— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Gagnrýni - 4/12/05
Jóhanna Ríkisstjórn.

Jennifer Goverment. Eftir Max Barry er saga sem gerist í framtíðinni þar sem einkavæðing og kapitalismi hefur gengið svo lángt að fólk tekur nafn þess fyrirtækis sem það vinnur fyrir sem eftirnafn. Ríkisstjórnin er stofnun sem vinnur í því að reyna að hindra stóra glæpi eins og morð.<br /> Hack Nike vinnur í neðsta hluta af auglýsingadeild Nike. Hann fær lítið borgað og er leiður á vinnunni þannig að þegar Jhonn og Jhonn Nike bjóða honum að vinna með glænýa og byltingakenda auglýsinga herferð er hann fjótur að taka tækifærið og skrifa undir samning sem hann getur ekki lesið meðan hann hugsar um nýa möguleika, betri laun og meiri virðingu í heiminum. <br /> Það eina sem er að er að Jhonn segir honum síðan hvernig auglýsingaherferðing er. <br /> Hack á að drepa tíu krakka sem eru nýbúnir að kaupa nýu skóna frá Nike.

Þessi bók er hreinlega snilld!

Að hugsa sér framtíð þar sem hálfur heimurinn hefur orðið hluti af "bandaríkjalöndunum", þar sem heimurinnn snýst um peninga og eiginhagsmunahyggju er ekki erfitt. Þar sem skólarnir eru í eigu fyrirtækja sem nota tímann til að kenna krökkum að tilgangur lífsinns er að þéna peninga og kaupa og eiga meira, stærri og betra allt en granninn. Þar sem þú þarft að gefa kreditkortanúmerið þitt í gegn um síma til að borga fyrir sjúkrabíl áður en hann er sendur til þín. Þó svo að það sé spurning um líf eða dauða. Þar sem fyrirtæki er tilbúið til að myrða hóp af láglauna krökkum til að auka sölu á skóm.

Þetta er ekki svo erfitt að hugsa sér sem mögulega framtíð. Og svo sem bókin er skrifuð er þessi framtíð túverð og fólkið í henni er verulegt. Verðbréfasali sem allt í einu skilur að það eru til hlutir sem eru meira virði en launin. Strákur sem villist út um allan heim og lendi í hinu og þessu og það eina hann vill er bara að fara á skíði. Litla stelpan sem laumast til að kaupa önnur leikföng en fyrirtækið sem á skólann hennar framleiðir. Atvinnulausa stelpan sem vill bara selja forritið sitt og "meika það". Jennifer Goverment sem vill bara að fólk sé óhullt frá fyrirtækjum sem eru tilbúin til að gera hvað sem er til að auka eigin sölu.
Jhonn Nike. Sem vill eiga allann heiminn og gera hvað sem er sem hann vill utan að eiga á hættu að vera fyrir því að ríkisstjórnin abbast upp á hann.

Fyrst þegar ég las um bókina fannst mér hugmyndin spennandi og hugsaði mér að þetta gæti verið svolítið sniðug bók. Þegar ég byrjaði lesa bókina þá varð ég hissa á því hversu góð bókin reyndist vera. Betri en ég hefði nokkurntíman getað hugsað mér.
Þessi bók hefur einnig allt til að verða að skemmtilegri og jafnvel virkilega góðri mynd. Það er að segja ef rétt fólk er í réttum hlutverkum og sögunni er ekki breytt. Ef þeir gera mynd eftir bókinni þá kem ég til með að sjá hana.

Það er einn galli í bókinni. Hún er ekki létt að lesa ef maður á erfitt með að fylgjast með fleiri hlutum í einu. Hún byrjar pínulítið ruglingslega og maður er að lesa alla bókina í hlutum. Maður er að fyljast með nokkrum einstaklingum alla leið jafnvel þegar þeir eru ekki á sama stað. Stundum ruglaði ég jafnvel saman tveim persónum og þurfti að lesa hluta af sögunni aftur þar sem ég áttaði mig ekki á því hvernig hann komst út í skóg í nýasjálandi án þess að ferðast og hvað þetta og hitt hafði að gera með hann. Þetta var bara einusinni ég ruglaðist en ég veit að sumir ruglast oftar og léttar en ég og gætu þessvegna átt erfitt með bókina.

Fimm stjörnur gef ég bókinni. Frumleiki og góð skrif eru nóg til að ég get gleymt þessum litla galla. Ég naut af að lesa bókina og átti erfitt að leggja hana frá mér. Hef ekki haft svona gama af bók lengi.

Því miður er ekki búið að þýða bókina á íslensku þannig að ef þig langar að lesa bókina þá verður þú að lesa hana á ensku.

   (36 af 39)  
4/12/05 05:01

B. Ewing

Heitir þessi jóni kall ekki John? Johnny boy!

4/12/05 05:01

Gaz

Eða það.
Ég veit að ég stafa ekkert rétt í dag og málfræðin er farin til helvítis. Ég er lasin svo að ég nenni ekki að vera ekki sama.

4/12/05 05:01

B. Ewing

Svo ég segi nú eitthvað um þessa bók og essa grein (burtséð frá meintri villu) þá hjómar hún afar áhugaverð þessi bók. En ætli það fari ekki svo eins ogf svo oft áður að ég bíði bara eftir myndinni, lesi svo kannski. [Dæsir mæðulega og lítur á útrunna bókasafnsskírteinið]

4/12/05 05:01

Nornin

http://nationstates.net er heimili Jennifer á internetinu.

(Það fer afar mikið í taugarnar á mér að ekki sé hægt að 'hot linka' úr kommentum!)

4/12/05 05:02

Nermal

Ég skal leika aðalhlutverkið

4/12/05 06:01

Skabbi skrumari

Áhugavert... mig langar virkilega til að lesa þessa bók núna... hef svo gaman af furðulegum framtíðarsýnum...

4/12/05 06:01

Dexxa

hmm.. hljómar vel.. ég væri alveg til í að lesa þessa bók..

4/12/05 06:01

krumpa

Jamm - þetta er bók sem væri gaman að lesa (en er þetta einhver framtíðarbók? eru hlutirnir ekki bara svona í dag? meira eða minna?)

4/12/05 06:02

Hakuchi

Þetta hljómar vel. Ég reyni að muna eftir þessu.

4/12/05 07:02

ZiM

Já, hún fer í röðina á bókum sem að ég ætla að lesa þegar ég hef tíma.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533