— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 3/12/05
Að bjarga heiminum.

Frelsum öll dýr! Hvað so sem það kostar!

Í svíþjóð eru að koma lög sem fara framm á að minkar sem eru aldnir skinnsins vegna fái pláss úti þar sem þeir hafa möguleika á að hlaupa og synda. Manni finnst það kannski sjálfsagt að dýrin eigi að fá svoleiðis möguleika en það ætti kannski að minna á að það er um að ræða útipláss fyrir hvern einn og einasta mink. Einn mink í hvert pláss.
Það er ekki til einn einasti minkabóndi í svíþjóð sem kemur til með að eiga séns á að láta þetta virka og þess vegna kemur minka-eldi að leggjast niður alveg. Þessir bændur eru semsagt hér með orðnir atvinnulausir og blankir. Og pelsinn sem hefði verið seldur fer hlaupandi út í skóg þar sem að það er of dýrt að drepa dýrin á þann máta sem í lögum segir að maður eigi að gera ef ekki er hægt að selja pelsinn af þeim.
Og hvar eiga núna þeir sem ætluðu sér að kaupa sænskann mink að ná sér í pels? Jú. Það er verið að senda fleiri kúnna til asíu til að kaupa skinn sem hafa verið rifin af pyntuðum, sjúku og slösuðum skepnum. Og ekki nóg með það heldur voru þessi dýr ennþá við líf þegar skinnið var rifið af.
Bravó sænskir dýraverndunarsinnar. Bravó!

(Fyrir þá sem ekki fatta þá er þetta rit á kafi í kaldhæðni!)

   (39 af 39)  
3/12/05 07:01

feministi

Merkilegt nokk. Það hefur lengi verið í tísku að ættleiða frekar hval eða fjöru en að bjarga svangri manneskju. Hvaðan hefur þú það að skinnið sé rifið af lifandi skeppnum í asíu? Það eru kannski sömu heimildir og herma að við Íslendingar rífum æðadúninn af lifandi kollum.

3/12/05 07:01

Haraldur Austmann

Vex ekki skinnið á þá aftur?

3/12/05 07:01

Gaz

Nú hef ég ekki lengur "linkinn" á tölfu-hræinu mínu þar sem að hún hefur dáið minnst tvisvar síðan að ég náði í hann. En ég get náð hann aftur veit ég.
Þetta var myndband af athöfninni á þremur mismunandti stöðum. Á einum voru þetta þvottabirnir og var þeim slegið í jörðina þrisvar áður en að skinnið var rifið af. Síðan var sýnt haugur af dýrum þar sem efstu þrjú voru enn andandi og að reyna að hreyfa sig. Blóðug og skinnlaus.
Erfitt að horfa á svoleiðis!

3/12/05 07:01

Haraldur Austmann

Hvað ætlast þú til að fólk á sultarlaunum slái þvottbjörnunum oft í jörðina? Ég myndi bara slá þeim tvisvar.

3/12/05 07:01

U K Kekkonen

ég er á því að Minkki eigi að úríma! þetta skaðræðis kvikindi á að drepa við hvert tækifæri.

3/12/05 07:01

U K Kekkonen

Þ.E.A.S Útrýma...

3/12/05 07:01

Finngálkn

Kæra Gaz - þér eruð örviti. Það að kynna kaldhæðni til sögunnar er svipað því að ætla að reka við með stæl í hóp en svo kemur bara píkuprump - með ófyrirséðum bónus...

3/12/05 07:02

Nermal

Auðvitað á að fara vel með dýrin, hvort sem um er að ræða minka eða önnur dýr.Þessvegna er það ólýðanleg grimmd að rífa skinnið af dýrinu meðan það er enn á lífi. En það er kanski óþarfi að það þurfi að byggja einbýlishús með sundlaug og nuddpotti fyrir hvern þeirra. Þetta er spurningun um að mætast á miðri leið.

3/12/05 07:02

Dexxa

[ hryllir sig ]

3/12/05 07:02

Jóakim Aðalönd

Dýraverndunarsinnar eiga það til að vera eins og aðrir náttúruverndarsinnar; tilgangurinn helgar meðalið og ekki er huxað út í afleiðingarnar.

Einhvern veginn grunar mig að þessi myndbönd sýni mynd af afar sjaldgæfum hlut. Þetta er sama og með myndbandið frá Ástralíu um árið, þar sem kengúrum var misþyrmt af þremur einstaklingum. Nánast einsdæmi þar í landi, en blásið upp af dýraverndunarsinnum.

3/12/05 07:02

Hakuchi

Eina leiðin til að bjarga heiminum almennilega er að steypa honum sjálfur í glötun og framkvæma síðan andhverfu verknaðarins. Við það raskast ekkert en eftir stendur maður sem hetja dagsins.

3/12/05 08:00

Gaz

*potar í Finngálkn*
Því miður er það bara svo að áhveðnir einstaklingar taka allt sem er skrifið bókstaflega og eiga þessvegna mjög erfitt með að fatta hvenar er að ræða um kaldhæðni.

Ég veit að það er vel mögulegt að þessi myndbönd eru einsdæmi eða jafnvel svokallað "hoax" en það er vel vitað að pelsdýr í þessum heimshluta lifa við ömurleg kjör og eru þau flest annaðhvort sjúk eða slösuð næstum allt sitt líf.

3/12/05 08:00

blóðugt

Aldrei myndu náttúruverndarsinnar líða það að hvalir yrðu drepnir til að fæða svona börn:

http://www.ehponline.org/docs/2004/112-14/hungry.jpg

En að koma í veg fyrir þetta:

http://www.madisonavemall.com/images/pictures/radE3773.jpg

Það er allt annað mál og miklu þarfara að berjast fyrir!

Þarf ég svo að segja þér að þetta sé kaldhæðni? Eða ertu klárari en við?

3/12/05 08:01

Nermal

Eina "skepnu" hefur nú stundum verið gleymt að vernda, það er mannskepnan. Einhverntíma heyrði ég að dýraverndunarsinnar væru búnir að eyða 2.000.000.000 kr í feitabolluna hann Keiko. Það hefði mátt bjarga ansi mörgum littlum börnum fyrir þá upphæð. Og aukalega nokkrum til viðbótar með að nota Keiko í bollur handa hungruðum heimi.

3/12/05 09:01

blóðugt

Ein fokkings geit getur bjargað heilli fjölskyldu frá hungurdauða og kostað skólagöngu barnanna. Hvað ætli það fáist margar geitur fyrir 2.000.000.000 kr.?

3/12/05 09:02

Jóakim Aðalönd

Það fer eftir því hvar geitin er keypt. Annars er það alveg rétt að það er ekki forsvaranlegt að tala um að vernda ofdekraða hvali meðan milljónir manna svelta.

3/12/05 10:00

Nermal

En nú ert Keiko dauður og það er bara mjög gott á hann!!

3/12/05 10:00

Gaz

Ég held því ekkert framm að ég sé klárari eð þið. Ég held því framm að það séu alltaf einn eða tveir á svona stöðum sem koma með stæla vegna þess að þeir geta ekki skilið hvenar er um kaldhæðni að ræða og hvenar ekki. Þið hljótið öll að kannast við svoleiðis fólk.

3/12/05 11:01

ZiM

Síðast þegar ég vissi voru minkar taldir skaðræðiskepnur ef að þeir eru lausir, hver vill fá helling af minkum sleppt út í náttúruna? Ég bara spyr því að ekki myndi ég vilja vita af því.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533