— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Pistlingur - 3/12/06
Ættirðu eða Viltu?

Að gera, eða ekki gera, eitthvað ávanabindandi eða óhollt, það er spurningin.

"Æh ég reyndi að hætta en það bara gekk ekki svo vel."
Hver hefur ekki heyrt þetta, já eða alla vega eitthvað sambærilegt? Þá í sambandi við reykingar, kaffidrykkju, súkkulaðiát, áfengi eða hvaðeina.
Oftast heyrir maður eitthvað svona þegar maður spyr reykingamann hvort hann langi ekki að hætta.
Mann "á" náttúrulega að langa að hætta að reykja! Þetta er stórhættulegt og illa lyktandi og argasti ósiður. Hins vegar má segja hið sama um lélegar vatvenjur og þar sem að fullorðið fólk oft ber á borð fyrir fleiri en sjálft sig, til dæmis fyrir börnin sín, þá er það einnig skaðlegt fyrir nánasta umhverfi. Lélegar matvenjur geta einnig verið afskaplea illa lyktandi og þá ekki bara þegar matarinns er neytt heldur einnig löngu eftir. Sérstaklega ef loftræstingin inni á baði er ekki í topp lagi. Reykingamenn er allavega hægt að senda út með sína loftmengun.
Af hverju ættlumst við ekki til eins mikils af fólki sem mengar umhverfi sitt og skaðar sjálft sig á aðra máta en í gegn um reykingar? Af hverju er það til dæmis ekki í lagi að segja akfeitri manneskju að makkdónaldsinn sem hún var að kaupa er viðbjóður og að hún sé að drepa sig á því? Af hverju má maður ekki skamma mömmuna sem situr inni á hamborgarastaðnum með þrjá krakka í kringum sig.
"Veistu ekki hvað þetta er skaðlegt fyrir börnin þín! Ha!! Ertu að reyna að kenna þeim ósiði? Gera þau veik?"
Af hverju skammast sín ekki ruslamatsæturnar sem dæla í sig krabbameinsvaldandi nammi og gosi eða hjartaskaðandi fitu, eins mikið og reykingamenn skammast sín?
Nú er búið að sanna að nammi og gos eykur sénsinn á að fá krabbamein með 25% fyrir konur og 17% fyrir karlmenn (ef ekki er talin með ). Af hverju "á" mann að langa að hætta að reykja en maður ætti að "passa sig" á matnum?
Ef ég spyr þig "Langar þig ekki að hætta að drekka gos? Veistu ekki hvað það er hættulegt?" svarar þú eins og er þó að svarið væri "Nei. Ég drekk það sem mér sýnist!" eða gerir þú eins og reykingamaður, lýtur niður og skammast þín og svarar "Jah, ég reyndi það einusinni.... "

Á fólk að hætta með sína ósiði af því að þeim langar að bæta sig? Eða á fólk að hætta af því að það ætti að hætta?

Persónulega held ég að þeir sem hætta af því að þeim er sagt að þeir ættu að hætta eru margfalt líklegri að detta aftur í sama gamla ósiðinn. Það er ekki eins og að þeim "langaði" að hætta hvort eð er...

Ég vil taka það fram að ég er ekki að fara með áróður gegn því að hætta.. ég vill bara að þegar fólk hætti þá geri fólk það af eigin vilja og af eigin ástæðum, ekki annara..

   (18 af 39)  
3/12/06 04:02

krossgata

Það er í tísku að níðast á reykingafólki og er "pólitískt rétt". Þar er ventill fyrir alla þá gremju sem fólk þarf að fá útrás fyrir. Þrátt fyrir allt annað sem er jafn skaðlegt, skaðlegra, þá er lítill áróður gegn því eða á vinsamlegri nótum. En einhvern verður að hengja. Einhvern verður að sparka í og núna er það reykingafólk.

3/12/06 04:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Sannarlega góð & gild pæling hjá pistlingsritara.

Í framhaldi af því, semog athugasemd krossgötu, minnir mig að Tina St. hafi einnig gert svipuðu málefni skil í ágætu riti ekki allfyrirlöngu. Mér þykir þannig t.a.m. freistandi að velta upp spursmáli um það, hversu stórt hlutfall af margumtalaðri svifryksmengun í stærri þéttbýlisstöðum landsins skyldi vera tilkomið af völdum tóbaksreykinga?

