Lesbók19.05.11 — Enter

Næstkomandi laugardag, á fyrsta degi Skerplu, verður dómsdagur.

Þetta eru ákveðin vonbrigði, vissulega, enda margir búnir að skipuleggja sumarfríið og ráðstafa sér annað. Þar á meðal ég.

Fáein lykilatriði í þessu samhengi valda mér þó dulitlu hugarangri (fyrir utan það náttúrulega að vera pínu stressaður yfir óumflýjanlegri eyðingu alls mannkyns, sögu þess og menningu - en um leið feginn).

Í fyrsta lagi, sú nagandi óvissa að vita ekki nákvæmlega hvers kyns dómsdagur þetta verður.

Munum við sogast inn í ókunnugt svarthol? Mun eldi, brennisteini og annarri óáran rigna yfir jarðkringluna? Munu geimgeislar steikja allt kvikt? Munu lönd sökkva í sæ, fjöll molna og höf gufa upp? Eða verðum við einfaldlega étin af einhverri ekkisens útgeimsskordýraplágu? Eða verður þetta einhvers konar samsull af öllu þessu?

Í öðru lagi, hverju er um að kenna? Stafar þessi tiltekni dómsdagur af ofsareiði guðs yfir syndum mannkyns? Er komið að hinni langþráðu vorhreingerningu Móður náttúru? Er „þessi tími“ árþúsundsins hjá örlaganornunum? Er blessuð jörðin okkar bara búin að fá nóg af því að láta vaða yfir sig á skítugum skónum? Eða er þetta bara tilfallandi óheppni?

Og eitt enn. Hvers vegna voru bara einhverjir fávitar látnir vita af þessu fyrirfram?

Þetta væri gott að vita.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182