— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 8/12/04
Layla

Organdi ástríður

Ég var að keyra frænda og frænku út á flugvöll.

Á leiðinni heim skutlaði ég hinni sígildu rokkplötu Diðriks og dómínókubbanna (e. Derek and the Dominos), Layla and other assorted love songs undir geislann. Ég hækkaði í tækjunum og öskraði lögin alla leið.

Þess ber að geta að Diðrik og dómínókubbarnir er í raun Eric Clapton í dulargervi. Eric var orðinn þreyttur á því að vera ofurstjarna og leitaðist eftir þægilegu nafnleysi í vandaðri rokksveit. Það mistókst herfilega því ef glöggir lesendur rýna í titil plötunnar þá sést að hún inniheldur einhvern frægasta rokkóð sögunnar og varð Clapton frægari en nokkru sinni.

Þessi plata er sem sagt einhver magnaðasta plata sögunnar, sérstaklega ef maður hefur í huga ástandið á Clapton þegar hún var gerð. Clapton var svo óheppinn að verða yfir sig ástfanginn af eiginkonu eins besta vinar síns, George Harrison (já, Bítillinn). Ást hans var ekki endurgoldin. Á þessari plötu er Clapton greinilega að fá útrás fyrir ólgandi ást hans á konunni sem og þá sálarangist sem hann upplifði við það að vera að reyna að stela konu besta vinar síns. Og þvílík útrás!

Hvort sem það eru hans eigin lög eða gömul blúslög þá löðrar allur flutningur og allir textar í þessari eymdarinnar angist Claptons, alveg frá fyrsta lagi. Þarna eru margir sígildir slagarar eins og auðvitað Layla,, sem er sungið beint og af algerri ástarörvinglan til konu Harrisons (hún hét Pattí):

Tried to give you consolation
When your old man had let you down
Like a fool, I fell in love with you
you turned my whole world upside down

Bell Bottom Blues er annað stórkostlegt lag um sama efni. Byrjunarlagið er engu síðra og þar kemur enn betur fram ástand mannsins:

And if it seemed a sin
To love another man s woman, baby,
I guess I’ll keep on sinning
Loving her, lord, till my very last day.

Það er reyndar furðulegt ef George hefur ekki áttað sig á stöðu mála á sínum tíma.

Einnig er þarna stórkostlega kröftug útgáfa af Jimi Hendrix laginu Little Wing þar sem gítarinn tjáir angist mannsins á magnaðan hátt. Maðurinn bara getur ekki hætt að syngja um ástina sína eins og sést í öðru blúslagi sem hann flytur (Why does love have to be so sad):

Like a moth to a flame,
Like a song without a name,
Ive never been the same since I met you.

Like a bird on the wing,
I ve got a brand new song to sing,
I cant keep from singing about you.

Það lag sem tjáir hug hans best er gamalt og þekkt blúslag sem heitir Have you ever loved a woman. Clapton hafði áður tekið þetta lag upp þegar hann var með The Bluesbrakers, væntanlega var það bara af því það var og er virkilega gott blúslag. Í þetta skiptið smellpassar það við hans aðstöðu, svo ískyggilega vel að það er eins og hann hefði samið textann sjálfur:

Have you ever loved a woman so much you tremble in pain?
Have you ever loved a woman so much you tremble in pain?
And all the time you know she bears another man s name.

But you just love that woman so much it s a shame and a sin.
You just love that woman so much it s a shame and a sin.
But all the time you know she belongs to your very best friend.

Have you ever loved a woman and you know you can t leave heralone?
Have you ever loved a woman and you know you can t leave heralone?
Something deep inside of you won t let you wreck your bestfriend s home.

Sem sagt. Sígild rokkplata, tryllt ást, dúndrandi blús og bömmer. Það gerist ekki betra.

Sjálfur gítarjöfurinn Duane Allman (úr Allman Bræðrum) kom að gerð plötunnar og heyrist það vel. Þarna eru tveir gítarsnillingar upp á sitt besta og láta ljós sitt skína. Stundum keyrir gítarspilið úr hófi hjá þeim en það er reyndar merkilegt hvað þeim tekst að vera akkúrat á réttu róli, svona í ljósi snilldar þeirra og þeirrar tilhneigingar gítarsnillinga að vera með endalaust gítarrúnk í músík.

E.S. Þess má geta að Clapton náði loksins ástum Pattí og giftust þau. Hann samdi mörg lög til hennar, þar á meðal vangalagið fræga, Wonderful tonight. Því miður er lífið ekki ævintýr og þau skildu að lokum. Clapton og Harrison náðu sáttum (George spilaði meira að segja í brúðkaupi þeirra) og voru perluvinir uns hinn síðarnefndi lést fyrir nokkrum árum.

   (21 af 60)  
8/12/04 05:01

Vestfirðingur

Ef þú spilar hátt eða misþyrmir hljómkerfinu í bílnum kemur Árni Johnsen og lemur þig.

8/12/04 05:01

Hakuchi

Hann á ekki séns gagnvart 'hreðjaleitandi fótur, hnígandi rumur' bragðinu sem ég lærði af fornum sjaólín munki á áttunda áratugnum.

8/12/04 05:02

Ugla

Glatað að geta svo ekki lafað saman eftir allt þetta tilstand, sálarkvalir og vesen...

8/12/04 06:01

krumpa

Hei - þetta vissi ég nú bara alls ekki ! Hvenær giftust Clapton og Patty? Takk annars fyrir þennan skemmtilega og gagnslitla fróðleik sem er hentugur til umsláttar í drykkjuteitum... mjög skemmtilegt!

8/12/04 06:01

Rasspabbi

Ég skála fyrir þér Hakuchi.
Afbragðs pistlingur og gagnrýni á þessa plötu.

Það er bara eitthvað við Eric Clapton sem fáir aðrir tónlistarmenn hafa. Ég veit ekkert hvað það er en það er eitthvað... er það ekki?

8/12/04 06:01

Skabbi skrumari

Skál Hakuchi, frábær gagnrýni, ég ætla að prófa að skrá þetta sem úrvalsrit og sjá hvað gerist...

8/12/04 06:02

Hakuchi

Þakkir. Það er er jú eitthvað við Claptóninn, svo sannarlega.

Minnir að þau hafi gifst 1976 eða þar um bil.

8/12/04 07:00

Nornin

Mjög skemmtileg lesning.
Ég hef heyrt þessa ótrúlegu ástarsögu áður (skil ekkert í afhverju enginn verður svona brjálæðislega ástfanginn af mér) og hlustað á lögin Layla og Wonderful tonight oft, en á þessa plötu og hljómsveit hef ég hins vegar aldrei heyrt minnst.
Ætti þessi gripur að fást í öllum betri tónlistarverslunum?

8/12/04 07:01

Hakuchi

Það er ekki víst í ljósi lélegra gæða tónlistarverslana hér á landi. Sjálfur keypti ég minn disk notaðan í Vídeósafnaranum. Það skaðar þó ekki að athuga í Skífunni. Hann ætti að finnast undir Claptoni sjálfum eða Derek and the Dominoes.

8/12/04 08:01

Rasspabbi

Það vantar ekki fjallgarðana af sorp músík Skífunni. Öndvegis tónlist fær jafnan ekki pláss í hillunum.

Ég meina... hefur einhver séð geisladisk með lögum Ása í bæ??? Hélt ekki...
[Glottir eins og fífl]

8/12/04 10:01

Albert Yggarz

ósk hamingjunnar breimar sannarlega að sínu alvitra þefskyni

8/12/04 23:02

Berserkur

Frábært Hakuchi! Áhugasömum vil ég benda á að diskurinn Eric Clapton stages fæst í Skífunni. Hann inniheldur eins og nafnið gefur til kynna, (gamlar) tónleikaupptökur, þar á meðal Bell Bottom Blues með D&TD.

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.