— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/06
Í dag átti ég heiminn.

Sökum þess að ég hætti með kærastanum mínum í gær ákvað ég að vera góð við sjálfan mig.

Í dag fór ég út að leika með glænýja Vísakortið mitt. Þar sem ég er ný orðin 18 ára ákvað ég að hafa það.... bara svona til öryggis. Ég fór í Smáralindina, klökk eftir sambandsslitin og í leit að plástri.

Skoðaði ég ógrynni af skóm, kjólum og kápum og keypti nær allt sem passaði (búðir nú til dags halda að konur séu eins og prik í laginu). En það var ekki nóg, svo ég keypti mér svo mikið af förðunarvörum að ég gæti stofnað snyrtistofu. En það var ekki nóg, bætti í pokana 3 geisladiskum og nýjasta sims leiknum. Alltaf straujaði ég bara Vísa, þar sem ég var ekki að eyða neinum peningum sem ég átti, þetta var bara Vísa. Svo fékk ég mér alveg rosalega gott að borða á kaffihúsinu þarna, hvítvín með matnum (ég er stúlka í ástarsorg) og stóran latte til þess að skola þessu niður með. Nú voru búðirnar að loka.... svo ég fyllti bílinn að bensíni og keypti mér allskonar hreingerningarvörum fyrir bílinn minn sem ég skil ekkert í.

Nú þegar ég er komin heim er ég með dúndrandi hjartslátt.... viljið þið vita hvað ég eyddi miklu í dag?

150.000 krónum!!!!!

En mér er sama... ég á fullt af dóti til að leika með.

Kv, Aulinn sem er laus og liðug og gjaldþrota.... 18 ára.

   (30 af 56)  
9/12/06 14:01

Billi bilaði

Kemur kortaklippir nokkuð fyrr en í febrúar?

9/12/06 14:01

Tigra

Úff.
Ég hætti með mínum á þriðjudaginn og keypti bara ekki neitt.
Jú keypti mér reyndar flatskjá, en það var búið að vera á döfinni í lengri tíma.

9/12/06 14:01

Don De Vito

Svona á að gera þetta. Sparnaður er ofmetinn. Síðan er bara hægt að sníkja, stela, betla og ,,fá lánað'' restina af árinu.

9/12/06 14:01

Regína

Vonandi voru þetta vel valdar flíkur og góðir diskar. Bensínið, matinn, hvítvínið og latte-ið áttirðu sko aldeilis skilið.
Verst við svona eyðslufyllerí hvað timburnmennirnir eru lengi.

9/12/06 14:01

Rósin

Jiminn. Jæja ég vona nú að þér líði betur eftir þetta spreð.

9/12/06 14:01

Bangsímon

jei. það er gaman að kaupa eins og vindurinn. eins og maður sé í útlöndum og er alveg að fara missa af vélinni. það er gaman.

9/12/06 14:02

Dula

Been there done that have the t-shirt and sold the t -shirt.......úff ég skuldaði eftir mitt eyðslufyllerísblack out áttahundruðþúsundkall.

9/12/06 14:02

Kondensatorinn

Til hamingju með árangurinn Auli.

Þetta hefur nú verið plútóníumkort hjá þér Dula.

9/12/06 14:02

Hvæsi

Þá er bara eftir að fara á fyllerí um helgina !

Skál !

9/12/06 14:02

krossgata

Vá, svakalega var þetta stór plástur!

9/12/06 14:02

B. Ewing

Þetta er stærri plásstur en sá allra stærsti sem ég hef leyft mér sjálfur. (íbúðakaup eru ekki plástur)

9/12/06 15:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Yfirdrátturinn er málið.

- Skál ! -

9/12/06 15:00

Galdrameistarinn

Nú er bara að semja við bankann að fá 500.000 króna yfirdrátt til að dekka vísaskuldina og halda svo áfram að spreða.
Mundu svo eftir að kaupa þér eitthvað nógu stórt og dýrt á raðgreiðslum til að kóróna þetta.

Galdri sem er með bullandi yfirdrátt og helling af raðgreiðslum.

9/12/06 15:01

Anna Panna

Aaaah já, það er auðvelt að kaupa heiminn á Visa rað. Verst að með tímanum þá verður maður víst að borga reikningana ellegar eiga á hættu að kortinu verði lokað og þá er ekkert auðvelt í lífinu lengur.

Ég tók einmitt smá 'sjitt hvað það er auðvelt að kaupa hluti með Visa korti' tímabil þegar ég var átján og það er ekkert svo langt síðan ég kláraði að greiða upp allar skuldirnar sem ég kom mér út í þá, bara af því að það var svo auðvelt að fá kort og lán og alls konar vitleysu sem maður hefur lítið við að gera á þessum aldri.

Það er ágætt að gera þetta svona einu sinni, eins og þú segir þá er þetta ákveðinn plástur en elsku besti Aulinn minn, passaðu þig á kortunum, þau eru ekki eins auðveld og einföld og þau vilja láta okkur halda.

9/12/06 16:01

Jóakim Aðalönd

Hundraðogfimmtíuþúsundkall??!!

[Fær taugaáfall og deyr úr veskisverk]

9/12/06 16:01

Nermal

Visakort er ekki ókeypis peningar. Mér finnst þetta bara kjánalegt hjá þér. Annars er ég viss um að bankinn hefur grafið undan sambandinu til þess eins að ýta þér út í eyðslufillerí

9/12/06 16:02

Þarfagreinir

Talið bara við mig ef ykkur vantar yfirdrátt. Ég veit sitthvað um það fyrirbæri.

9/12/06 16:02

Dula

Þarfi minn geturðu ekki reddað okkur vísakorti sem forstjóri kappafling fling borgar automatiskt fyrir án þess að hann þurfi nokkurntíma að komast að því

9/12/06 16:02

Þarfagreinir

Eða það ... sendið mér bara einkapóst með hugmyndum.

9/12/06 17:01

Dula

Já hér með er minni hugmynd komið á framfæri í fúlustu alvöru.

9/12/06 17:01

krumpa

Æi - eftir nokkur ár verður yfirdrátturinn í botni og kortin á suðupunkti af því að þú ert að borga af húsnæðislánum, hita, rafmagni, bílum, börnum, mat og öðru leiðinlegu. Miklu skemmtilegra að skulda út af einhverju flottu sem mann langar í ! jú gó görl.

9/12/06 17:01

Jarmi

Vona bara að þú hafir keypt eitthvað af klósetpappír. Svona fyrst þú ert alltaf kúkandi.

9/12/06 17:02

Jóakim Aðalönd

Ekki hlusta á krumpu! Hún er ein af ÞEIM!!

9/12/06 18:01

Snabbi

Í dag átti ég heiminn og heimurinn átti mig ....

Minnir á Stein Steinar ...

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.