— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Sálmur - 9/12/09
Af heilsugæslu Mýramanna

Óhraustra röðina ekkert nú hemur,
af álagi sérhver nú læknir er rauður.
Og loks þegar röðin að krönkum svo kemur,
karlanginn samstundis úrskurðast frískur.

   (1 af 19)  
9/12/09 18:01

Heimskautafroskur

Hehe. Skál!

9/12/09 18:01

Hvæsi

Flytja í siðmenningu.

9/12/09 18:01

Billi bilaði

Eins gott að síðasta línan rímaði ekki. <Skálar fyrir bættri heilsu Mýramannsins>

9/12/09 18:01

Regína

Svo þetta er líka svona á Mýrunum!

9/12/09 18:02

Garbo

Hvað er að vita þetta!

9/12/09 19:01

Huxi

Ekki grunaði mig að þú hefðir áhyggjur af heilsufari Mýramanna. En vísan er skondin.

9/12/09 19:02

Útvarpsstjóri

Það vill bara svo leiðinlega til að heilsugæsla þeirra Mýramanna er næsta heilsugæsla við mig, en ég get sosum farið á Skipaskagann ef ég skyldi þurfa á læknisaðstoð að halda.

9/12/09 22:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég bið að heilsa(n skáni) . . .

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.