— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 10/12/06
Vígvöllurinn

Í Frakklandi eru víst allir svölu krakkarnir að leika sér með formið rondeau. Einhversstaðar fann ég þýðinguna "hringstefja" á þessu formi, en annars staðar var það orð notað yfir annað form. Í rondeau eru aðeins notuð tvö rímorð og viðkvæði endurtekið í mismunandi samhengi. Hér, í fyrsta félagsriti mínu eftir sumarfrí, reyni ég við þetta skemmtilega form.

Á vígvöllinn við horfum hér
[Hví er jörðin ekki ber?]
Því hana þekja hræin. [Svei
við höldum burtu núna. Þei!]
Nei, út af sviði enginn fer.

Því það við líkin þau ég sver
að þegi höldar einn og hver
að morgni fara fleiri grey
á vígvöllinn.

Því þúsund manns sem mynda her
með manískt vilja leika sér
þeir sem hafa völdin (- vei)
en virða mannlíf fagurt ei
og þeyta góðum - því er ver -
á vígvöllinn.

   (6 af 42)  
9/12/06 02:01

Texi Everto

[Kveikir varðeld, dregur upp munnhörpuna og spilar undir upplestri Isaks]

9/12/06 02:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Glæsilegt Ísak

9/12/06 02:01

Billi bilaði

Takk fyrir.

9/12/06 02:01

krossgata

Gaman að þessu, ég er samt enn að reyna að átta mig á þessu formi. Minnir það á Limru? ... og þó ekki.

9/12/06 02:02

Isak Dinesen

Sæl krossgata.

Ef þér finnst þetta minna á limru ertu líklega að lesa þetta eitthvað vitlaust. Þarna er ekki um þríliði að ræða í neinu tilfelli (limran er súrsæt og sexí => x-- x-- x-). Hér þarf hinsvegar áherslan í flestum línanna að vera: - x- x- x- x (þar sem x er áhersluatkvæði) þ.e. áherslulaust atkvæði, þrír tvíliðir og stúfur.

Rímið skýrir sig líklega sjálft, en viðkvæðið (le refrain) á ekki að ríma við neitt, en er endurtekið skv. ákv. reglum. Hér er viðkvæðið "á vígvöllinn".

Það sem kann að rugla þig varðandi hljómfallið er áherslulausa fyrsta atkvæðið (sem kemur nær alltaf fyrir), en það er algengt í erlendum bragarháttum (t.d. enskum) en ekki í íslenskum rímnaháttum (nema sem undantekning). Það finnst þó sem "regla" (þ.e. áhersluatkvæði í upphafi verður undantekningin) í íslenskum ljóðum undir slíkum erlendum háttum. Dæmi um það er sonnetta Jónasar: Nú andar suðrið sæla vindum þýðum => - x- x- x- x- x-).

Lesa má nánar um rondeau á Wikipedia.

Ég þakka öllum lesturinn.

9/12/06 02:02

Útvarpsstjóri

Þakka þér fyrir kennslustundina.

ps. er það einhver regla að limrur samanstandi af þríliðum?

9/12/06 02:02

Isak Dinesen

Sæll Útvarpsstjóri,

Það held ég reyndar ekki (þó maður sjái það langoftast þannig á þessum slóðum). En það var eina líklega skýringin sem mér datt í hug þegar krossgata vildi meina að þetta minnti sig á limru. Þegar ég hugsa betur um það var það kannski rímið (í fyrstu línunum) sem olli þessum pælingum. Mér finnst þetta þó það ólíkt form limrunni að ég sá til að byrja með ekki þessi tengsl.

9/12/06 02:02

Billi bilaði

Ég hef aldrei séð limru sem ekki er í þríliðum - en það þýðir svo sem ekki að þær séu ekki til. (Ég get bara ekki ímyndað mér að þær hljómi vel.)

9/12/06 03:01

Þarfagreinir

Knappt og snjallt.

31/10/06 04:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Sjáum nú til – hér átti ég eftir að leggja í belg, afsakið.

Þetta er snarplega kveðið. Áhugaverð tilraun, sem virðist hafa tekist bærilega vel; lofar góðu.

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.