Pápi minn hafði stundum á orði eitthvað á þá leið, að "ef ekkert fyndist í veröldinni verra en hráki & fingrasnýtingar - þá væri nú gaman að vera til, þaðheldégnú...". Eftilvill mætti, að vissuleyti, heimfæra þessa speki uppá blessað tóbakið . . .

Vitanlega er ég ekki að mæla reykingum bót - skaðsemi þeirra er auðvitað alkunn, öllum sem heyra & skilja vilja. En þið hljótið að átta ykkur á meiningunni. Góðar stundir.

3/12/06 04:02

Stelpið

"Nú er búið að sanna að nammi og gos eykur sénsinn á að fá krabbamein með 25% fyrir konur og 17% fyrir karlmenn."

Ég er alltaf voða skeptísk á tölfræði ef henni fylgja ekki heimildir, hvar sástu þetta?
Annars er ég sammála því að fólk eigi bara að ráða sér sjálft - en á sama tíma að láta sína ósiði, hvort sem það eru reykingar eða ruslmataræði, ekki bitna á börnunum. Það er virkilega sorglegt að sjá heilu fjölskyldurnar, sem líta út eins og kjötbollur með lappir, kjaga inn á KFC...

3/12/06 04:02

Jóakim Aðalönd

Ég myndi halda að hanastélssósu ætti að meðhöndla eins og vindlinga. Það er geðveikt óhollt að innbyrða slíka sósu og ekkert líklegra en að þú fáir hjartaáfall ef þú tekur inn eins og einn brúsa á dag...

Annars má annað fólk reykja og drekka hvað sem það langar fyrir mér, svo framarlega sem það er orðið sjálfráða og það neyðir það ekki upp á mig.

3/12/06 04:02

Dula

Hvaða fordómar eru þetta gagnvart okkur rolunum, ég verð ósjálfbjarga í kringum súkkulaðistykki. ég vil og ætla að hætta. En égv viðurkenni bara fíkn mína og segi ég heiti Dula og ég er súkkulaðifíkill.

3/12/06 04:02

Jóakim Aðalönd

...svo er réttara að segja ,,ættirðu" og ,,viltu". Réttast væri raunar að segja ,,ættir þú" og ,,vilt þú"...

3/12/06 01:00

Gaz

Stelpið : Það var mikið skrifað og talað um nýa könnun og þessar prósentur hér í svíþjóð undanfarina viku.

Hér á GP er skrifað um þetta, ef þú nennir að lesa sænsku...

http://www.gp.se/gp/jsp/Crosslink.jsp?d=119&a=329208

3/12/06 01:01

Offari

Ok ég er ósiðafíkill. ég skammaðist mín strax við fyrstu málsgrei og svo fór þa versnandi. Best er a berjast við einn ósið í einu fyrst tóbaksfíknina og enda svo á Gestapófikninni.

3/12/06 01:01

Grágrímur

[quote]
...hvar sástu þetta?
[/quote]

Er líka utan á Blaðinu í dag... ekki það að ég telji Blaðið merkilega heimild...

3/12/06 01:01

Gaz

Nej, en GP fékk þetta frá TT sem að er áreyðanleg heimild.

3/12/06 02:00

Jóakim Aðalönd

Það mætti samt laga fyrirsögnina...

3/12/06 02:01

Stelpið

Takk fyrir greinina, ég kom sjálfri mér á óvart í sænskukunnáttu minni...

3/12/06 04:00

dordingull

Ef ég man rétt, þá er ca. ár síðan fréttasnápur nokkur ákvað að borða Mcdonalds-borgara á hverjum degi. Eftir fáeinar vikur bönnuðu læknar honum að halda áfram þar sem hann væri langt komin með að drepa sig.
Það fer því ekki á milli mála að Kúbuvindlar eru heilsusamlegri en hamborgari því annars væri Kastró ekki áttræður.

3/12/06 04:01

Gaz

Dordingill : Þú meinar "supersize me" heimildarmyndina. Það er hollt fyrir alla að horfa á hana.

Ber að nefna að sykurinn og ruslfæðið er ávanabindandi.

3/12/06 05:02

Ísdrottningin

Það er ekki satt, ég hætti að drekka gos.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533