— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/05
Af bíóhlátri

Nýlega sá ég kvikmyndina Kynvilltir kúrekar (e. Brokeback Mountain) í bíósal hér í bæ. Ég hef lengi haft orð á mér fyrir að fatta aldrei hvenær á að hlæja í bíó og hvenær ekki. Þetta var engin undantekning.

Svo var mál með vexti að á ákveðnum tímapunkti í myndinni (uppi á fjalli við tiltölulega lágt hitastig, í myrkri og einmanaleika) ákveða tveir félagar að halda hvor á öðrum hita. Ég sá í sjálfu sér lítið athugavert við þetta. Nema kannski það að mér þótti einkennilegt að þeir skyldu ekki faðmast meira og þvíumlíkt sem ég hefði talið líklegra til árangurs en þær aðfarir sem notaðar voru. En hvað vissi ég - þetta hlaut að duga.

Einhverjum náungum, mér skýrari og skarpari, sem vita vafalaust meira um eðlilegar aðfarir við það að hlýja karlkyns félaga sínum, hlógu hins vegar mikið við að sjá aðfarir þessar. Mér þótti vandræðalegt að vita ekki jafn mikið um þessa listgrein en reyndi þó að taka undir (þá of seint).

Seinna ákveður annar mannanna í myndinni að gera svipaða hluti við konu sína en þá hló hins vegar enginn – nema ég. Ég rak upp gríðarlegan hlátur og var litinn hornauga fyrir.

Ég hlæ sko aldrei aftur í bíó fyrr en eftir að annað, mér gáfaðra og fágaðra fólk er þegar byrjað að hlæja.

   (30 af 42)  
1/12/05 23:01

Holmes

Maður þyrfti helst að fá dósahlátur með öllum myndum sem getur leiðbeint manni hvað er fyndið og hvað ekki.

1/12/05 23:01

krumpa

Elsku krútt! Þetta hafa augljóslega verið hómófóbarar (sem er þó einkennilegt því Heittelskaður hefur ekki farið í bíó vikum saman) eða alls óreyndir í því að hlýja fólki - óháð kyni. Sjálfri finnst mér gagnkynhneigð kynmök ákvaflega fyndin - svo að kannski hefðum við átt að fara saman! Hvernig var myndin annars? Já, snilldarrit...

1/12/05 23:01

Kondensatorinn

Ég brosi bara í bíó.

1/12/05 23:01

Vladimir Fuckov

Eigi líst oss á dósahlátur í bíó, sbr. aths. frá Holmes. Betra væri að birta tilkynningar, t.d. í einhverju horninu (þó eigi þannig að þær komi yfir íslenska textann):

Hlæið hjer
Bannað að hlæja
Takið fram vasaklútana
Viðkvæmt fólk vinsamlegast loki augunum

o.s.frv.

1/12/05 23:01

Ugla

Mér finnst það ákaflega interessant og spennandi maður sem gargar úr hlátri í bíó þegar ekki nokkur maður gefur frá sér stunu. Hann veit þá eitthvað sem enginn annar veit!

1/12/05 23:01

Jarmi

Gerðu eins og ég, farðu alltaf fullur í bíó og hlæðu að öllu. Lentu svo í slag við þá sem hafa út á það að setja.

1/12/05 23:01

Tigra

Hah.. ég fór einu sinni í bíó á einhverja mjög svo ógeðfellda og scary köngulóamynd... og í miðri myndinni þegar köngulærnar voru að skríða um hvað mest, þá tókst mér einhvernvegin óskiljanlega að missa opalið sem ég hélt á í höndunum, reyna að grípa það, en það flaug eitthvert yfir í næsta sæti, yfir á næsta bekk fyrir framan og lenti þar á einhverri saklausri konu sem var það niðursokkin í myndina, að þegar opalið lenti á henni, öskraði hún og spratt á fætur og byrjaði að dusta af sér.
Öðrum í kringum hana brá svo líka að öll röðin, sú fyrir framan, og mín líka, spruttu allar á fætur, annar hver maður öskrandi.

Svo þegar fólki var búið að takast að róa sig fóru allir að hlæja frekar þvinguðum og taugaveikluðum hlátri.
Nema ég. Það var ekkert þvingað við minn hlátur.

1/12/05 23:01

Hvæsi

[Smalar saman 15 manns og lætur þá hlæja ofaní kókdós]

1/12/05 23:02

Offari

Það getur verið vandræðalegt þegar maður fattar ekki djókinn sem allir hlæja að. En hitt er en verra að hlæja þegar enginn annara fattar.Þá er maður eitthvað furðufyrirbæri sem enginn skilur. Ég er löngu hættur að fara í Bíó.

2/12/05 00:00

Jóakim Aðalönd

Ég lenti einu sinni í því að hljæja þegar enginn annar hló. Ég bara skammaðist mín ekkert.

Ég hló aftur á móti upphátt af athugasemd Tigru. Mwahaha!

2/12/05 00:00

Isak Dinesen

Mér þóttu þessi viðbrögð sumra bíógesta hlægileg, greinilega varnaviðbrögð. Þeir bjuggust ekki við ástum samkynhneigðra og brugðust við með þessari vörn, hlátri. Og ekki neinu niðurbældu flissi - hlátrarsköllum. Það skemmdi myndina e.t.v. töluvert en maður er nú ýmsu vanur. Þá var gaman að sjá að sumir þoldu ekki einu sinni að sjá seinni hluta myndarinnar af tepruskap. Ég hefði ekkert á móti því ef bjánar og annað pakk myndu kynna sér kvikmyndirnar í boði aðeins betur áður en mætt er á svæðið. Þá geta þau sleppt því að sjá þær og ég sleppt því að þola gelgjuháttinn.

Krumpa: Takk! Ég myndi ég segja að myndin hafi bara verið nokkuð góð. Snjöll, vel fram borin saga. Og auðvitað nógu andskoti mikið riðið.

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.