00

Jóakim Aðalönd

James á eftir að syngja með valkyrjum í Valhöll.

Skál fyrir minningu hans!

3/11/05 02:00

hvurslags

Drekkum minni hans já, það er mikill missir að James Brown. Hinir eftirminnilegu tónleikar hans í Laugardalshöllinni verður sko saga til að segja barnabörnunum.

3/11/05 02:01

hundinginn

skyldi hann geta hvílt í friði?

3/11/05 02:02

blóðugt

Skál fyrir Brown!

3/11/05 03:00

Þarfagreinir

Hann hefur það auðvitað gott á himnum.

3/11/05 03:00

Vímus

Brown sugar and angel dust
is a real must!

3/11/05 04:02

Heiðglyrnir

Lætur tónlist meistarans slá á sorgina...Góð minningargrein.

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.