— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/05
Sjálfsmyndin og Kynið.

Hvernig á stelpa að vera? Hvernig á strákur að vera? Afhverju?

Afhverju erum við svo rótföst í þeirri fábjánalegu hugmynd, að þau "tól" sem maður fæðist með, á einhvern máta, stjórni eða breyti persónuleika okkar eða áhugamálum. Afhverju eiga strákar að leika sér með bíla og stelpur með dúkkur?
Ég heyri stundum foreldra segja að það sé ekkert svoleiðis. Að litla prinsessan þeirra (eða litli karlinn) vilji bara leika með dúkkur (bíla). En þegar maður fer að athuga með málið þá hafa þessi börn næstum alltaf verið uppalin frá byrjun með sitt kynslega rétta val af leikföngum. Strákarnir fengu bíla og stelpurnar dúkkur og svo þegar það var orðið sjálfsagt og innhamrað í hausin á þeim að þau eru svo dugleg að leika með "rétt" dót þá er hitt ekkert athugavert þegar þau seint og um síðir fá að prófa.
Og seint og um síðir getur verið fimm ára. Það getur þess vegna verið þriggja ára. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.
Strákar fá að heyra að þeir eiga að vera stórir og sterkir og duglegir og harðir af sér. "Litli karlinn minn." Stelpur eiga að vera fínar og sætar og duglegar. "Æi, aumingja littla prinsessan mín."
Komin með upp í háls af þessu kjaftæði!
Dóttir mín er dugleg. Stór, sterk, hörð af sér. Hún vil helst leika með flugvélar, bíla og dýr. Hún er fín og sæt og þrælgáfuð. Hún er fimm ára og fattar grunnleggjandi stærðfræði. Hún er og fær alltaf að vera hún sjálf, allavega mín vegna. Og ég kem til að skamma hverja þá manneskju sem reynir að breyta henni í eitthvað sem hún "á" að vera.

   (25 af 39)  
1/11/05 02:01

Þarfagreinir

Mmm sammála.

Fólk er fólk, í mínum hugarheimi. Ég flokka það ekki í hópa eftir kyni eða öðrum smáatriðum. Eini munurinn hvað kynin varðar er að ég laðast stundum að ákveðnu fólki á ákveðin hátt, og svo vill til að það er allt kvenkyns.

1/11/05 02:01

Offari

Mín dóttir vill aldrei fara með mér í bilaleik.

1/11/05 02:01

Lopi

Systir mín gerði tilraun til að ýta bílum að dóttur sinni sem leikföng þegar hún var lítil en alltaf endaði hún í dúkkuleik. Hver veit nema að hún hafi séð of mikið a stelpum leika sér að dúkkum í kringum sig. Það þyrfti að gera allsherjartilraun einhverstaðar.

1/11/05 02:01

Gaz

Þá förum við bara í bíló Offari.

Lopi, að sjálfsögðu hefur þetta líka að gera með hvað hverjir í kringum eru að leika með.

1/11/05 02:01

Jóakim Aðalönd

Mæl þú manna heilust Gaz. Burt með staðalímyndirnar!

1/11/05 02:01

Aulinn

Ég vil líka meina að stelpur fari í dúkkuleik því að þær eru jú hannaðar til þess að annast barn, seinna í lífinu. Það er eitthvað innra með þeim sem fær þær til að vilja annast dúkkuna, klæða hana í föt og þess háttar.

Ég hef samt sjaldan séð fordóma gegn stelpum sem leika sér að "strákadóti". Það er yfirleitt litið hornauga á stráka sem leika sér að dúkkum og öðru "stelpudóti".

1/11/05 02:01

Tina St.Sebastian

Sem stelpa lék ég mér bæði að dúkkum og bílum.

Ég hef aldrei haft neinn áhuga á að eignast börn, en enginn virðist skilja það.

1/11/05 02:01

Gaz

Kvenkynið er hannað til að fæða. Bæði kynin eru jafn hönnuð til að annast um.
Það er vitleysa að halda að það að vera með óvirk kynfæri og óvirkt kynferði geri það að verkum að kvennkynið sjálfkrafa fari að annast þykistubörn.

