— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 7/12/03
Íste

Hitti Manninn.

Var á Schiphol flugvelli um daginn á leið minni til Íslands eftir vel heppnaða herför til smáríkja Evrópu. Schiphol er góður flugvöllur. Mikið um verslanir, lítið mál að rata og ágætis matsalir. Það er oft notalegt að sitja þar og fylgjast með mannrófsstraumnum líða um gangana.

Ég rölti í hálfgerðu móki niður eina álmuna á leiðinni í Flugleiðindavélina. Rómantískar hugleiðingar um fjölbreytta menningarheima sem mætast á alþjóðlegum flugstöðvum voru horfnar fyrir bí og var þetta allt sama pakkið fyrir mér. Ekki fyrr en ég sá í fyrsta sinn það sem í rappheimum er kallað ‘hoe’ eða ‘biatz’, ég vona að ég sé ekki að móðga neinn hérna. Þessi kona var ekta svoleiðis. Í níþröngum stuttbuxum og níþröngum bol, með afar glyðrulegt göngulag. Konan var þó kominn nokkuð til ára sinna og nokkuð sjúskuð í útliti. Ég var aðallega hissa sjá svona kvenmann sem maður sér bara í mtv mydnböndum og var einmitt að huga með mér hvað í ósköpunum hún væri að gera hérna þegar ég sá fólkið í kringum hana. Þar voru fimm karlmenn á fertugsaldri og inni í hópnum var stjarna. Stórstjarna. Já gott fólk þarna var enginn annar en Ice-T. Ofurrapparinn sjálfur, frumkvöðullinn, gangsta no 1, cop killa. Ég sá hann eitt augnablik og varð stjörnulostinn að sjálfsögðu. Hann er lítill. Posseið hans var lítið.

Reyndar var þetta svolítið sorglegt. Það var augljóst á posseinu hans að hann hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Allt posseið var farið að eldast og mest vorkenndi ég ‘hoe’ konunni. Ætli hún sé á góðum lífeyri blessunin? Svo ég vitni frjálslega í Gloverinn í Háskagripsmyndunum: “Is she gettin’ too old for this shit?”

Þegar ég var að koma fyrir mér í Flugflökurtsvélinni fór ég að velta því fyrir mér hvað úrban gangsta eins og Ís-te væri að gera í Amsterdam? Hvað í ósköpunum gæti borgin haft upp á að bjóða sem aðrar borgir gera ekki? Hmmm..? Eftir drykklanga stund rann það upp fyrir mér. Auðvitað! Það er sérstök sýning á verkum Monet í Van Gogh safninu um þessar mundir. Eftir allar þessa áreiðanlegu niðurstöðu kom ég mér fyrir í sætinu, setti á mig heyrnatólin, stillti á gólden óldís lög á flugvélaútvarpinu.

   (43 af 60)  
Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.