Forystugrein – Spesi
Spesi

Ţegar Númi Fannsker tók viđ sem formađur húsfélagsins í fjölbýlishúsinu ţar sem viđ félagarnir bjuggum í Breiđholti fyrir rúmlega hálfri öld, 30. apríl 1961, urđu tímamót í sögu hverfisins. Aldrei áđur höfđu íbúar hússins notiđ jafn góđs ađhalds í ţeim sameiginlegu verkefnum sem sneru ađ sameign húss og lóđar, svo sem ţrifum og viđhaldi. Númi sá til ţess ađ enginn gleymdi skyldum sínum í ţeim efnum, var duglegur ađ ganga á eftir ţeim sem virtust ćtla ađ gleyma sér og vílađi til dćmis ekki fyrir sér ađ banka upp á međ áminningar ef međ ţurfti, hvenćr sem var sólarhringins.

Og Númi lét sig ekki ađeins varđa sameiginlegu rýmin. Eitt sinn komst hann á snođir um ađ einn íbúanna hafđi um nokkurt skeiđ haldiđ kött í íbúđ sinni, en allt gćludýrahald var stranglega bannađ samkvćmt reglum húsfélagins. Númi brást skjótt viđ, fangađi kettlinginn og kom honum í hendur viđeigandi yfirvalda. Og ţađ sem meira var, lét sem vind um eyru ţjóta mótmćli og harmakvein barna kattareigandans sökótta. Augljóst er ađ ţetta atvik varđ til ţess ađ engin brot voru framin á húsfélagsreglunum á međan hann sat í embćtti.

Margt eftirminnilegt má nefna úr formannstíđ Núma, demantanámurnar sem hann fann í kjallara fjölbýlishússins og nýttust okkur til ýmissa framkvćmda, fallegu tónverkin hans (sem nokkrir óknyttapiltar frá Liverpool stálu og létu sem ţeir hefđu samiđ), regnbogann sem iđulega myndađist upp frá fjölbýlishúsinu okkar í hvert skipti sem hann brá sér á salerniđ og ýmislegt í ţeim dúr. En ég lćt hér stađar numiđ í upprifjun minni á ţessum upplitsdjarfa alţýđupilti, vini mínum til hálfrar aldar og félaga í ritstjórn Baggalúts. Megi hann lengi lifa; húrra, húrra, húrra, húrra!

Lesbók frá fyrri tíđ

Sumurin 1956 og 1957 voru fluttar á Reykjavíkur­tjörn 412 endur; graf­­endur, garg­endur, skúf­endur, urt­endur, skeiđ­endur, dugg­endur, húsendur, rauđhöfđaendur og ćđarfuglar. Bćttust ţessar ágćtu endur, sem aldar voru viđ Mývatn af Kristjáni Geirmundssyni, viđ fánu stokkanda og kría. Var ţeim ćtlađ ađ vera borgarbúum til gleđi og yndisauka.

Reykvíkingum var ađ vonum annt um ţessa kćrkomnu sambýlinga sína og vildu gćta ţeirra og vernda fyrir ágangi ránfugla. Ţann 21. maí áriđ 1963 birtist eftirfarandi klausa í Velvakanda Morgunblađsins undir yfirskriftinni Leiđindafuglar á Tjörninni:

„Fólk hefur beđiđ Velvakanda ađ vekja athygli á ţví ađ svartbakar og hettumávar séu orđnir allt of margir á tjörninni og hćttulegir öđru fuglalífi. Ţyrfti ađ tryggja, ađ skotmenn héldu ţessum fuglum burtu frá tjörninni. Fyrir utan ţađ, ađ ţetta eru grimmir fuglar, sem munar ekki um ađ gleypa andarunga í einum munnbita, ţá eru mávar örgustu sóđar og smitberar; engu betri en dúfurnar.“

Ţetta hafđi sín áhrif og var óhrćsunum skipulega eytt. En ţađ var ţá.

Í dag ţruma mávar yfir Reykjavíkurtjörn, óáreittir. Hávćrir, ljótir, frekir, feitir mávar. Rottur himinsins. Fáeinar vćngstýfđar endur ţrauka ţar innanum. Engar skeiđendur ţó. Engar grafendur heldur. Bara nokkrar kúguđ grey, ófćr um ađ bjarga sér annars stađar. Ţessari viđurstyggđ verđur ađ linna.

Ég hvet alla vopnfćra menn ađ fara ţegar í stađ niđur ađ Tjörn og salla niđur ţessa óvćru, nokkuđ sem Borgaryfirvöld ćttu ađ hafa gert fyrir löngu. Og gerđu raunar fyrir löngu. Margt löngu.

Og sá borgarfulltrúi sem fyrstur sest vakt úti í hólmanum međ haglara og plaffar á varginn — sá fćr mitt atkvćđi nćsta vor.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA