— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Gagnrýni - 5/12/05
Sumar sól og blíða.

Nú er hitinn í svíaríki vel yfir 20°c og sólin skín og skín.

Sumarið er komið, eða já, allavega hér. Sólskinsblíðan er allsráðandi. Þar með hlaupa náttúrulega allir svíar út eins og duglegir norðurlandabúar og láta sig steikjast í sumarhitanum og tala um hversu æðislegt það sé að geta loksinns sólað. Mýflugurnar kommnar á stjá og byrjaðar að bíta fólk og önnur sníkjudýr eru farin að láta á sér bæra. Hvert sem á er litið eru hálfnaknar smástelpur og hvítir leggir eldri manna.

Það sem er gott með tíðina er náttúrulega það að það er ekki lengur skít kallt, það er sæmilegja bjart þegar ég vakna, það er góð afsökun til að borða ís og það eru blóm út um allt.

Það sem mér ekki líkar við er hitinn, gamlir kallar í stuttbuxum, 12 ára stelpur klæddar eins og þær eigi hema utaná playboy, hitinn, sterk sólin sem gefur mér bara hausverk, húðkrabbamein, hitinn, allir eru alltaf að reyna að neyða mann út, að vera alltaf svo þyrst og hitinn.

Gef mér Íslenska milda sumardaga, þar sem hitin er ekki steikjandi, þar sem sólin blindar man ekki alveg og þar sem enginn er í fýlu þó að ég vilji ekki brenna.

   (33 af 39)  
5/12/05 09:01

Grágrítið

Fuzumzwei. Bíllinn minn sagði 30°C þegar ég steig í hann og 25°C þegar ég var kominn uppá Stófhöfða og ég með skyrtu byndi og peysu yfir því.

5/12/05 09:01

Gaz

Þá er bara að verða kominn tími til að bara fara í kalda sturtu og aftur í rúmið.

5/12/05 09:01

Nermal

Er ekki tilvalið að fá sér bara einn ískaldan sænskann bjór?

5/12/05 09:01

Dexxa

Viltu skipta?

5/12/05 09:01

B. Ewing

Held að hér á klakanum sé alveg jafn heitt og Svíaríki þessa stundina. Hér flóir ísinn í brauðformin sem og bensínið á alla nýju amerísku bílana.
Hér er hver hunangsfluguhlussan á fætur annarri búin að villast inn á helstu umferðaræðar og fleyta fituforðanum ásamt öðru innmeti á framrúður bílana sem það eiga leið hjá.
Hér eru fornbílar og blæjubílar farnir að gægjast út í veðrið án þess að innihalda brúðhjón á hlaupum undan grjónakasti vina og ættmenna sinna.
Þannig að til að komast í svalann hlýt ég bara að mæla með Genfarborg eða bara París.
Að minnsta kosti stendur rokrassgatið Reykjavík ekki undir nafni eins og staðan er í dag.

5/12/05 09:02

Pluralus W

Ég las í blaði dagsins að veðrið okkar í dag væri pólskt að uppruna. Greinin var reyndar um hið undurfagra sólsetur sem við meigum eiga von á í kvöld.

5/12/05 09:02

Nermal

Það er ýmslegt ágætt sem kemur frá Póllandi. T.d Prince Polo

5/12/05 10:01

Þarfagreinir

Ég er sammála því að of mikill hiti er slæmur. Hann er slævandi og pirrandi. Besta veðrið er skýjað með logni.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533