Lesbók19.02.04 — Spesi

Ég heyrði í morgun útvarpsviðtal við ungan mann sem er í forsvari fyrir hnefaleikakappa á Íslandi. Er þeim augljóslega mikið í mun að bæta ímynd íþróttarinnar, sér í lagi vegna þess hve brösulega gekk að bera hana á borð fyrir landann til að byrja með, eins og frægt er orðið. Af því sem ég heyrði mætti telja að þeim gangi nokkuð vel í því.

Sjálfur hefi ég ekki haft miklar skoðanir á hnefaleikum og hvort leyfa skuli keppni í þeim hér á landi, en eftir að hafa heyrt málflutning þessa unga manns er ég ekki frá því að ég neyðist til að endurskoða þá afstöðu mína.

Til að byrja með gætti hann þess að vanda málfar sitt og notaði meðal annars orðasambönd eins og "...hvort þessi vettvangur eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum." Þá gætti hann þess að leiðrétta mismæli sín þegar hann talaði af misgáningi um Keflavík: "Ég meina Reykjanesbær."

Þá talaði hann um að hrottaskapur (e. brutalism) sá sem fylgir hnefaleikum liggi djúpt í "víkingaeðli Íslendinga", hann ræddi um "aðferðafræði" íþróttarinnar og talaði um að koma henni upp á "menningarlegt plan".

Hmm... Eru hnefaleikar þá eftir allt saman hámenningarleg akademísk fræðigrein með sterkri sagnfræðilegri skírskotun til íslensku þjóðarsálarinnar?

Nú þá er þetta allt í lagi.

 
Spesi — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Dr. Herbert — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Spesi — Forystugrein
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Myglar — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 9, 10, 11