Pistlingur – Spesi
Spesi

Ég heyrði í morgun útvarpsviðtal við ungan mann sem er í forsvari fyrir hnefaleikakappa á Íslandi. Er þeim augljóslega mikið í mun að bæta ímynd íþróttarinnar, sér í lagi vegna þess hve brösulega gekk að bera hana á borð fyrir landann til að byrja með, eins og frægt er orðið. Af því sem ég heyrði mætti telja að þeim gangi nokkuð vel í því.

Sjálfur hefi ég ekki haft miklar skoðanir á hnefaleikum og hvort leyfa skuli keppni í þeim hér á landi, en eftir að hafa heyrt málflutning þessa unga manns er ég ekki frá því að ég neyðist til að endurskoða þá afstöðu mína.

Til að byrja með gætti hann þess að vanda málfar sitt og notaði meðal annars orðasambönd eins og "...hvort þessi vettvangur eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum." Þá gætti hann þess að leiðrétta mismæli sín þegar hann talaði af misgáningi um Keflavík: "Ég meina Reykjanesbær."

Þá talaði hann um að hrottaskapur (e. brutalism) sá sem fylgir hnefaleikum liggi djúpt í "víkingaeðli Íslendinga", hann ræddi um "aðferðafræði" íþróttarinnar og talaði um að koma henni upp á "menningarlegt plan".

Hmm... Eru hnefaleikar þá eftir allt saman hámenningarleg akademísk fræðigrein með sterkri sagnfræðilegri skírskotun til íslensku þjóðarsálarinnar?

Nú þá er þetta allt í lagi.

Lesbók frá fyrri tíð

Skelfing leiðast mér þessir sjálfhverfu fótboltatrúðar, sem í seinni tíð hafa komist að þeirri undarlegu niðurstöðu að þeir séu merkilegri en annað fólk - og um þá gildi þar af leiðandi önnur lögmál.

Það er vandséð hvor er uppblásnari, leikmaðurinn eða leðurpungurinn sem hann eltist við.

Þessir fótlipru sauðir valsa nú hver af öðrum úr hjörðinni, reka kollótt höfuðin í taugaveik smalagreyin, heimta péníng og bitlinga - og eyrnamörk frá hverju stórfyrirtækinu á fætur öðru.

Svo sitja þessi sjálfumglöðu kykvendi og jórtra kavíar og stera á hótelherbergjum heimsins, riðlast á nærtækum lömbum og bíða þess í makindum að þeir séu seldir hæstbjóðanda til slátrunar og átu.

Það sæi ég apana í öðrum og betri fjölleikahúsum heimsins hegða sér svona.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Spesi – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Dr. Herbert – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Spesi – Forystugrein
 
Kaktuz – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Fannar Númason Fannsker – Forystugrein
 
Myglar – Forystugrein
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Fannar Númason Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Fannar Númason Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
Þjóðbók
Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA