Predikun – Númi Fannsker
Númi Fannsker

Krafa nútímans er sú ađ herramenn séu sjálfbjarga um hvađeina er viđkemur persónulegu hreinlćti og snyrtimennsku. Nútímamađurinn hnýtir sitt eigiđ hálsbindi, burstar skó sína og straujar jafnvel skyrtur ef svo ber undir. Afar mikilvćgt er einnig ađ herramenn geti brugđist rétt viđ bráđatilfellum á borđ viđ lausa tölu.

Takiđ miđ af međfylgjandi mynd og fylgiđ eftirfarandi leiđbeiningum:

1. Ţrćđiđ tvöfaldan tvinna gegnum nálaraugađ. Hnýtiđ fyrir endann. Saumiđ stutt spor hćgra megin viđ töluna. Og svo annađ spor á sama stađ. Athugiđ ađ mikilvćgt er ađ velja réttan lit á tvinna. Ekki gengur t.d. ađ sauma hvíta tölu á hvíta skyrtu međ rauđum tvinna - slíkt er vitaskuld fáránlegt.

2. Ţrćđiđ nálina og tvinnann gegnum fyrsta gatiđ í hnappnum - Arnargatiđ, en eins og flestir vita eru götin í hnappnum nefnd eftir landvćttunum: Arnargat, Drekagat, Nautgat og Risagat. Miđjusetjiđ hnappinn yfir fyrsta spori (meyjarspori). Stingiđ nálinni í nćsta gat(Drekagat), alla leiđ gegnum efniđ og dragiđ tvinnann í gegn.

3. Stingiđ tannstöngli, nál ellegar prjóni milli tvinna og hnapps og útbúiđ ţannig spúnlykkju. Saumiđ tvö til ţrjú spor gegnum hvert gat.

4. Dragiđ nálina (og tvinnann) undir hnappinn hćgra megin. Fjarlćgiđ tannstöngul, nál ellegar prjón.

5. Snúiđ tvinnanum tvisvar til ţrisvar kringum hnappsporin til ađ útbúa bođlykkju.

6. Gangiđ frá tvinnanum undir efninu međ ţví ađ hnýta endann eđa taka nokkur smćrri saumaspor.

Lesbók frá fyrri tíđ

Almáttugur minn einasti hvađ ég er orđinn leiđur á ţessu andsvítans Icesave-vćli. Ţessu stanslausa sífri, tuđi og kvabbi.

Auđvitađ eigum viđ ađ borga ţetta helvítis helvíti.

Ţađ vćri nú aldeilis saga til nćstu bćja ef litli ofaldi uppskafningurinn í norđri stingi kjagandi af úr eftirpartíinu sem hann stofnađi til, skriđi sótölvađur međ allt niđrum sig undan glaseyđgum hnjágleiđum útrásarklappstýrununum međ kavíar út á kinn – og neitađi svo ađ borga reikninginn fyrir fylleríinu, hrunasúludansinum og egótottinu.

Allur var ţessi eymingjans andskotagangur gerđur í okkar nafni, af okkar fulltrúum – okkar gráđugu og veruleikafirrtu brćđrum í Kristi.

Viđ erum ţjóđ. Viđ sitjum í sama grugguga súpugutlinu, bak í bak. Ţađ ţýđir ekki eina stundina ađ monta sig af hreina vatninu og Björk, en afneita síđan Icesave og Silvíu Nótt og snúa snjóţvegnum nösum til himins og skrćkja sig hása í ţingpontum.

Akkúrat núna eru óhreinu börnin okkar búin ađ gera hressilega upp á bak og upp undir eyru í alţjóđlega sandkassanum – og ţá er ţađ okkar ađ rífa ţau organdi upp á skvapkringdu rassgatinu og skipta á ţeim.

Ţađ er svo raunar líka í okkar verkahring ađ blóđhýđa ţessa sjálfsupphöfnu útrásarorma og alla ţeirra landeyđandi leikfélaga. En ţađ gerum viđ ţegar heim er komiđ – og viđ höfum lokiđ viđ ađ vaska upp fyrir skuldum ţeirra í eldhúsi fáránleikans.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker –
 
Númi Fannsker –
 
Enter –
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA