Gagnrýni – Enter

Mig langar ađ fara fáeinum orđum um ţessa viđurstyggilega tilgerđarlegu og fyrirsjáanlegu Coen brćđur, sem fćstir virđast geta haldiđ vatni yfir ţessa dagana. Og ţá einkum og sér í lagi nýjasta afsprengi ţeirra, No country for old men, eđa Aldeilis ekki kjörlendi gamlingja, sem ţeir voga sér ađ kalla kvikmynd og bera á borđ fyrir venjulegt fólk – á fullu verđi.

Í fyrsta lagi, halda ţessir hrokkinhćrđu bananabrćđur virkilega ađ mađur sćtti sig viđ ađ góna á einhvern hljólbeinóttan manngarm ráfa um á tjaldinu tímunum saman án ţess ađ segja aukatekiđ orđ? Sjappín blessađur sýndi ţó í ţađ minnsta ţá lágmarkskurteisi ađ detta á rassinn annađ veifiđ ţegar hann var ađ gera sínu ţöglu myndir.

Og annađ – ţessi skúrkur ţeirra. Gott og vel, hann er stór og ljótur. Og gott og vel. Hann er ekkert sérlega málgefinn. Skúrkar ţurfa ekki ađ vera sérlega málgefnir. Rambó er til ađ mynda ekki sérlega málgefinn. Og Rambó er ćđi. En ţađ er ekki nóg fyrir Coen brćđur. Ţeir eru nefnilega svo miklir listamenn.

Ţađ er ekki nógu kúl fyrir ţá ađ illyrmiđ sé bara međ afsagađa haglabyssu eđa lítinn hníf til ađ skafa međ lífiđ úr fórnarlömbum sínum. Onei. Ţađ er sko aldeilis ekki nógu fínt fyrir herra hipp og doktor kúl, neinei, hann ţarf auđvitađ ađ vera međ eitthvađ sjúklega artí og ćđislega flippađ. – Hey, látum hann vera međ loftţrýstikút!

Svo geta ţessir sjálfskipuđu riddarar frumlegheitanna ekki einu sinni álpast til ađ hafa söguţráđ myndarinnar tiltölulega eđlilegan – ef ţá yfirleitt má kalla ţessa samankuđluđu flćkju ţeirra ţráđ.

Ojbara, ojbara – og ullabjakk ađ auki.

Já, ţeim bregst sannarlega ekki bogalistinn í ţetta sinn, brćđrunum. Enn einu sinni tekst ţeim á sinn einstaka hátt ađ eyđileggja fyrir mér annars indćla kvöldstund.

Lesbók frá fyrri tíđ

Tveir lögreglumenn voru í gćr dćmdir í fimm og tveggja mánađa skilorđsbundiđ fangelsi fyrir ólögmćtar handtökur, ranga skýrslugerđ og brot í opinberu starfi, annar lögreglumannanna var einnig dćmdur fyrir ađ úđa táragasi í andlit ranglega handtekins manns.

Ţessum dómi mótmćla blessađir mennirnir nú hástöfum og undir ţann söng tekur Landssamband lögreglumanna og óttast nú lögreglumenn ađ geta ekki sinnt starfi sínu sem skyldi.

Ţetta er merkilegt. Sannađ ţótti ađ mennirnir hefđu sagt ósatt í skýrslum um handtökurnar, ekki haft tilefni til ađ handtaka mennina og beitt ţá ofbeldi. Er ţađ ef til vill hluti af starfi lögreglunnar? Er ţađ hluti af starfsöryggi lögregluţjóna ađ fá ađ krefja borgara um persónuskilríki hvenćr sem ţeim hentar, beita vopnavaldi gegn blásaklausu fólki (ţótt ţađ sé hávaxiđ), svipta ţađ frelsinu og ljúga svo til um gang mála til ađ réttlćta ólögmćtan verknađ sinn? Vilja lögreglumenn sjálfir yfirleitt starfa viđ svo ólýđrćđislegar ađstćđur? Hvort vilja lögregluţjónar heldur í hjarta sínu - virđingu borgaranna eđa ótta?

Ţađ er óţolandi fyrir borgarana ađ geta átt ţađ á hćttu ađ vera handteknir fyrir ađ taka ljósmynd af lögregluţjóni. Ţađ er óţolandi ađ geta veriđ krafinn um persónuskilríki af engu tilefni af lögreglunni hvenćr sem er. Ţađ er óţolandi ađ vopnuđ lögregla beiti vopnum sínum gegn borgurum sem engin hćtta stafar af. Viđ búum í lýđrćđisţjóđfélagi og í slíku ţjóđfélagi er óţolandi ađ eiga ţađ á hćttu ađ vera handtekinn fyrir ţađ eitt ađ fara í taugarnar á lögreglunni.

Tveggja mánađa skilorđsbundinn dómur er ekki harđur dómur í mínum huga sé niđurstađa Hérađsdóms réttmćt - ţ.e. ađ sannađ ţyki ađ mennirnir hafi í raun brotiđ af sér á ofangreindan hátt. Fimm mánađa skilorđsbundinn dómur er ţađ ekki heldur. Hann er í rauninni grátlega mildur.

Númi Fannsker 3/12/03
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
     1, 2, 3, 4, 5  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA