— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/05
Evrusjoppa

Hómógen matvæðing

Ég hef áhyggjur af Euroshoppervæðingu matvæla á þessu skeri.

Hvað í fjandanum er Euroshopper? Hef aldrei séð það í útlöndum. Í hvert skipti sem ég kem í matvörubúð virðast Euroshoppervörur hafa lagt undir sig enn eina matvörutegundina. Þessu fjölgar eins og vírusafbrigði af kanínum.

Vinur minn varð fyrir áfalli þegar hann ætlaði í mestu makindum að kaupa kakómaltsduft frá Nestlé (með kanínunni) í 11/11 en nei! Það er ekki lengur til heldur er komið generískt Euroshopper kakómalt í staðinn! Auðvitað bragðaðist það skelfilega í samanburðinum.

Þetta er afar varhugarverð þróun. Ef fram fer sem horfir verða bara til bragðlausar og generískar Euroshopper vörur. Ég kvíði þeirri aumkunarverðu tíð þegar maður þarf að fara í rándýra sérvöruverslun til að kaupa kanínukakómalt.

   (5 af 60)  
9/12/05 18:02

Offari

Þetta er sem betur fer ekki komið hingað austur.

9/12/05 18:02

Hakuchi

Bíddu bara. Jóhannes mun troða þessu upp á þig fyrr eða síðar.

9/12/05 18:02

B. Ewing

Ég hata Euroshopper vörulínuna í heild sinni. Ég reyndi að þræla í sjálfan mig (og aðra) niðursoðinni Euroshopper maísdós fyrir margt löngu. Þann viðbjóð var aldrei hægt að klára. Hver sá sem ekki getur einu sinni soðið maísstöngul, brytjað hann niður og troðið honum í dós án þess að klúðra því á ekki mína peninga skilið.
Mín kenning er sú að þessi vara sé einungis til sölu hér á landi í pólitískum tilgangi. Þar sem núverandi stjórnvöld eru á móti inngöngu í Evrópusambandið er verið að sýna fólki fram á að allt evrópskt er hreinn viðbjóður.

9/12/05 18:02

Tigra

Mér finnst alltí lagi að Euroshopper sé þarna, svo fremi sem hinar vörurnar séu þarna áfram líka svo maður hafi val um að kaupa þetta dót.

9/12/05 18:02

Gísli Eiríkur og Helgi

þessar vörur hafa fundist hér í svíþjóð í mörg ár og eru sumar bara mjög góðar. ég át jurtaost frá þeim fyrir stundu og smakkaði vel

9/12/05 18:02

Hakuchi

Það er vandinn. Svo virðist sem þessi ófögnuður sé að ýta burt öðrum vörum á borð við kanínukakómalt.

Fékk mér maísstöngla frá Euroshop um daginn. Það á ekki að vera ammóníakbragð af maís.

9/12/05 18:02

Undir súð

„Það á ekki að vera ammóníakbragð af maís“. Stórbrotið! Þessi fer í næstu útgáfu bókarinnar „Vel mælt - hnyttin tilsvör og fleyg orð“.

9/12/05 18:02

Kondensatorinn

Þetta er náttúrulega samsæri. Það er ábyggilega sama maukið í öllu draslinu og ekki langar mig að vita hvaðan hráefnið kemur. Gæti verið úreltur hermannamatur af vellinum. Með nýjum miðum á dósunum.

9/12/05 18:02

Ugla

Það bragðast allt eins þetta Euroshopper drasl. Alveg sama hvort um er að ræða pakkapizzu eða uppþvottalög. Nákvæmlega sama bragðið!

9/12/05 18:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Enn elsku Ugla hefurðu prófað að þvo upp með pakkapizzunum þeirra?

9/12/05 18:02

Heiðglyrnir

Ef að það bragðast eins og ammóníak lítur út eins og maís þá er það sennilega pakkapizza..!.. (hugsanlega þó uppþvottalögur).
.
Fari það og veri....orð í tíma töluð. Þakka góðan pistil.

9/12/05 19:00

Ívar Sívertsen

Það sem er að gerast er það að umboðsaðili júgrasjoppunnar hefur náð mikilli fótfestu hérlendis. Umoðsaðilinn (verandi baugur) treður þessu í allar sínar verslanir og gott betur. Ef við værum í Evrópusambandinu þá væri samkeppni miklu meiri og meiri líkur á vandaðri vöru. Þær Euroshopper vörur sem ég hef notað eru yfirleitt frámunalega lélegar ef frá eru taldar súkkulaðibitasmákökur sem brögðuðust hreint ágætlega. En með inngöngu í Evrópusambandið falla niður ýmis höft á innflutningi og því meiri möguleiki á betri vöru... og vissulega aukast möguleikarnir á verri vöru líka... en þá er bara að sniðganga það sem vont er og nota það góða. En ef við göngum ekki í ESB þá er þetta líka góð leið til þess einfaldlega að velja íslenskt. Hætta að kaupa ammóníaksjopper og versla það sem framleitt er hér á landi.

9/12/05 19:00

sveinn

Ætli það sé ekki sniðugast fyrir íslenskan almúga að þjóðin taki þá ákvörðun um að skoða aðild að evrópusambandinu. Þá væri valið allavega mun meira í íslenskum búðum sem og að verð á matvælum myndi lækka. Þá ætti hinn sauðsvarti að geta haft efni á öðru en euroshopper.

En ég er með eina tillögu til þeirra sem vel eru máli farnir og hafa snert af kímnigáfu í ofanálag. Að þeir menn kæmu með íslenskt orð á þessa "euroushopper" vörulínu.

9/12/05 19:01

Lopi

Ef við ætlum að standa undir það að vera ríkasta þjóð í heimi, þá þýðir ekkert að vera bjóða okkur upp á einhverjar fátæklingavörur.

9/12/05 19:01

Skabbi skrumari

Þegar litlir peningar eru til í kotinu, þá verður maður að grípa það ódýrasta... því miður er það Evrósjopp-draslið sem oftast verður fyrir valinu... hætta að skattleggja mat og þá getur maður aftur farið að borða góðan mat...

9/12/05 19:01

Anna Panna

Krónan og Nettó eru (mér vitanlega) ekki með í þessu allsherjarsamsæri evrópskra innkaupenda, ég sá t.d. alvöru kanínukakómalt í Nettó í hádeginu, 33% meira í pakkanum en venjulega. Drífa sig bara þangað...

9/12/05 19:01

Hexia de Trix

Fyrr mun ég dauð liggja en kaupa mér júrósjopper-kók!

9/12/05 19:01

Þarfagreinir

Þetta er allt saman hluti af allsherjarsamsæri Evrópusambandsins, sem er auðvitað Dýrið. Evrusjoppumerkingarinnar eru merki Dýrsins. Nú fer Hármageddón að fara að koma hvað úr hverju, vitiði bara til.

9/12/05 19:02

Rasspabbi

Þetta Júrósjopper rusl er bara aflóga kjarnorkuúrgangur. Bara frat. Af þeim vörum í þessum flokki sem ég hef prófað hefur oftast verið um að ræða aflóga rusl og drasl. Það er einhver ástæða fyrir því að þetta er ódýrara en flest annað.

Svei.

9/12/05 20:00

Jóakim Aðalönd

Niður með Evrópusambandið! Niður með Baug! Niður með... já, þá er þetta komið í bili held ég.

9/12/05 21:00

blóðugt

Oj, evrusjoppa. Ég leigði íbúð um helgina (sem fólk einmitt leigir aðeins til skamms tíma) og þar voru allir skápar fullir af evrusjoppu drasli sem hafði verið keypt og skilið eftir af leigjendum. Ég tel að gæði vörunnar (eða vöntun þar á) hafi orðið til þess að ógeðið var skilið eftir. Hversu mikill sparnaður er nú í því?

31/10/05 01:00

Hvæsi

Það á líklega enginn eftir að sjá þetta, en reynum samt.

Euroshopper er ekki matvælafyrirtæki !

Euroshopper kaupir einfaldlega úrkasts og afgangsvörur af ódýrasta byrgjanum, merkir það sér og selur áfram í gríðarlegu magni, og er því ódýrast í búðunum hér.

Ég hef ekki enn gerst svo frægur að smakka þetta en félagi minn líkti snakkinu við ógeðið sem presturinn treður uppí mann með víninu.

1/11/05 19:00

Jóakim Aðalönd

Heyrðu, er þetta laumupúkaþráður?

2/12/06 00:01

B. Ewing

Er það? [klórar sér í höfðinu]

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.