1/11/05 02:01

krumpa

Meðan mömur sem þykjast vera fylgjandi jafnrétti kaupa svona dót - klæða litlu krúttustelpurnar sínar í bleikt með pallíettum og gata á þeim eyrun við fæðingu - þá breytist þetta ekki því miður. Keisarabarnið fær að leika við það sem það vill - sem eru reyndar yfirleitt sverð, tindátar, bílar og hervirki. Sem er ágætt fyrir mig - en ekki svo gott fyrir hana félagslega - því að hún á bara strákavini og það er nú algert NÓNÓ á aldrinum 8-12 ára. Þannig að nema við konur og mömmur tökum hausinn úr rassborunni á okkur og reynum að kíkja á heiminn fyrir utan tútturnar okkar þá verður þetta bara svona!
Tina, þetta er bara hin besta ákvörðun hjá þér! Heljarinnar vesen sem fylgir þessu sko...

1/11/05 02:01

krumpa

Ahhh..held reyndar að kynferði barna (í það minnsta kynhvöt) sé ákaflega virk frá fæðingu - þó hún sé kannski ekki á þeim basis sem við þekkjum hana...

1/11/05 02:01

Gaz

Já það er að vísu rétt hjá þér krumpa. Lélegt orðaval kannski.
Málið er að kynkvötin er óhlaðin. Það er að segja, hún er án teinginga við hvað á að gera, gerast eða þíða. Það hefur ekki með fjölgun mannkynsinns eða eitthvað "dónó" að gera.
(Dónó er fullorðinsuppfinning að vísu en samt.)

1/11/05 02:01

Aulinn

Eru bæði kynin hönnuð til að annast? Nei það held ég nú aldreilis ekki! Karlmaður er hannaður til að dreifa sæði sínu á meðan kvennmaðurinn verður bomm og þarf að hugsa um krakkann sinn! Sjáðu bara í flestöllu dýralífinu er þetta þannig! Þó svo að maðurinn sjái sóma sinn í að annarst krakkann, en hann er ekki fylltur þeirri þörf að eignast barn og annast það eins og konan. (Ég er ekki að alhæfa Tina, í flestum tilvikum er þetta svona).

1/11/05 02:01

Tigra

Sko... þetta er raunar eitthvað meðfætt í okkur.
Ég er að læra sálfræði og þar lærði ég um ungan "dreng" sem lenti í þeirri mislukku þegar hann var ný fæddur að læknarnir gerðu einhver mistök við einhverja aðgerð eða hvað það nú var, nema að þeir brenndu einhvernvegin typpið á honum eða e-ð og skemmdu það.
Læknarnir mæltu allir með við foreldrana að barnið yrði sett í kynskiptiaðgerð og úr því gerð stúlka.
Sem var gert.
Það gekk svona allt í lagi fyrstu árin, stelpan hélt bara að hún væri stelpa, en þótti svo gaman að leika sér með bíla og annað "strákadót"
Foreldrarnir vildu hinsvegar ekki leyfa henni það og þegar hún fékk ekki að leika sér með bíl eldri bróður síns, þá sparaði hún vasapeningana sína og keypti sér sitt eigið dót.
Í kringum 14 ára aldur varð "stúlkan" einstaklega þunglynd og vildi fá að fara í kynskiptiaðgerð.
Þá viðurkenndu foreldrarnir fyrir "henni" hvernig aðstæður voru og stúlkunni var snúið aftur í pilt.
Hann giftist síðan seinna konu og tók að sér barnið hennar og kom opinberlega fram og sagði frá sögu sinni.
Því miður átti hann erfitt og framdi sjálfsmorð 2004.

Það er semsagt eitthvað inní okkur sem kallar á eitthvað, en það er auðvitað bara hálf sagan.
Ég t.d. lék mér mikið með bíla og turtles kalla þegar ég var lítil, en minna með dúkkur.
Ég reyndar lék mér hvað mest með bangsa eða í einhverskonar ímyndunarleikjum út af dýradellunni sem ég var með, en það er annað mál.

