— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 8/12/04
Battlestar Galactica

Allt er fyrirgefið

Ég nördaðist til að leigja fyrstu fjóra þættina í endurgerðri seríu á Battlestar Galactica.

Eldri serían kom út í kjölfar Stjörnustríðsfársins á síðari hluta áttunda áratugarins. Vonir stóðu til að þetta yrði Stjörnustríð sjónvarpsins. Það gekk ekki og var framleiðslu hætt í miðri seríu. Þættirnir öðluðust hins vegar gríðarmikinn költstatus í Bandaríkjunum og síðar hér á landi.

Eitt sinn tók ég þessa þætti (eða þá fyrstu) til að sjá hvaða læti þetta voru. Niðurstaðan var sú að þessir þættir voru álíka heillandi og fimm mánaða gamalt gubb. Tæknibrellurnar voru fínar, búningarnir fínir, allt mjög Stjörnustríðslegt, en söguþráðurinn var algerlert rusl og það stóð ekki steinn yfir steini í því (jafnvel séð út frá "innri lógík" kvikmynda/þátta). Afburðaléleg skrif eyðilögðu því þáttinn. Ég get vel skilið að bandarískt fólk sem sá þættina þegar það var átta ára í USA finni til einhverrar nostalgíu, en að það skuli hafa verið fólk hér á landi sem sá þessa þætti aldrei sem börn sem "dýrkar" þessa þætti er ekkert annað en hrein sýndarmennska í nördisma. Það er bara ekki hægt að líka við þessa þætti.

Þess vegna var ég fullur efasemda þegar ég og félagi leigðum þessa nýju útgáfu, létum þó til leiðast í ljósi þess að áreiðanlegir aðilar (þ.e. nördar með sjálfstæða hugsun, ekki þykistunördar sem þykjast dýrka eitthvað af því að þeir halda að það falli í kramið hjá nördum) höfðu mælt eindregið með þessu.

Niðurstaðan er sú að þetta eru frábærir þættir (það sem af er). Tæknibrellur, útlit og allt það er mjög vel gert. Það er hins vegar aukaatriði. Aðalatriðið er handritið og það slær í gegn. Allt það sem fór úrskeiðis í fyrri seríunni er lagað og endurbætt til muna. Þessir þættir verða líka að teljast einstakir miðað við vísindaskáldsöguþætti en það felst í dramatíkinni. Í þáttunum eru teknar erfiðar og ógeðfelldar ákvarðanir sem eru á verulega gráu svæði siðferðilega. Slíkt myndi aldrei sjást í Star Trek. Karakterarnir eru heldur ekki svart/hvítir litleysingjar, þeir eru margbrotnir og flóknir. Slíkt myndi aldrei sjást í Star Trek. Óvinirnir sigra. Slíkt myndi aldrei sjást í Star Trek.

Þetta eru þvi virkilega góðir þættir (það sem af er). Ég hlakka mikið til að horfa á afganginn.

Þetta fæst auðvitað hjá Larrý í Laugarásvídeó og ég hvet alla nörda til að leigja þættina.

   (17 af 60)  
8/12/04 23:02

Goggurinn

Ég hef heyrt afspyrnu slæma hluti um upprunalegu þættina, það hefur fælt mig frá þessum nýju. Kannski er sniðugt að breyta því..

8/12/04 23:02

Skabbi skrumari

Fyrst kóngurinn segir það... þá er líklega eitthvað til í því.. Skál...

9/12/04 00:00

Heidi

Ég er alveg sammála Hakuchi, mjög góðir þættir þessir nýju. Ég sá míniseríuna fyrir nokkru og var einmitt að ljúka við að horfa á seríu eitt í gær.

9/12/04 00:01

Krókur

Já, áhugavert. Kannski að maður kíki á þetta. Ég vil líka að það komi fram að eina ástæðan fyrir því að ég er nörd er til þess að falla í kramið.

9/12/04 00:01

hundinginn

Ansi áhugavert. Sjálfur hef jeg gaman af Star Treck, best að viðurkenna það bara. En þetta gæti verið spennandi að sjá.
Lifi sannleikurinn!

9/12/04 01:01

Gunnar H. Mundason

Mér skilst að Skjár Einn sé að fara að taka þættina til sýningar.

9/12/04 01:01

Hakuchi

Það eru gleðitíðindi. Loksins verður hægt að horfa á einhvern þátt á þeirri arfaslöppu stöð.

9/12/04 02:01

Vladimir Fuckov

Og í morgun sáum vjer að þættirnir byrja í kvöld.

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.