Saga – Enter
Enter

"Ţú meinar vegahandbókina," sagđi hún og smjattađi á tyggigúmmíinu: "Hún er ţarna í rekkanum hjá Andrésblöđunum." Afgreiđslustúlkan hlammađi sér aftur á bak viđ afgreiđsluborđiđ og blađađi í einhverju bleiku og glansandi.

"Nei, ég meina bókina um veginn." Ţetta ţótti mér argasta ókurteisi, hún leit ekki einu sinni upp. Ég brýndi raustina eilítiđ: "Eftir Lao-Tse. Lítil bók. Međ öllu í."

"Međ öllu í?" skríkti hún og blés blárri tyggjókúlu út um annađ munnvikiđ. "Hvers konar bók er ţađ eiginlega?" Hún virti Brad Pitt gaumgćfilega fyrir sér.

"Ţetta er ćvaforn austurlensk heimspeki. Taó. Ekki ađ ţú myndir vita hvađ ţađ er." Ég dćsti og fór ađ skođa strokleđur sem lágu ţarna í krukku á borđinu.

Nú leit hún loksins upp og sendi mér ógnandi tyggjókúlu: "Góđi vertu ekki svona ánćgđur međ ţig. Ţú ţarft sko ekkert ađ segja mér um Kínverja." Hún benti ákveđin á mynd af Hr. Pitt ţar sem hann rćddi međ djúpspökum svip viđ smávaxinn eskimóa. "Ţetta eru tómir fasistar ţarna. Sérstaklega ţessi Maó ţinn."

"Taó," hvćsti ég og kreppti lófann um eitt strokleđriđ. "...og ţessi mynd er ekki frá Kína frekar en ég."

"Ég veit ţađ vel - hún er frá Hollywood. Heldurđu ađ ég sé asni?" Hún starđi reiđilega á mig - eins og hún vissi svariđ.

"Og hverjum annars ekki er sama? Ţeir gera ekki annađ en ađ skjóta niđur túrista ţarna suđurfrá hvorteđer." Hún sökkti sér á ný ofan í heimildaritiđ sitt.

Ég var agndofa. Hvernig gat hún ţetta? Ég tók tvö skref afturábak til ađ sogast ekki inn í ţetta gapandi tóm sem hún nýtti til ađ misţyrma tyggjóplötum.

"Ćtlarđu kannski ađ fá eitthvađ annađ?" Hún lét blađiđ síga. Ég hlustađi á enn eina kúluna springa međ tilheyrandi soghljóđum. Ég hallađi mér fram yfir afgreiđsluborđiđ eins ábúđafullur og ég gat - og hvíslađi: "Nei, ég ćtla bara ađ fá hjá ţér bókina um veginn."

Hún fćrđi mér skakkt, hćđnislegt bros - hćtti alveg ađ tyggja - og hvíslađi á móti: "Ţessi bók ţín - um vegginn - er bara uppseld." Ég kyngdi. "..en viđ eigum uppskriftabók fyrir hrísgrjón," hún hallađi sér sigri hrósandi aftur og fletti.

"Ţú getur bara sjálf veriđ hrísgrjón! Hvernig geturđu sagt ađ hún sé uppseld ţegar ţú ert ekki einu sinni búin ađ gá ađ henni fyrir mig?" Ég var búinn ađ tćta í sundur strokleđriđ.

Hún stundi yfirlćtislega og lokađi blađinu. "Sko, ég veit bara ţađ ađ svona jógabćkur seljast sama og ekki neitt. Ţú getur örugglega fengiđ hana í heilsubúđ eđa apóteki - og keypt ţér róandi í leiđinni." Hún virti ásakandi fyrir sér leifarnar af strokleđrinu.

"Ert ţú ađ halda ţví fram viđ mig, blákalt, ađ ég eigi ađ kaupa bókina um veginn í apóteki!? Og hvađ? Kóraninn á Grćnum kosti og Biblíuna á Dominos!?" Mér var flökurt.
"Hvađa vođa vođa. Hvađ liggur ţér svona á ţessari bók?" Nú var hún búin ađ finna grein um Leonardo diCaprio og mildađist ađeins.

Ég andađi nokkrum sinnum djúpt: "Ég ćtla ađ gefa ţessa bók í afmćlisgjöf."

"Strákur eđa stelpa?"

"Frćnka."

"Gefđu bara pening."

"Fyrirgefđu?"

"Ég held ég yrđekki brjáluđ ef ég fengi einhverja súra kortabók." Hún brosti framan í Leo og setti stút á munninn.

Ég var bugađur. Gersigrađur. Ég gerđi lokatilraun til ađ bćta heiminn og muldrađi: "Bókin um veginn fjallar um ţađ ađ vera til."

Hún lagđi blađiđ frá sér og stóđ upp. Hún var dálítiđ ógnandi. "Sko, ţú kemur hérna askvađandi og heimtar einhverja fúla skruddu um masorkisma..."

"Taoisma," muldrađi ég máttleysislega.

"Rífst og skammast og ćsir ţig upp úr öllu valdi. Setur ţig á bláan hest og talar viđ mig eins og einhvern hálfvita. Ţú ćttir bara ađ láta venjulegt fólk í friđi og hundskast út."

Ég kinkađi dauflega kolli og sneri mér viđ. Fyrir aftan mig hvellsprakk enn ein tyggjókúlan: "Og borga ţetta strokleđur góđi."

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Mikiđ dásamlega er hún ánćgjuleg morgunlesningin um nýja fína kísilveriđ okkar í Norđurţingi. Samanber ţingskjal 1108. Sér í lagi er ţriđja greinin, ţessi um skattlagningu og gjaldtöku, hressandi.

Ţađ var ţungu fargi af mér létt ađ sjá ađ hinir stórhuga kísilunnendur ţurfa ekki ađ hafa áhyggjur af óţarfa gíróseđlum og rukkunum fyrir umhverfisgjöldum, umhverfissköttum, tryggingagjöldum, sköttum og gjöldum á raforkunotkun, útblástur lofttegunda, losun úrgangsefna og svoleiđis tittlingaskít — og geta ţví einbeitt sér af fullum krafti ađ blessuđum kíslinum.

Ađ ţessu sögđu veldur ein greinin mér ţónokkrum áyggjum. Nefnilega ţessi:

2. Ţrátt fyrir ákvćđi 4. tölul. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2010 skal félagiđ undanţegiđ stimpilgjöldum af öllum stimpilskyldum skjölum sem félagiđ gefur út eđa stofnađ er til í tengslum viđ uppbyggingu fjárfestingarverkefnisins.

Og ţví spyr ég.

1) Hver á ađ greiđa fyrir alla stimplunina? Ţessi skjöl stimpla sig jú ekki sjálf nú orđiđ.

2) Er tryggt ađ allri stimplun verđi stillt í hóf og ţannig leitast viđ ađ takmarka kostnađ ţjóđfélagsins af stimpluninni?

3) Get ég, sem dyggur ţjóđfélagsţegn og kísilunnandi, tekiđ ađ mér stimplun í sjálfbođavinnu, til ađ létta undir međ stóriđjunni?

Ţađ vćri gott ađ fá svör viđ ţessum spurningum hiđ fyrsta. Svo ég geti tekiđ ţessa framsćknu stóriđju — sem mun efalítiđ koma Íslandi í fremstu röđ í alţjóđlega kísilbransanum — í fulla sátt.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Saga
 
Enter – Saga
 
Myglar – Saga
 
Númi Fannsker – Saga
 
Myglar – Saga
 
Fannar Númason Fannsker – Saga
 
Myglar – Saga
 
Enter – Saga
 
Kaktuz – Saga
 
Kaktuz – Saga
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA