Gagnrýni – Enter

Mig langar ađ fara fáeinum orđum um ţessa viđurstyggilega tilgerđarlegu og fyrirsjáanlegu Coen brćđur, sem fćstir virđast geta haldiđ vatni yfir ţessa dagana. Og ţá einkum og sér í lagi nýjasta afsprengi ţeirra, No country for old men, eđa Aldeilis ekki kjörlendi gamlingja, sem ţeir voga sér ađ kalla kvikmynd og bera á borđ fyrir venjulegt fólk – á fullu verđi.

Í fyrsta lagi, halda ţessir hrokkinhćrđu bananabrćđur virkilega ađ mađur sćtti sig viđ ađ góna á einhvern hljólbeinóttan manngarm ráfa um á tjaldinu tímunum saman án ţess ađ segja aukatekiđ orđ? Sjappín blessađur sýndi ţó í ţađ minnsta ţá lágmarkskurteisi ađ detta á rassinn annađ veifiđ ţegar hann var ađ gera sínu ţöglu myndir.

Og annađ – ţessi skúrkur ţeirra. Gott og vel, hann er stór og ljótur. Og gott og vel. Hann er ekkert sérlega málgefinn. Skúrkar ţurfa ekki ađ vera sérlega málgefnir. Rambó er til ađ mynda ekki sérlega málgefinn. Og Rambó er ćđi. En ţađ er ekki nóg fyrir Coen brćđur. Ţeir eru nefnilega svo miklir listamenn.

Ţađ er ekki nógu kúl fyrir ţá ađ illyrmiđ sé bara međ afsagađa haglabyssu eđa lítinn hníf til ađ skafa međ lífiđ úr fórnarlömbum sínum. Onei. Ţađ er sko aldeilis ekki nógu fínt fyrir herra hipp og doktor kúl, neinei, hann ţarf auđvitađ ađ vera međ eitthvađ sjúklega artí og ćđislega flippađ. – Hey, látum hann vera međ loftţrýstikút!

Svo geta ţessir sjálfskipuđu riddarar frumlegheitanna ekki einu sinni álpast til ađ hafa söguţráđ myndarinnar tiltölulega eđlilegan – ef ţá yfirleitt má kalla ţessa samankuđluđu flćkju ţeirra ţráđ.

Ojbara, ojbara – og ullabjakk ađ auki.

Já, ţeim bregst sannarlega ekki bogalistinn í ţetta sinn, brćđrunum. Enn einu sinni tekst ţeim á sinn einstaka hátt ađ eyđileggja fyrir mér annars indćla kvöldstund.

Lesbók frá fyrri tíđ

Oft hafa manni blöskrađ ađgerđir og athafnir á vegum íslenska forsetaembćttisins. Sjaldan ţó jafn mikiđ og í gćr ţegar forseti lýđveldisins, Herra Ólafur R. Grímsson, sćmdi erlendan skákmann hinni íslensku fálkaorđu.

Hvađ hefur ţessi erlendi skákmađur eiginlega afrekađ "í ţágu íslensku ţjóđarinnar ", svo mađur vitni nú beint í forsetabréf um hina íslensku fálkaorđu (11. júlí, 1944)?

Og viđ erum ekki bara ađ tala um einhvern erlendan skákmann heldur danskan skákmann. Og raunar ekki bara einhvern danskan skákmann, heldur ţann danska skákmann sem hefur unniđ langflesta íslenska skákmenn af öllum dönskum skákmönnum - og niđurlćgt suma of okkar efnilegustu afreksmönnum á ţessu sviđi.

Hvađ gengur hćstvirtum Herra Ólafi, stórmeistara hinnar íslensku fálkaorđu, og orđunefnd hans eiginlega til?

Jafnvel ţó svo ađ í 1. grein áđurnefnds forsetabréfs segi "Orđunni má sćma innlenda menn eđa erlenda...", ţá er nú varla átt viđ Dani, enda óvíst hvort ţeir geti talist til manna yfirleitt. Er ekki veriđ ađ túlka lögin full frjálslega í ţessu tilviki?? Mađur hefđi nú haldiđ ađ síđasti Daninn hefđi fengiđ hina íslensku fálkaorđu ţegar forseti íslenska lýđveldisins tók viđ af Danakonungi sem stórmeistari orđunnar.

Herra Ólafur er greinilega ekki á sama máli.

Dr. Herbert H. Fritzherbert 11/11/03
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Spesi – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Gagnrýni
 
     1, 2, 3, 4, 5  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA