— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/05
Það sem aulinn hræðist.

Smá upptalning yfir það sem ég hræðist.<br /> <br /> Topp 10.

númer 1 er verst og svo framvegis, byrjum á 10.

10. Að pissa undir , nú þegar ég á maka og gisti oft með honum finnst mér hræðilegt að hugsa um hvað myndi gerast ef ég myndi óvart pissa undir. Því þetta vandamál hjáði mig í barnæsku.

9. Stórir sófastólar því ég átti það til að sökkva ofan í stóra sófastólinn hennar ömmu, en alltaf kom eitthver að hjálpa mér, svo einn daginn voru allir úti í garði, ég sökk og var föst í rúmar 15 mínútur... ég var um 2 ára.

8. Leikfimishestar, sem maður á að hoppa yfir í leikfimi, tvisvar hef ég dottið af svoleiðis, og fékk í bæði skipti göt á hökuna...

7. Þurr húð. Ég veit ekki, en ef ég verð of þurr fæ ég tilfiningu eins og ég sé að fara að detta í sundur, óþægilegt mjög.

6. Byssur... þær bara lama mig. Ég hef haldið á byssu og ekki getað hreyft mig.

5. Turtles ... hlýtur að vera almennur ótti. Skelfilegt að sjá risa skjaldbökur tala, svo ekki sé minnst á þessa kínversku rottu.

4. Fallegir strákar eru yfirleitt hrokafullir og bara... hræða mig.

3. Draugar.. ekki það að þeir meiði mig, heldur horfi á mig í baði. Því það er bara rangt.

2. Myrkur. Afþví að ég veit ekkert hvað eða hver er inni í því!

1. Almenningsklósett. Ekki útaf sýklum eða pæjustælum, heldur ef að ég er á klósetti þar sem eru svona skýli á milli. Og svo lít ég upp og þar er eitthver karl að horfa á mig, og mér bregður svo svakalega....... ég kvíði fyrir almenningsklósettferðum......

   (39 af 56)  
1/12/05 19:00

Offari

Ég er lofthræddur.

1/12/05 19:01

albin

Nokkur mis aulaleg og mis vond ráð við hræðslu aulans.

10. Bleyjur koma hér að góðum notum
9. Ég vona þín vegna að að þú hafir stækkað frá tveggja ára aldri
8. Þetta eru bölvaðar ótemjur sem enginn á að koma nálægt nema með próf í tamningum
7. Sund, sturta, bað, úti í rigningu eða í versta falli júgursmyrsl, það er mýkjandi
6. þær meira en lama ef þú ert öfugu megin við þær.
5. Er mikið af þeim á ferli?
4. Halda sig þá bara hjá ljótu strákunum.
3. Ég myndi frekara hafa áhyggjur af gluggagægji...
2. Best er að sofa í myrkrinu.
1. Prufaðu kvennaklósettið, færri karlar þar.

1/12/05 19:01

krumpa

Drottinn minn! Þetta á eftir að versna.
Á þínum aldri var ég ekki hrædd við neitt en núna hræðist ég allt. Sérhver hósti er merki um banvænan sjúkdóm... Tívolítæki eru banagildrur (m.a.s. litlar hringekjur) og það er beinlínis sjálfsmorð að fara út úr húsi ef það er ekki rennifærð! Njóttu þess vegna þessara - ekki svo ofsalega alvarlegu- óttavalda þinna meðan þú getur!

1/12/05 19:01

Ívar Sívertsen

jæjajá.. ef þetta á eftir að versna eins og Krumpa segir þá hlakka ég til að sjá listann eftir fimmtán ár...

1/12/05 19:01

Hvæsi

[Setur lak yfir sig og leikur draug]

BÖÖÖÖHHHHHH!!!!!!!!!

1/12/05 19:01

Anna Panna

[klæðir sig í turtles búning]

BÖÖÖÖÖÖÖHHHHHH!!!!!

1/12/05 19:01

fagri

Ég hræðist hið ókunna og læri þess vegna aldrei neitt nýtt.

1/12/05 19:01

Poxxx

Nú hræðist aulinn krumpu líka. Eða framtíðina að minsta kosti.

1/12/05 19:01

Bangsímon

Ég hræðist alltaf færri og færri hluti eftir því sem ég eldist, ólíkt Krumpu. Kannski þarf ég bara að reykja minna stuð. Þetta áhyggjuleysi er að drepa mig.

En ég hræðist enn fallegar stelpur og stöðnun.

1/12/05 19:01

krumpa

Kannski ertu bara ekki orðinn nógu gamall bangsakrútt! Þegar ég var barn hræddist ég hitt og þetta; eldsvoða og skrímsli svona aðallega samt. Þegar ég var unglingur var ég óttalaus en nú er ég bara hrædd...mjög hrædd.
Hrædd við bílslys, sjúkdóma, atvinnuleysi, blankheit, dauðann, ábyrgð, vísaskuldir, sambönd, lækna, sprautur, o.s.frv. o.s.frv... held það séu fleiri eins og ég...

1/12/05 19:01

Skabbi skrumari

Það er holt að vera hræddur og paranoid... aftur á móti er hættulegt að reykja stuð...

1/12/05 19:01

Myrkur

En hversvegna er ég í 2. sæti? Ég sem er svo saklaus

1/12/05 19:02

Kondensatorinn

Það er margt að varast auli. Ég tek undir með Krumpu. Þetta versnar. Áður fyrr þóttist maður ódauðlegur omnipotent.

1/12/05 20:00

feministi

Hlustaðu ekki á þau. Þegar ég var lítil var hræðslu listinn minn álíka langur og þinn, núna er ég ekki hrædd við neitt nema köngulær. Og ég er alveg bráðum að fara að takast á við það.

1/12/05 20:00

Bangsímon

Krumpa: vá hvað þú hlýtur að vera gömul. Ég held að ég skilji nafnið þitt enn betur núna. En kannski þegar ég er orðið krumpudýr eins og þú fer ég að hafa áhyggjur af dauðanum og læknum. En ég held samt að það sé frekar persónubundið hvort fólk er áhyggjufullt eða ekki.

1/12/05 20:00

dordingull

Lífið er það hættulegt að engin lifir það af.

1/12/05 20:01

Myrkur

Ég held það að vera mátulega hræddur sé gott... Gerir það að verkum að maður er ekki á 180 km hraða niður kambana. En ef maður er of hræddur gleymir maður að lifa lífinnu vegna hræðsu. Gullni meðalvegurinn er alltaf góður.

1/12/05 20:02

Holmes

Hmmm, augljóst tilfelli af Phasmophobia þ.e. hræðslu við drauga, Scotophobia þ.e. hræðslu við myrkur...

Hin virðast ekki vera til miðað við lista yfir öll þau undarlegu ofsahræðslu fyrirbæri jarðarinnar sem maður sér á http://www.phobialist.com/

1/12/05 20:02

Jarmi

Ég er bara hræddur við eitt:
að Dannibééééééé! hitti á mig eftir skóla.

1/12/05 21:01

Kroppinbakur

AUMINGJAR! Ég hræðist ekkert. Eitt er ég þó alltaf meðvitaður um og það er að fá loftstein í hausinn. Enda alltaf með hálsríg.

1/12/05 22:00

Jóakim Aðalönd

Að fá loftstein í hausinn er ekki líklegt. Annars hræðist ég ekkert. Einfaldlega ekki neitt. Það er heldur ekki það sama að vera hræddur við eitthvað og að vera hræddur um eitthvað.

Ég hreinlega trúi því ekki að það sé til neitt sem heitir yfirnáttúrulegt, t.a.m. draugar og slíkt. Það er til vont fólk og það er hættulegast, en ég hræðist það ekki; ég fyrirlít það.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.