Lesbók23.10.15 — Enter

Staðgengilbeina forsætisráðherra hefur nú friðað hleðsluhrygginn við Bæjarins Bestu, með allóvæntu og ófyrirséðu skyndiáhlaupi úr ráðuneytinu.

Er það vel.

Afar sjaldgæft er að finna svo heillega og vandaða veggi í marguppstungnu borgarlandi nútímans – hvað þá ferska og nýlega sem þennan. Fundinum má líkja við að finna nývafinn smyrðling í egypskum smápíramíða, eða kjötmikla risaeðlu, sem enn mætti skella á grillið.

Mikið lifandis, endemishapp hlýtur að teljast að þessi hafnargarður var ekki nýttur sem slíkur nema til örskamms tíma. Eftir að gagnsleysi hans og staðsetningarlegt óhagræði kom í ljós, var mokað yfir hann í skyndingu — og hann þannig varinn fyrir ágangi hafs, vinda og mígandi miðbæjarrottna.

Ber hann handverki og hugviti Íslendinga, um miðja síðustu öld því enn fagurt vitni. Hann er tiltölulega beinn og allt að því sléttur, á köflum.

Er ég sannfærður um að erlendir ferðamenn munu flykkjast hér að til að sjá þetta undur. Vegginn sem íslenskri þjóð tókst að reisa í árdaga íslenskrar iðnbyltingar, skömmu fyrir seinna stríð — án allra verkfæra og verkvits.

Aukinheldur verður þetta þarfur og reisulegur minnisvarði um eitt okkar allra fyrsta skipulagsslys, sem yfirvöld reyndu að grafa og gleyma — einkum til að plástra sitt særða egó.

Þannig gleymdist smám saman sjávarlausa höfnin í miðborginni. Höfnin, sem hefði átt að vera okkur víti til varnaðar — og hefði þannig mögulega getað forðað fleiri skipulögðum hryðjuverkum í borginni.

En nú hefur hún hlotið uppreisn og -gröft æru. Því ber að fagna. Hlakka ég mikið til að klöngrast á sunnudögum niður í nærliggjandi bílakjallara til að skoða Reykjavíkurmúrinn.

Múrinn okkar.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182