Krumpa: Ég átti mjög mikið af strákavinum sem barn, en það hamlaði mér ekkert.
Ég á reyndar eiginlega bara strákavini núna líka.. líklega eru um eða yfir 90% af mínum vinum strákar... og mér finnst það fínt.
Þær vinkonur sem ég á verða þá bara nánari í staðin.

1/11/05 02:01

Gaz

Aulinn. Mannskepnan er næst öpum í líkheitum. Um leið og króinn er kominn af stað er það allur flokkurinn sem sér um að annast og passa, ekki bara kvennkynið, og alls ekki bara mamman. Það er asnaskapurinn í mannskepnunni sem gerir það að verum að við erum búin að troða okkur í þau hlutverk sem þú ert að hamast við að viðhalda.

1/11/05 02:01

Tigra

Og það er ekkert hægt að alhæfa um hvort að kyn séu hönnuð til að annast... það er mjög mismunandi eftir dýrategundum.
Í mönnum má segja að upphaflega hafi konur verið hannaðar til að annars afkvæmi sín, en í dag er það bara alls ekki endilega reyndin. Við setjum börnin í pössun og margir foreldarar hugsa jafnt um börnin (eða jafnvel pabbinn vinnur heima)

Þótt að upphaflega hafi þetta verið á einn eða annan veginn, þýðir það ekki að ekki megi breyta þessu.

T.d. er talið að sökum stærðarhlutfalla og annars, hafi manninum upphaflega verið ætlað að vera fjölkvænisvera.
Þess má geta að aðeins 16% menningarsamfélaga í heiminum eru einkvænisverur (en auðvitað er langflestur mannfjöldi innan þessara 16% ...sbr allt vestræna samfélagið etc)

My point: Það er hægt að breyta því sem upphaflega var.

1/11/05 02:01

Finngálkn

Vá ég hef aldrei lesið jafn mikið bull um jafn ómerkilegt efni! - Svona er það þegar þið kerlingarnar fáið að tala of mikið!

1/11/05 02:01

Finngálkn

Já þarmagreinir þú ert aðal kerlingin!

1/11/05 02:01

Finngálkn

Svo hljómar þetta eins og tilgangslaus kúrs í tilgangslausri kynjafræði!

1/11/05 02:01

Offari

Þú lékst þér vel við þína dúkku

1/11/05 02:01

Finngálkn

Ég reið henni svo við höfum það á hreinu!

1/11/05 02:01

Gaz

Finngálkn var ábyggilega "stóri sterki karlinn" mömmu sinnar.

1/11/05 02:01

Finngálkn

Mamma dó þegar ég var tveggja ára og mér fannst gaman að lemja stelpur!!!

1/11/05 02:02

Offari

Æ greyið þú ég vorkenni þér.

1/11/05 02:02

krumpa

Finngálkn : ekki vera svona súr þó þú hafir fallið í inngangskúrsinum í kynjafræði.

Tígra ; ég átti líka eiginlega bara strákavini - og þessi ár sem þeir ,,máttu" ekki leika við mig þá sneri ég mér bara að öðru dundi og dútli. Börn eru hins vegar misjöfn og hafa misjafna félagsþörf. Það er auðvitað mjög sárt að vera utanveltu í bekk eða hóp af því að maður hefur bara gaman af ,,strákadóti" - við getum lamið hausnum í vegginn og sagt ÉG ER EINS OG ÉG ER EINS OG ÉG VIL VERA - en sannleikurinn er sá að þá tekur samfélagið okkur í rassgatið! Like it or not. Það er hægt að röfla um þetta á háfleygum nótum - en það er ekkert gaman að vera stelpa án stelpnavina og eiga strákavini sem ,,mega" ekki leika við mann. Það þarf einfaldlega eitthvða meira að breytast...

1/11/05 02:02

Nermal

Ég átti nú einhverntíma dúkku... en ég lét vera að ríða henni. Svo hef ég oftar en ekki gefið kvennkyns ættingjum bíla.

1/11/05 02:02

Tigra

Ég leysti þetta bara með því að hanga með strákastelpum í gegnum helsta kynþroskaskeiðið... en ég fann samt ekkert svo mikið fyrir því að það mætti ekki hanga með strákum á neinu tímaskeiði.
Örlítið jú, en ég var auðvitað mjög félagslega opin og ófeimin á þessum tíma og átti því ekki í vandræðum með að eignast þá bara nokkrar vinkonur.

1/11/05 02:02

Kondensatorinn

Börnin leika sér með það sem þeim þykir áhugaverðast. Sorglegt hvað fólk otar oft að þeim miklu rusli. Synir mínir voru mjög ungir farnir að búa til vopn af sjálfsdáðum án þess að hafa nokkrar fyrirmyndir.

1/11/05 03:00

Haraldur Austmann

Djöfulli eruð þið með allt á hreinu, ekki eldri en þið eruð. Ja hérna.

1/11/05 03:00

Tigra

Aldur segir nú ekki alltaf allt Halli minn.
Stundum hegðar fullorðið fólk sér eins og örgustu smákrakkar.

1/11/05 03:00

Haraldur Austmann

Nei ég meina sko - þarna eruð þíð með kynjafræði, uppeldisfræði og sálfræði afgreidd í nokkrum hnitmiðuðum setningum og mér sýnist bara óhætt að loka búllunni.

Kannski lærir maður smátt og smátt að lífið er ekki þess virði að taka því of hátíðlega.

1/11/05 03:00

feministi

Dóttir mín, sú sem neitar að ganga í feministaflokkinn, lenti í ógnar basli í haust. Hún ætlaði að velja sér nýja skólatösku og langaði í dökkbláa, þá vandaðist málið því búðirnar og auglýsingarnar höfðu flokkað töskurnar í stráka og stelpu töskur. Þar var hún komin í pattstöðu blessunin, ekki enn orðin tólf, annað hvort varð hún að kaupa s.k. stelpulit eða vera talin til stráka. Hún valdi seinni kostinn á endanum flóttaleg á svip, beið eftir því að eitthvað gerðist. Háðsglósur. Einelti. Útskúfun. En það gerðist ekkert.

1/11/05 03:00

Golíat

Þetta hefur verið rætt hér áður og ég alveg tilbúinn að deila minni reynslu með ykkur eins og þá. Ég á bæði syni og dætur. Fyrst komu dæturnar og vorum við foreldrarnir alveg ákveðin í því að þær yrðu ekki aldar upp sem bleikar dúkkustelpur og voru þeim gefnir bílar, traktorar og tæknilego ásamt dúkkum og öðru þh. Áhuginn beindist hins vegar snemma til hennar Barbie og vinkvenna hennar. Nálægt áratug seinna fæddust synirnir og okkur var fljótlega ljóst að áhugasvið þeirra var allt annað en systra þeirra. Þeir byrjuða að segja brrrrr og leika sér að bílum um leið og í raun löngu áður en þeir gátu það. Við vorum alveg sammála um það foreldrarnir og systurnar að það væri sjálfsprottin hegðun, ekki lærð.
Ég er því sannfærður um að drengir og stúlkur séu almennt ólík frá fæðingu en að sjálfsögðu er það einstaklingsbundið. Fyrir tveim áratugum eða svo hefði ég hins vegar haldið því fram að uppeldið hefði lang mest að segja í þessum efnum, við fæðingu hefðu kynin sömu áhugamál. Eða öllu heldur, líkurnar á að nýfætt barn þróaði mér sér áhuga á tilteknu viðfangsefni væri óháður kyni þess að því gefnu að umhverfið væri hlutlaust, þe reyndi ekki að beina áhuganum á ákveðnar brautir.
En skál og til hamingju með að loksins er farið að blása úr suðri og vestri, það var sannarlega kominn tími á það.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533