Forystugrein – Númi Fannsker
Númi Fannsker

Óvenjulétt ţetta áriđ. Gjöriđ ţiđ svo vel. Hér er listi Núma Fannsker yfir plötur ársins 2016.

Íslenskar
Varmaskarfur - Blekfokk
Nóri Pan - Ekki dansa
Leó - Óle!
Aspartam - Too Sweet
Árelíus Gígja - P.L.A.T.A.

Erlendar
Delerium Trash - Blend in/Blend out
Bonehomo - Go Go Go
Miriam Hitler - Test tube horse
Hotpant zimmer - Best of Hotpant Zimmer vol. II
Arsenic Blizz - Kill the plumber

Lesbók frá fyrri tíđ

Góđir Íslendingar.
Hvur fjandinn er eiginlega ađ ykkur? Hvađa endemis, dómadagshálf­bjána­innrćti er ţađ sem knýr ykkur til ađ sprengja ţessa bansettu flugelda fram eftir öllum morgnum? Sko. Skítt međ ţađ ađ ţiđ, góđir Íslendingar, viljiđ gera ykkur glađan dag um áramót. Ţađ vilja allir. Meira ađ segja ég skaut upp flugeldum á gamlárskvöld. En ţađ eru, andskotinn hafi ţađ, takmörk fyrir ţví hversu lengi í einu er hćgt ađ góna og hlusta á ţessar fjandans bombur.

Og ţađ er alveg sama ţó skothríđin hafi veriđ stanslaus klukkutímum saman - alltaf skal einhver drattast út á hlađ klukkan ţetta 3-4 um nóttina og skjóta upp afgangstertunum, sem búiđ er ađ eyđa tugum, ef ekki hundruđum ţúsunda í og alls, alls ekki má gleyma ađ sprengja. Kveikja í ţessum gríđarlega skemmtilegu ţúsundhvellabombum sem buna upp úr sér nákvćmlega sama puđrinu samfleytt í hálftíma. Og kveikja svo í nćstu. Og nćstu. Samt er enginn ađ horfa. Enginn ađ segja: „Vá - svakaflott terta! Var ţetta Njáll?“ Nei ţađ eru nefnilega allir í hverfinu ýmist á trúnó inni á klósetti eđa komnir upp í rúm og sprengjuvargurinn sjálfur stendur varla í lappirnar og man ekki hvađ hann heitir - hvađ ţá ađ stórkostlegt tertuspiliđ skilji eftir sig meira en vott af grun um fjarrćna minningu af bleiku ljósi á himni og hellu fyrir eyrum.

Auđvitađ er ţetta ekki forsvaranlegt. Auđvitađ eiga menn ekki ađ eyđa mánađarlaunum í púđurkellingar! Púđurkellingar sem smábörn í Austurlöndum springa í loft upp viđ ađ trođa út af bleiku glimmeri og nítróglusseríni fyrir lítil sem engin laun svo ţiđ, góđir Íslendingar, getiđ dundađ ykkur viđ ađ puđra ţeim upp í loftiđ undir morgun á nýársdag. Ćđi.

Góđir Íslendingar - ţiđ eruđ asnar.


Númi Fannsker 03.01.06
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 23, 24, 25  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA