Gagnrýni – Enter

Mig langar ađ fara fáeinum orđum um ţessa viđurstyggilega tilgerđarlegu og fyrirsjáanlegu Coen brćđur, sem fćstir virđast geta haldiđ vatni yfir ţessa dagana. Og ţá einkum og sér í lagi nýjasta afsprengi ţeirra, No country for old men, eđa Aldeilis ekki kjörlendi gamlingja, sem ţeir voga sér ađ kalla kvikmynd og bera á borđ fyrir venjulegt fólk – á fullu verđi.

Í fyrsta lagi, halda ţessir hrokkinhćrđu bananabrćđur virkilega ađ mađur sćtti sig viđ ađ góna á einhvern hljólbeinóttan manngarm ráfa um á tjaldinu tímunum saman án ţess ađ segja aukatekiđ orđ? Sjappín blessađur sýndi ţó í ţađ minnsta ţá lágmarkskurteisi ađ detta á rassinn annađ veifiđ ţegar hann var ađ gera sínu ţöglu myndir.

Og annađ – ţessi skúrkur ţeirra. Gott og vel, hann er stór og ljótur. Og gott og vel. Hann er ekkert sérlega málgefinn. Skúrkar ţurfa ekki ađ vera sérlega málgefnir. Rambó er til ađ mynda ekki sérlega málgefinn. Og Rambó er ćđi. En ţađ er ekki nóg fyrir Coen brćđur. Ţeir eru nefnilega svo miklir listamenn.

Ţađ er ekki nógu kúl fyrir ţá ađ illyrmiđ sé bara međ afsagađa haglabyssu eđa lítinn hníf til ađ skafa međ lífiđ úr fórnarlömbum sínum. Onei. Ţađ er sko aldeilis ekki nógu fínt fyrir herra hipp og doktor kúl, neinei, hann ţarf auđvitađ ađ vera međ eitthvađ sjúklega artí og ćđislega flippađ. – Hey, látum hann vera međ loftţrýstikút!

Svo geta ţessir sjálfskipuđu riddarar frumlegheitanna ekki einu sinni álpast til ađ hafa söguţráđ myndarinnar tiltölulega eđlilegan – ef ţá yfirleitt má kalla ţessa samankuđluđu flćkju ţeirra ţráđ.

Ojbara, ojbara – og ullabjakk ađ auki.

Já, ţeim bregst sannarlega ekki bogalistinn í ţetta sinn, brćđrunum. Enn einu sinni tekst ţeim á sinn einstaka hátt ađ eyđileggja fyrir mér annars indćla kvöldstund.

Lesbók frá fyrri tíđ

Útvarpsréttarnefnd hefur komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ útsendingar Skjás Eins á knatt­­spyrnu­­leikjum í ensku úrvaldsdeildinni međ lýsingu á ensku brjóti gegn útvarpslögum. Mun ţetta líklega hafa í för međ sér skerta ţjónustu Skjás eins gagnvart neytendum sem mun lýsa sér í fćrri útsendingum á leikjum.

Nú er ég enginn sérstakur knattspyrnu­áhuga­mađur, en mál ţetta ţykir mér hiđ forvitnilegasta, sérstaklega í ljósi ţess ađ ţađ virđist vera í lagi ađ erlendar gervihnattastöđvar básúni erlendu efni yfir landsmenn - og ţađ ótextuđu. Kannski ćtti Skjár einn ađ flytja reksturinn úr landi, gerast ţannig "erlend" sjónvarpsstöđ og beina sendingum sínum ţó til Íslands. Má ţađ?

Og hver kćrđi svo? Mörđur Árnason eđa einhver álíka réttsýnn málverndunarsinni? Nei, ţađ var einn af tapsáru íţróttafréttamönnunum í stóra fjölmiđlabákninu sem áđur átti sýningarréttinn á herlegheitunum og ţénađi vel á. Vćntanlega er hann fúll af ţví fólk vill frekar hlusta ókeypis á fagmannlegar íţróttalýsingar - ţó ţćr séu á ensku - heldur en borga 4.000 krónur á mánuđi fyrir ađ hlusta á misvelheppnađar túlkanir hans og starfs­félaga hans á áđurnefndum enskum lýsingum. Ađ viđbćttum ţeirra eigin misgáfulegum athuga­semdum.

Best ađ kćra bara.

Ég legg til ađ knattspyrnuáhugamenn hafi ţetta í huga nćst ţegar ţeir hlusta á ţá félagana lýsa ţví hvernig Njúkastul ţurfti ađ lúta í gras ţegar Alan Schmitt skorađi gegn ţeim eftir horspyrnu.

Takk, Steini. Takk fyrir allt.

Spesi 4/2/05
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
     1, 2, 3, 4, 5  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA