Gagnrýni – Enter

Mig langar ađ fara fáeinum orđum um ţessa viđurstyggilega tilgerđarlegu og fyrirsjáanlegu Coen brćđur, sem fćstir virđast geta haldiđ vatni yfir ţessa dagana. Og ţá einkum og sér í lagi nýjasta afsprengi ţeirra, No country for old men, eđa Aldeilis ekki kjörlendi gamlingja, sem ţeir voga sér ađ kalla kvikmynd og bera á borđ fyrir venjulegt fólk – á fullu verđi.

Í fyrsta lagi, halda ţessir hrokkinhćrđu bananabrćđur virkilega ađ mađur sćtti sig viđ ađ góna á einhvern hljólbeinóttan manngarm ráfa um á tjaldinu tímunum saman án ţess ađ segja aukatekiđ orđ? Sjappín blessađur sýndi ţó í ţađ minnsta ţá lágmarkskurteisi ađ detta á rassinn annađ veifiđ ţegar hann var ađ gera sínu ţöglu myndir.

Og annađ – ţessi skúrkur ţeirra. Gott og vel, hann er stór og ljótur. Og gott og vel. Hann er ekkert sérlega málgefinn. Skúrkar ţurfa ekki ađ vera sérlega málgefnir. Rambó er til ađ mynda ekki sérlega málgefinn. Og Rambó er ćđi. En ţađ er ekki nóg fyrir Coen brćđur. Ţeir eru nefnilega svo miklir listamenn.

Ţađ er ekki nógu kúl fyrir ţá ađ illyrmiđ sé bara međ afsagađa haglabyssu eđa lítinn hníf til ađ skafa međ lífiđ úr fórnarlömbum sínum. Onei. Ţađ er sko aldeilis ekki nógu fínt fyrir herra hipp og doktor kúl, neinei, hann ţarf auđvitađ ađ vera međ eitthvađ sjúklega artí og ćđislega flippađ. – Hey, látum hann vera međ loftţrýstikút!

Svo geta ţessir sjálfskipuđu riddarar frumlegheitanna ekki einu sinni álpast til ađ hafa söguţráđ myndarinnar tiltölulega eđlilegan – ef ţá yfirleitt má kalla ţessa samankuđluđu flćkju ţeirra ţráđ.

Ojbara, ojbara – og ullabjakk ađ auki.

Já, ţeim bregst sannarlega ekki bogalistinn í ţetta sinn, brćđrunum. Enn einu sinni tekst ţeim á sinn einstaka hátt ađ eyđileggja fyrir mér annars indćla kvöldstund.

Lesbók frá fyrri tíđ

Vođalegt er ađ sjá ţessi feitu börn út um allt.

Ţetta er kjagandi fyrir augunum á manni daglangt, svínspikađ og hlaunatrođiđ, maulandi sćtindi og ţambandi sykurvatn.

Hvađ gengur foreldrum eiginlega til ađ láta afkvćmi sín afmyndast svo í útliti ađ ţau varla geta lyft á sér skvapkendum útlimum til ađ nálgast og krćkja í nćsta glassúrsnúđ eđa kremkex?

Ţetta er í hćsta máta ógeđfellt.

Í hamingjunnar bćnum rífiđ ţessa afskrćmdu keppi út úr ískápnum og sendiđ ţá út ađ sparka bolta, synda eđa í ţađ minnsta látiđ ţau ganga nokkra metra áđur en ţau setjast ađ snćđingi.

Best vćri náttúrulega ađ hćtta ađ trođa ţessi skinn út af floti og smjörkökum og láta ţau fasta duglega ţar til mörin rennur af ţeim. Ţví ég vil ekki trúa ţví ađ ţetta sé ţađ ástand sem foreldrar vilja sjá börn sín í. Ég trúi ţví ađ líkamlegt gervi ţessara uppţemdu vesalinga ráđist fremur af sjúklegri vćntumţykju og gnćgtum ţjóđfélagsins, en ađ ţau séu í alvöru ćtluđ til manneldis.

Enter 8/3/04
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
     1, 2, 3, 4, 5  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA