— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Gagnrýni - 31/10/05
Föstudagurinn Þrettándi.

Neikvæð hjátrú sem sköpuð er af kristnu kirkjunni sem leið til að bæta á þá trú að þeir sem eru ekki kristnir eru allir djöfladýrkendur.

Föstudagar voru áður og eru enn í dag oft gleðidagar. Það er komin helgi og núna er hægt að slappa af og "leika" og drekka og vera vitlaus. Stunda kynlíf. Einmitt eins og forfeður okkar gerðu á Freyju Degi (Fredag, Friday). Þessi dagur var helgur gyðju ástar og frjósemi áður en kristnin gerði djöfladag af honum, og í dag þar sem upplýsingarnar um hvaðan orðin og hugmyndirnar koma upprunalega er það skammarlegt að fólk trúi ennþá á þá hjátrú að föstudagar séu ólukkudagar.

Þrettán er prímtala og allar prímtölur voru heilagar í minns einni heiðinni trú. Hversu oft höfum við heyrt einhvern segja "Sjö, níu, þrettán!" og berja í einhverskonar tré? Talan þrettán var heilög í allri evrópu og töldu menn að henni fylgi mikil heppni og frósemi. Þetta var einnig galdratala og átti hún jafnvel að geta opnað dyr inn í ýmsa hulduheima.

Föstudagurinn þrettándi væri samhvæmt gamalli trú, best dagur ársinns. Heppnin og frjósemin út um allt! Allir sem vilja geta fundið konufaðm í kvöld, og allir sem vilja geta fundið sér karlmannshendur. Hunang og mjólk! Mjöð og brauð! Kjöt og smjör!

En nei!
Heimurinn er heilaþveginn! Fólk er fífl! Þrettánda hæð er ekki til í amerískum húsum! (Enda falla þau)
Óttinn við það að þetta sé óheppnisdagur gerir það að verkum að fólk gerir hann AÐ óheppnisdegi!
Hættið þessari vitleysu!
Vitum að þetta er æðislegur dagur. Frjór og hepping og til þess gerður að njóta af og með öðrum. Gerum daginn æðislegann!!

(Eina stjörnu fyrir söguna, aðra fyrir mögleikan. Komum þessu upp í fimm með því að gera daginn betri!)

   (26 af 39)  
31/10/05 13:01

Gvendur Skrítni

dagurinn í dag er ÆÐISLEGUR!!!!!

31/10/05 13:01

Þarfagreinir

Níu er ekki prímtala. [Klórar sér í höfðinu]

Annars er ég sammála því að prímtölur eru langbestar.

31/10/05 13:01

Billi bilaði

Hvað getur líka farið úrskeiðis ef allir eru í rúminu?

31/10/05 13:01

Lopi

Ég var að leita mér að smjörníf í smjörhnífadeild hnífaparaskúffunar í hádeginu. Haldið ekki að það hafi slæðst einn beittur hnífur úr beittuhnífadeildinní í smjörhnídadeildina og ég skar mig á beitta hnífnum.

Þar var ég óheppinn. Föstudagurinn 13. ekki spurning.

31/10/05 13:01

Heiðglyrnir

þrettán er happatala Riddarans.

31/10/05 13:01

Skabbi skrumari

Jah... allt í fína enn hjá mér... [dettur af stólnum]

31/10/05 13:01

Gaz

hahaha..

Þrennur eru líka svona tövratölur.. svo níu (3X3) er auðvitað garlatala.

31/10/05 13:01

Tigra

Föstudagurinn þrettándi er nú bara mjög góður dagur fyrir mig!
Hinsvegar er þorláksmessa yfirleitt óhappadagur.

31/10/05 13:01

Haraldur Austmann

Hurðu - þeir voru að gera framahaldsmynd við Föstudaginn 13. - hún heitir Laugardagurinn 14.

Fökk, ðis is fönní...

31/10/05 13:01

blóðugt

Sjöþúsund níuhundruð og þrettán er prímtala, er það ekki? Kannski er átt við hana...

Halli; ég sprakk úr hlátri.

31/10/05 13:01

Offari

Hlær.

31/10/05 13:01

Skabbi skrumari

Var hún ekki bara endurgerð á Fimmtudeginum 12?

31/10/05 13:01

Þarfagreinir

Nei, 7913 = 41 * 193, svo ekki gengur það upp.

31/10/05 13:01

Amma-Kúreki

Ég er þunn í dag uffff
en bæti fljótlega úr því
ja hver kannast ekki við þunnann þrettándan ?

31/10/05 13:02

Smali

Jæja, kominn fjórtándi og þá get ég loksins lagt af stað heim.

31/10/05 13:02

Smali

Úpps! Það er ekkert kominn fjórtándi á Baggalút. Ég bý og starfa erlendis....djöfull hljómar þetta artí.

31/10/05 14:01

Galdrameistarinn

[Leitar út um allt að galdratölunum sínum]
Hefur einhver séð þær?
Finandi hafi vinsamlega samband í síma 666-7913

31/10/05 14:01

Dexxa

Ég hef alltaf haldið upp á töluna 13.. og alltaf fundist föstudagurinn 13 vera skemmtilegasti dagur ársins.. aðalega bara vegna þessarar fáránlegu hjátrú!!

31/10/05 15:01

Nermal

Ég held að þessi hjátrú á föstudaginn 13. sé að mestu leiti sprottin frá Hollywood. En ammríkanar eru nottlega upp til hópa slefandi vanvitar !!

31/10/05 16:00

Jóakim Aðalönd

Heyrðu! Dagurinn er tileinkaður Frey; ekki Freyju! Heldurðu að einhverjar kellingar séu nógu merkilegar til að dagur sé nefndur eftir þeim?

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533