Gagnrýni – Enter

Ég brá mér síđla kvölds í mínum besta rykfrakka á dönsku gleđilífsmyndina Samrćđinginn (Nymphomaniac) í afviknu kvikmyndahúsi hér í borg.

Ég var allspenntur enda skrambihreint langt síđan mađur sá síđast ţvottekta danska rúmstokksmynd í kvikmyndahúsi. Eđa ekki síđan ég skellti mér á hina sprellmjörugu Í nautsmerkinu í Austurbćjarbíói um áriđ.

Ég verđ ţó ađ segja ađ myndin olli mér nokkrum vonbrigđum. Í stađ ţess ískrandi danska húmors, sem var svo heillandi viđ meistaraverk John Hilbert Larsen, Hopsasa pĺ sengekanten og Tandlćge pĺ sengekanten — var hér sleginn allt annar og dekkri tónn. Lítiđ sem ekkert var um sprenghlćgilega eltingaleiki, gáskafullt dađur og tvírćđa brandara.

Aukinheldur olli ađalleikonan, Karlotta Gainsbourg, mér vonbrigđum. Ţrátt fyrir ađ vera leikandi létt á bárunni og uppáhleypingasöm međ afbrigđum er hún svo sannarlega engin Annie Birgit. Ţađ var engu líkara en hún fyndi aldrei almennilegan ţennan hlýlega, eggjandi danska neista viđ rúmstokkinn — og vćri meira ađ ţessu međan hún biđi eftir nćsta lottódrćtti. Ţví miđur.

Ađallega held ég ađ ţađ megi skrifa blóđlitla og allt ađ ţví líflausa niđurstöđuna á leikstjórann, Lars von Trier, sem virđist — ótrúlegt en satt — ekki ţekkja ţessa fallegu og gáskafullu dönsku kvikmyndahefđ nćgilega vel. Ţrátt fyrir ađ vera danskur í húđ og hár. Og ţrátt fyrir ađ hafa gert margar sprellfjörugar og sprenghlćgilegar myndir gegnum tíđina, fullar af hárfínum dönskum húmor. M.a. međ henni Björk okkar.

Nú mun vera á leiđinni framhald Samrćđingjans og er óskandi ađ Lars taki viđ sér og komi blóđinu á hreyfingu hjá áhorfendum. Mćli ég í ţví samhengi ađ hann blási rykiđ af nokkrum vel völdum VHS spólum međ sígildum dönskum meistaraverkum og skelli ţeim í tćkiđ (t.a.m. Rektor pĺ sengekanten eđa hinni ćrslafullu Damernes ven) — og komi sér ţannig í gírinn áđur en hann fer yfir lokaklippiđ.

Lesbók frá fyrri tíđ

Vođaleg móđursýki er ţetta hjá ţessari kirkju.

Hafa ţeir í alvöru áhyggjur af ađ ţeir falli í gleymskunnar dá og ćska landsins steypi sér í sjálfskipađa glötun – fái ţeir ekki ađ trođa hvítţvegnum tám sínum inn fyrir siđspillandi dyrastafi skólanna?

Ég veit ekki betur en ţjóđkirkjan sé međ ráđandi hlut í skírnarbransanum, bullandi fína markađsstöđu í fermingargeiranum og á gersamlega glimrandi róli á jarđarfararsenunni.

Já, kirkjunnar menn kunna sín markađsfrćđi.

Ţeir eru međ lógóiđ sitt vel sýnilegt, á reisulegum flenniturnum hvert sem mađur snýr sér í borg eđa bćjum. Helstu metsölubćkur ţeirra eru fáanlegar í bókabúđum, allan ársins hring. Talsmađur ţeirra fćr massíft plögg um hver jól og hverja páska í öllum fjölmiđlum; prenti, útvarpi og ljósvakamiđlum. Helstu hátíđir ţeirra fá góđa kynningu í hverju einasta dagatali og hver samkunda er kynnt öllum nćrliggjandi byggđum međ tilheyrandi bjölluglamri.

Og fólk er enn tilbúiđ ađ mćta, ţrátt fyrir ađ dagskráin hafi ađ mestu veriđ óbreytt svo áratugum skiptir. Sálmarnir eru sungnir, ţrátt fyrir ađ vera komnir rćkilega til ára sinna og innihaldiđ í besta falli gamaldags og framandi yngstu kynslóđum. Fólk er tilbúiđ ađ koma, hlusta og međtaka bođskapinn – ţrátt fyrir ađ vissulega megi finna allt heila klabbiđ á netinu.

Er ţetta ekki bara nóg?

Kćra kirkja, í Guđs bćnum slappađu af í plögginu.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA