— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/06
Það að "deita"

Einmana stúlkur eins og Aulinn, nýkomnar úr langtímasambandi eiga það til að hafa samband við stráka sem maður talaði við áður fyrr, gamla kærasta eða bólfélaga og svo framvegis. Aulanum (litla óþolandi gelgjan ykkar) þótti það ágætis hugmynd og ákvað að slá á þráðinn og hringja í dreng sem hún hafði farið á nokkur stefnumót, ágætis drengur og leit vel út.

Hann samþykkti stefnumót og vildi fara á rúntinn (stefnumót á þessum aldri eru ósköp leiðinleg) og svo leigja spólu. Aulinn settist upp í bíl hjá honum rosalega fín, skælbrosandi og spennt fyrir að vera komin út á markaðinn aftur. En sú tilfining varði ekki lengi....

Aumingja Aulinn var ekkert nema húðskömmuð fyrir fyrri meðferð á þessum dreng (sem Aulinn auðvitað er ekki sammála).

Einmana stúlkur eins og Aulinn, nýkomnar úr sambandi eiga þa til að biðja kærasta vinkvenna sinna að kynna sig fyrir sætum vini sínum, og vilja endilega fara á svokallað "double date" eða "tvöfalt stefnumót". Aulinn bað kærasta vinkonu sinnar að koma svoleiðis í kring. Vinurinn reyndist fyndinn og skemmtilegur.... með frekar grófan húmor.

Aumingja Aulinn þurfti að hlusta á þá vinina freta og ropa allt kvöldið...

Einmana stúlkur eins og Aulinn, nýkomnar úr sambandi eiga það til að fara með vinkonum sínum niður í miðbæ Reykjavíkur til þess að veiða sér mann. OG HVAÐ GERÐIST?! AULINN VEIDDI! AULINN VEIDDI SVÍA! OG FÓR MEÐ HONUM HEIM!

Aumingja Aulinn var bitin svo svakalega af svíanum í forleiknum að hún rauk út í fússi með sjáanlega áverka.

Einmana stúlkur eins og Aulinn eiga það til að fara í fullorðins búðir til þess að kaupa sér staðgengil. Aulinn gerðir það og verður nú hamingjusöm til æviloka.

Endir.

   (24 af 56)  
1/11/06 12:02

blóðugt

Staðgengill dugar skammt. Það jafnast EKKERT á við alvöru karlmann í þeim efnum.

1/11/06 12:02

Hvæsi

Þetta minnir mig á gamlan brandara...
Einu sinni var strákur sem bað stelpu að gistast sér og hún sagði nei.
Og strákurinn lifði "happily ever after"
Fór í veiði er honum hentaði, djammaði með strákunum og naut lífsins einsog alvöru karlmaður.
The end.

Auli, staðgengillinn mun aldrei svíkja þig (nema er batteríin klárast) ekki halda framhjá og ekki rífast í þér, þannig að komdu vel fram við hann.
<Glottir einsog fífl>

1/11/06 12:02

Garbo

Á bara að gefast upp?!

1/11/06 12:02

Nermal

Þú ert og verður Auli

1/11/06 12:02

Upprifinn

Er þetta ekki eitthvað sem bitru hexin gætu haft vit á.

1/11/06 12:02

albin

Þetta lagast.

1/11/06 12:02

krossgata

Ég veit að GEH er ekki sammála, en kennir þetta þér ekki að láta svíana í friði?

1/11/06 12:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Aulin kvartaði yfir á einum þræði að Svíinn hefði verið frá Bosníu að mig mynnir. Þessir staðgenglar eru flestir frá Kína held ég eins og alt annað gerfidrasl á markaðnum

1/11/06 12:02

B. Ewing

Grey Aulinn. Ég sem hló eins og brjálaður að Svíabrandaranum. Gangi þér vel með staðgengilinn. Fáðu þér líka bara nokkra staðgengla og láttu pjakkana genga á eftir þér með grasið í skónum áður en þú býður þeim góðan daginn, eftir kvöldið.

1/11/06 12:02

Regína

Ég hef ekkert vit á "deitum". [ Horfir bitur út um gluggann.]

1/11/06 13:00

Upprifinn

en staðgenglum? [Horfir hræddur á Regínu.]

1/11/06 13:00

Vladimir Fuckov

Einfaldast er að haga þessum málum á þann hátt sem Jóakim Aðalönd hefur margoft bent á.

1/11/06 13:00

Hexia de Trix

Sem er aftur hvað?

1/11/06 13:00

Vladimir Fuckov

Að sleppa einfaldlega öllu svona (gallinn við það er þó sá að ef allt mannkynið fer þannig að deyr það út).

1/11/06 13:00

Grágrímur

... Gallinn?

1/11/06 13:01

feministi

Aulans vandræði. Mig rámar nú í einhverjar misheppnaðar aðgrerðir og hraksmánarlega veiði á árum áður þegar feministi var á títtnefndum kjötmarkaði.

Staðgenglar eru ágætir til síns brúks en þögla týpan getur verið leiðinleg til legndar. Alvöru karl virkar þrátt fyrir allt lang best í þessum efnum, jafnvel þó að það kunni að vanta í hann einhverja æskilega eiginleika.

Þetta fer auðvitað allt vel á endanum og ef ástandið er ekki þegar orðið gott máttu vita að þetta er ekki endirinn.

1/11/06 13:01

Dula

Já Auli sæll, við sem erum búnar að vera á kjötborðinu aðeins of lengi og farið að slá aðeins í okkur erum nú ekki næstum eins girnilegar og nýslátraður Auli skal ég fullvissa þig um, Þú telur langtímasambandi í mánuðum en ekki árum aða áratugum þannig að þér er nú alveg óhætt að stíga útúr sápukúlu óraunveruleikans og sjá okkur sem höfum verið notaðar sem ílát í mörg ár fyrir mismunandi draumaprinsa sem lofuðu öllu fögru og gengu á eftir okkur en fóru svo eftir eitt einasta skipti.
Við erum ekki kallaðar bitur hex fyrir ekki neitt....en ég get sagt þér að þetta er vont , það venst og getur versnað ef maður lærir ekki af reynslunni og tekur þroskann á þetta. Við dettum einhverntíma í lukkupottinn , í lengri eða skemmri tíma, maður er(kven) manns gaman og það er ömurlegt að kútta á öll möguleg kynlífssambönd þó þau eigi ekki framtíðina fyrir sér. Við eigum að njóta þess sem lífið hefur að bjóða og ekki taka öðru fólki sem sjálfsögðum hlut. Njóttu þess tíma sem þú færð með næsta, þetta er einsog góð máltíð. Njóttu hennar og ekki fara að grenja þóeftirrétturinn sé búinn . það kemur alltaf eitthvað annað ,sem er öðruvísi og kennir þér eitthvað nýtt. Stattu þig stelpa !

1/11/06 13:01

Leiri

Ég er lítð fyrir þessi risastóru kjötborð og shuffle kinlýf.. Ég er meira fyrir andleg mál og veistu ... alvöru konur eru líka með eistu.

1/11/06 13:02

Amma-Kúreki

Hvar fær maður þessa Staðgengla er það eitthvað fyrir mig ?

1/11/06 13:02

Jóakim Aðalönd

Ég nenni ekki að gefa þér enn eina ræðuna, en Hvæsi á lög að mæla. Sambönd sjúga.

1/11/06 14:01

Furðuvera

Allir elska Bob.
Battery Operated Boyfriend.

1/11/06 16:01

Texi Everto

Það er til fjall, það heitir Hryggbrjótur - þar er gott að smala.

2/12/07 21:01

Skreppur seiðkarl

Staðgenglar eru oft kallaðir Meðlimir...

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.