— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 6/12/05
Í nærveru sálar.

Nýlega skrifaði Renton léttan þráð um eigin trú. Hamingjan og tilvist sálar var þar með. Þetta náttúrulega setti í gang hausinn á mér og þar sem ég er mikið fyrir að pæla þá áhvað ég að skrifa niður svolítið af mínu pæli.

Að vera eða ekki vera.
Ég er vera.
Síðan manneskjan fyrst fæddist hefur hún hamast við að trúa því að það sé meira í hana spunnið en kjöt og bein. Hún trúir að hún sé annað og meira og betra en önnur dýr. Manneskjan er heilög sjálfri sér og hefur skapað marga guði í eigin mynd.
Út um allann heim notar fólk þessa guði og sína trú til að setja sig yfir aðrar manneskjur og halda því fram að "Allir aðrir eru syndugir, nema ég.".
Ég trúi ekki á hinn kristna guð. Ég er heiðin og ekkert sérstaklega stolt af því. Ég skammast mín ekkert fyrir það en mér finnst bara að það sé of augljóst að þessi trú virkar ekki til að það sé eitthvað að vera stolt yfir að hafa fattað. Ég trúi á þróun og náttúruna. Ég trúi á lífið.
Samt er það þannig að ég trúi á tilvist sálarinnar. Ég bara held því alls ekkert framm að mannskepnan eigi einkarétt á sálunni. Ég held að það sé í öllu einhver sál og að það sé ekki til einhver sérstök tegund sálar sem ekki geti notast til að filla kropp af annari tegund.
Fólk hefur teiknað myndir af húsum sem til eru í veruleikanum þó að teiknarinn hafi aldrey getað séð þessi hús. Stundum veit maður eitthvað sem maður á ekkert að geta vitað. Það er markt til í þessum heimi sem enn hefur ekki verið útskýrt.
Hver veit, kannski varst þú úlfur í síðasta lífi eða köttur eða risaeðla. Hver veit?
Allir þekkja einhvern sem er með vana sem minnir á eitthvað allt annað en manneskju. Er það svo ómögulegt að það sé vani frá því einhverntímann áður?

   (30 af 39)  
6/12/05 04:02

Haraldur Austmann

Ég til dæmis tíni lýs úr höfði fólks og ét þær.

6/12/05 04:02

Rindill

Lesturþessa félagsrits var ekki sársaukalaus með öllu.

6/12/05 05:00

Lopi

Rindilsháttur er þetta Rindill, alltaf gaman að bera saman pælingar annara við sínar eigin pælingar.

6/12/05 05:01

Nermal

Kæri sáli...

6/12/05 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég veit ekkert um lífið eftir þettað áður eðahvort eithvað sé á á bakvið tjöldinn .Hver sé meininginn eða hvort eithað sé æðra hinu. Enn elsku vina og nágranni ég veit þó að þú ert fín og vona ég innilega að sumarið og sólin fari vel með þig og þína um æfi alla . Kram

6/12/05 06:00

Heiðglyrnir

Gleðilegt Sumarfrí.

6/12/05 06:01

Dexxa

ég er að mörgu leiti sammála þér..

6/12/05 07:01

Jóakim Aðalönd

Ég hef líklega verið maður í fyrra lífi. Ég get talað, safnað peningum...

6/12/05 07:01

ZiM

Það eru góðir punktar þarna. Hvernig getur ein manneskja séð framliðna en önnur ekki trúað að þeir séu til? Margir tala t.d um að bílar hafi sálir, þó er oftast verið að tala um gamla bíla. Fólk trúir líka á sálnaflakk.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533